Frétt frá Heklufélögum !

Frétt frá Heklufélögum !


Á þrettándanum 6. janúar, voru Heklufélagar með flugeldasýningu fyrir heimilisfólkið á Hrafnistuheimilunum í Reykjavík og Hafnarfirði. Það var Björgunarsveitin Ársæll sem sá um sýningarnar og tókust þær í alla staði mjög vel.
Einnig heimsóttum við vistheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi fyrir jólin og gáfum vistmönnum þar jólagjafir sem hefur verið árvisst í mörg ár.
Í hádeginu á 

gamlársdag bauð forsetinn Sigurður R. Pétursson okkur heim til sín. Þar var boðið upp á lax og síld og einnig öl. Þetta var óformlegur fundur og var rætt um liðið ár og árið framundan.
Heklufélagar óskar Kiwanisfólki gleðilegs árs og þakkar fyrir liðið ár.

MYNDBAND HÉR