Groddaveisla Ós á Höfn

Groddaveisla Ós á Höfn


Öllum hressum Kiwanisfélögum er boðið að mæta á Groddaveislu hjá Kiwanisklúbbnum Ós þann 16. mars á Hafinu.
Ef óskað er aðstoð vegna gistingar er best að hafa samband við os@kiwanis.is, osskemmtun@kiwanis.is og stefan@kiwanis.is

6. mars frá kl 19.30 í Hafinu!

Dagskrá:

- Verð í mat er kr 6500
- Málverkauppboð
- Veislustjóri Ólafur Jónsson skemmtikraftur
- Grillað langreyðarkjöt
- Saltað spikfeitt kindakjöt
- Saltað spikfeitt hrossakjöt
- Seljavallakartöflur, rófur, uppstúf og meðlæti
- Forsala í Martölvunni á kr 5500
- Gamanmál, líf og fjör og gaman saman
- Hægt er að senda póst á os@kiwanis.is eða á osskemmtun@kiwanis.is eða tala við næsta Ósfélaga

Eftir kl 23.00 er opið hús með trúbadornum Júlla:

- Verð eftir kl 23.00 er kr 1000 , en þá er opið hús fyrir konur og karla
- Trúbadorinn Júlli, munnhörpusnillingurinn Jonni og bassaleikarinn Einar Árni skemmta til kl 02.00

 

 

Styrkjum Styrktarsjóð Kiwanisklúbbsins Ós og hjálpum börnum í heimabyggð og erlendis. En innkoma kvöldsins rennur til góðgerðarmála