52 Evrópuþing í Reykjavík föstudagur.

52 Evrópuþing í Reykjavík föstudagur.


 

Evrópuþingið hófst með skráningu þáttakenda kl 09.00 en þar stóð þingnefndin okkar í ströngu við skráningu og úthlutun þinggagna og gengur hlutirnir vel fyrir sig. Evrópustjórnarfundur var á dagskrá fyrir hádegi en okkur bárust nú í vikunni þau sorglegu tíðindi að okkar Evrópuforseti Óskar Guðjónsson veiktist og dvelur um þessa mundir á sjúkrahúsi og óskum við Kiwanisfélagar Óskari skjótum og góðum bata. Eftir hádegi fór fram kynnig á frambjóðendum en á meðal frambjóðenda á þessu þingi er okkar maður Gunnsteinn Björnsson sem

býður sig fram sem ráðgjafa í heimsstjórn og fer kjörið fram á þingfundi á morgun og óskum við Gunnsteini góðs gengis.

Formleg þingsetning fór siðan fram kl 16.30 og sá kjör Evrópuforseti um að stýra athföninni sem var hin glæsilegasta í alla staðir og tóku

nokkurir til máls en þar var forseti okkar Guðni Th Jóhannesson í farabroddi og

ávarpaði hann þingið á léttu nótunum og að loknu ávarpi hanns var honum veitt Hixon orða Kiwanishreyfingarinnar. Fulltrúum frá Pieta og BUGL var afhentur styrkur að upphæð fimm miljónum króna á hvor samtök en þetta er hluti afraksturs K-lykilssöfnunar sem fór fram í byrjun maí og er ætlað að afhenda restina af ágóðanum á umdæmisþingi í haust. Umdæmisstjóri afhenti eining 10 þúsund evrur frá okkar klúbbum sem er framlag í Happy Child verkefnið.

Barnakór söng vid góðar undirtektir þingfulltrúa og skólahljómsveit Kópavogs lék nokkur lög, frábær flutningur hjá börnunum og það er björt framtíð í íslensku tónlistarlífi. Um kvöldið var síðan vináttu móttaka í Perlunni þar sem boðið var upp á léttar veitingar og þar m.a sögn Gissur Páll tenór nokkur lög við frábærar móttökur gesta. Þetta var góður og vel heppnaður dagur og vonandi verður áframhaldið á morgun jafn gott, síðan má ekki gleyma því hvað blessað veðrið hefur leikið við okkur.

 

MYNDIR HÉR