49. Umdæmisþing. Þingfundur laugardagur !

49. Umdæmisþing. Þingfundur laugardagur !


Þingfundi var fram haldið á laugardeginum kl 09.00 með skýrslum Umdæmisstjórnar og reið Umdæmisstjóri á vaðið, síðan umdæmisritari og féhirðir og að lokum Svæðisstjórarnir einn af öðrum og voru skýrslur ýtarlegar og góðar þó svo menn fluttu bara úrdrátt en allar skýrslur birtast í þingblaði til lestrar fyrir þingfulltrúa. Ekki voru þingfulltrúar áfjáðir í að ræða um skýrslur stjórnarmanna og því var farið strax í annann lið sem var samantekt frá málstofum deginum áður. Tómas Sveinsson kjörumdæmisstjóri fór yfir Jafningjastjórnunina og málstofu sem því fylgdi og saði jafnframt að efni fundarinns frá Eyþóri Eðvarðsyni yrði sent út á alla. Óskar Guðjónsson fór síðan yfir málstofu sem Sam og Terry Sekhon voru með um þær aðferðir sem þau nota í vestur Kanada til fjölgunar og eflingar á þeirra umdæmi. Reikningar 2018 – 2019 voru bornir upp og samþykktir átakalaust, og því næst kynnti Kristján G Jóhannsson formaður fjárhagsnefndar fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2019 – 2020 og var hún samþykkt að kynningu lokinni. Í næsta lið sem var kosning skoðunarmanna reikninga urðu þeir fyrir valinu Gunnar Rafn Einarsson frá Eldborgu og Guðmundur Pétursson félagi í Esju. Engar lagabreytingar lágu fyrir á þessu þingi þannig að sá liður var fljót afgreyddur. Jóhanna Einarsdóttir kom síðust í 

pontu fyrir matarhlé og fór yfir samantekt frá Aðalfundi Tryggingasjóðs sem fór fram á föstudeginum. Að loknu matarhléi ávörpuðu okkur erlendi gestir þingsins, Umdæmisstjóri Norden, Ráðgjafi KI og síðan en ekki síst Evrópuforsetin okkar Óskar Guðjónsson. Næst var komið að skýrslum nefndarformanna og þar töluðu Gylfi Ingvarsson fyrir K-dagsnefnd, Ólafur Jónsson fyrir Hjálmanefnd, Gunnsteinn Björnsson fyrir Kynningar og markaðsnefnd, Tómas Sveinsson fyrir stefnumótunarnefnd, Haukur Sveinbjörnsson fyrir fjölgunarnefnd og Diðrik Haraldsson sem kynnti væntanlega ferð á Evrópuþingið í Brugge. Næst var komið að staðfestingu á kjöri umdæmisstjóra 2019 – 2020 og er það Tómas Sveinsson frá Helgafelli í Vestmannaeyjum, Kynning og kjör Kjörumdæmisstjóra 2019-2020 og er það Petur Olivar i Hoyvik frá Kiwanisklúbbnum Austuröy í Færeyjum og síðan kynning og kjör á framboð til verandi kjörumdæmisstjóra 2019 – 2020 en það er Pétur Jökull Hákonarson frá Mosfelli í Mosfellsbæ. Næst fór fram staðfesting stjórnar 2019-2020, og því næst kom Diðrik Haraldsson frá Búrfelli og kynnti í máli og myndbandi næsta þingstað 2020 sem er Selfoss. Staðarval Umdæmisþings 2022 var ákveðið á höfuðborgarsvæðinu en ekki er enn ákveðin nákvæm staðsetning. Þá var komið að því að veita viðurkenningar sem voru fjölmargar á þessu þingi, Umdæmisstjóri og Ólafur Jónsson formaður hjálmanefndar afhentu fulltrúm Eimskipa þeim Guðmundi og Sæunni Sunnu forláta bautastein fyrir hið frábæra samstarf sem Kiwanis hefur átt við Eimskip undanfarin ár og hafa komið að afhendingu yrir sextíu þúsund hjálma. Umdæmisstjóri og Gylfi Ingvarsson formaður K-dagsnefndar afhendu ágóða landsöfnunar á sölu K-lykils til tveggja aðila og fengu 10 miljónir hvor fyrst BUGL en styrknum veittu viðtöku Halla Skúladóttir og Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir .  Píeta samtökun fengu 10 miljónir og var það Kristín Ólafsdóttir  , Steinn Jónsson og Benedikt Þór Guðmunsson sem veittu styrknum viðtöku. Í ávarpi þessara samtaka fengum við falleg orð og mikið þakklæti til Kiwanishreyfingarinnar fyrir stuðningin og velvilja í gegnum árin. Að loknum þessum styrkveitingum kallaði Umdæmissjóri Eyþór Kr Einarsson Gylfa Ingvarsson og eiginkonu upp og heiðraði Gylfa með gullstjörnu með rúbin og eiginkona fékk blóm og f.l en Gylfi og frú eiga þetta svo sannarlega skilið fyrir frábær störf fyrir okkar hreyfingu. 
Aðrar viðurkenningar þigs voru sem hér segir:
Auðkennisverkefni Katla – Kötludúkkan
Fyrirmyndarklúbbar Kiwanis International fyrir starfsárið 2017-2018
Dyngja

Freyja
Hraunborg
Kaldbakur
Keilir
Mosfell
Setberg
Fyrirmyndar svæðisstjórar
Svæðisstjóri Freyju Þórhildur Svanbergsdóttir
Svæðisstjóri Ægis Guðlaugur Kristjánsson
Fyrirmyndarklúbbar umdæmisins Ísland-Færeyjar 2018-2019
Básar
Drangey
Dyngja
Helgafell
Hof
Hraunborg
Jörfi
Keilir
Setberg
Skjöldur
Varða
Ölver
Farandbikarar og lykill
Elliði fær platta sem handhafi farandlykils síðasta árs
Hraunborg- fjáröflunarbikar
Setberg- fjölgunarbikar (5 manns, 38.5%)
Hekla – fjölmiðlabikar
Dyngja – styrktarlykill (Vinasetrið)

Undir liðnum önnur mál kom Bernharð Jóhannsson úr Jörfa upp og styklaði á stóru úr fundarbókum Kiwanisklúbbsins Jöklar frá Borgarfirði sem hefur nú hætt störfum, og var þetta vel gert há Bernharð og til mikils sóma að heiðra klúbbinn svona sem hefur unnið frábært starf í þágu Kiwanis í gegnum árin og er mikil eftirsjá af þessum klúbbi.
Því næst frestaði umdæmisstjóri fundi til kl 19.00

TS.

 


                      

 

MYNDASAFN FRÁ ÞINGINU MÁ NÁLGAST HÉR