Keilir styrkir Fjölskylduhjálp og Velferðarsjóð !

Keilir styrkir Fjölskylduhjálp og Velferðarsjóð !


Undanfarin ár hefur Kiwanisklúbburinn Keilir afhent styrki til Fjölskylduhjálpar og Velferðarsjóðs í upphafi jólatrésölu.

Árið í ár er engin undantekning á þeirri venju, formaður styrktarnefndar Ingólfur Ingibergsson og Reynir Friðriksson forseti klúbbsins heilsuðu í þetta skiptið upp á Þórunni Þórisdóttur hjá Velferðarsjóði og Önnu Valdísi Jónsdóttur hjá Fjölskylduhjálpinni til að afhenda styrki upp á kr. 500.000,- og 10 stk jólatré á hvorn

stað og voru myndirnar teknar við það tækifæri.

Þess má geta að jólatrésalan sem er í porti Húsasmiðjunnar hefst föstudaginn 11 desember og er opin frá 17 til 19 á virkum dögum, 12 til 18 á laugardögum og 14 til 18 á sunnudögum alveg fram að jólum.

Jólakveðja, Kiwanisklúbburinn Keilir.