Svæðisráðstefna í Freyjusvæði.

Svæðisráðstefna í Freyjusvæði.


Í dag fór fram svæðisráðstefna í Freyjusvæði og hófst fundurinn kl 10.00 að Bíldshöfða 12, Konný svæðisstjóri setti fundinn stundvíslega klukkan tíu og var gengið til dagskrár. Fyrsti liður var fundagerð síðasta fundar, en mjög langt var um liðið frá þeim fundi , þannig að rfundargerðin var samþykkt athugasemdarlaust.
Svæðisstjóri flutti síðan sína skýrslu  og síðan komu skýrslur klúbba hver á fætur öðrum, en vegna fjöldatakmarkanna voru nánast einn fulltrúi frá hverju klúbbi á fundinu. Skýrslur voru góðar og starfið ótrúlega öflugt miðað við aðstæður í þessum heimsfaraldri og getum við í Kiwanishreyfingunni verið stolt af okkar fólki fyrir dugnað og áhuga að gera vel. Staðfest var kjör á embættismönnum en Ástvaldur frá Kiwanisklúbbnum Geysi var staðfestur sem 

væðisstjóri 2021-2022 og Steinn Lundholm frá Kiwaniklúbbnum Kötlu var stafestur sem kjörsvæðisstjóri sama starfsár. Tómas Sveinsson fráfarandi umdæmisstjóri kom næstur á dagskrá og sagði frá því helsta sem er að gerast í umdæmisstjórn og afhenti að loknu erindi viðurkenningar og afmælisgjafir frá sínu starfsári en afmæli áttu Jörfi 45 ára,  Höfði 30 ára og Esja 50 ára. Geysir fékk síðan viðurkenningu sem fyrirmyndarklúbbur KI starfsárið 2019-2020.
Að þessu loknu var tekið matarhlé. Að því loknu kom Haraldur Finnsson fyrstur i pontu og sagði frá stöðu og framkvæmd Hjálmaverkefnis en þar er allt í góðum gír undir dyggri stjórn Ólafs og hjálmanefndar.
Síðasti liður var önnur mál og tóku nokkurir fundarmenn til máls og að þeirri umræðu lokinni sleit Konný Hjartardóttir góðum fundi og óskaði öllum góðrar heimferðar.
Ég vil koma á framfæri þakklæti fyrir mig og góðar móttökur, gaman að hitta fólkið sitt og sjá hvað starfið er gott þrátt fyrir heimsfaraldurinn, maður getur verið stoltur Kiwanisfélagi eins og ávalt.

TS.