Svæðisráðstefna í Óðinssvæði !

Svæðisráðstefna í Óðinssvæði !


S.l laugardag 8 maí var haldin svæðisráðstefna í Óðinssvæði, en þetta var seinni hluti síðustu svæðisráðstefnu starfsársins en fyrri hlutinn með skýrslum og öðrum formlegheitum fór fram 17 apríl. Sigurlaug Vordís svæðisstjóri setti fundinn kl 12:00 og óskaði eftir kynningu fundarmanna, en takmarka varð fjölda frá klúbbum vegna fjöldatakmarkana Sóttvarnaryfirvalda en bara var leyfi fyrir 20 fulltrúum. Að lokini kynningu var tekið matarhlé þar sem félagar úr Skildi framreiddu frábæra súpu með brauði, síldarréttum og fleira góðgæti. Fundurinn byggðist síðan upp á hópavinnu til að ræða framtíð Kiwanis og hvað mætti gera betur í svæðinu og á öðrum stöðum. Skipt var í 5 hópa og rædd mismunandi atriði og skópust góðar umræður um málefnin og margar góðar hugmyndir komu upp á 

yfirborðið, og var allt fært til bókar til nánari skoðunar Svæðisstjórnar. Meðal annara mála var framkvæmdaráætlun vegna útfærslu á handbók, kosning kjör kjör svæðisstjóra og hlaut Kristinn Örn Jónsson embættið, og einnig var kosið um meðstjórnanda svæðisstjórnar.
Gestir fundarins frá Umdæminu voru þeir Tómas Sveinsson f.f Umdæmisstjóri og Pétur Jökull Hákonarson Kjörumdæmisstjóri, Tómas kom í pontu og sagði frá því helsta sem væri að gerast í Umdæmisstjórn og í lok erindis kallaði Tómas upp fulltrúa eftirfarandi klúbba til að veita þeim viðurkenningu sem fyrirmyndarklúbbar Kiwanis International starfsárið 2019-2020 og var veitt merki á klúbbfána, og barmmerki til forseta og ritara.
Klúbbarnir í Óðinssvæði sem hlutu þessa viðurkenningu voru : Kaldbakur, Skjálfandi, Herðubreið, Grímur og Skjöldur. Því næst kallaði Tómas,  Jóhannes Steingrímsson svæðisstjóri 2019-2020 upp og hlaut Jóhannes viðurkenningu fyrirmyndar svæðisstjóra síns starfsárs.
Undir liðunum önnur mál voru góðar umræður um sumarhátíð o.fl. Undirritaður og Pétur Jökull vorum mættir um kvöldmatarleytið á föstudag til Siglufjarðar og var okkur boðið að mæta á aðalfund Skjaldar sem við sátum og borðuðum frábæran mat frá kokkum klúbbsins og áttum ánægjulegan fund með Skaldarfélögum, og viljum við koma á framfæri miklu þakklæti fyrir frábæra móttökur á fundinum, og félögum í Óðinssvæði fyrir frábæra Svæðistáðstefnu og ánægulegar samverustundir á Siglufirði.

Tómas Sveinsson.

FLEIRI MYNDIR HÉR