Aðalfundur Búrfells !

Aðalfundur Búrfells !


Búrfellsfélagar héldu sinn aðalfund miðvikudaginn 19 maí, og var fundurinn haldinn á Veitingahúsinu Eldhúsið á Selfossi. Góð mæting var á fundinn eða 100% og er þetta áttundi fundur starfsársins sem 100% mæting skilar sér í hús. Guðjón forseti setti fundinn og fram fóru hefðbundin aðalfundarstörf með kynningu nýrrar stjórnar og einnig voru útgáfumál rædd en í farvatninu er útgáfa á efni því sem Hjörtur Þórarinnsson hagyrðingur með meiru er búinn að setja saman á 

 sínum langa ferli í Kiwanishreyfingunni. Gestur fundarins var Tómas Sveinsson f.v Umdæmisstjóri en klúbburinn færði Tómasi veglega afmælisgjöf en hann varð 65 ára þennann dag. Þetta var góður fundur, miklar og góðar veitingar, frábær matur og skemmtilegheit.

TS