Fjölskylduhátíð Ós !

Fjölskylduhátíð Ós !


Fjölskylduhátíð Ós á Höfn var haldin á Þjóðhátíðardeginum 17 júní að Borgum í Nesjum í ágætis veðri miðað við það sem á undan er gengið. Mæting var þokkaleg en eins og gefur að skilja er mikið um að vera á Þjóðhátíðardegi okkar íslendinga. Forseti Ós Jón Áki sá um að grilla ofan í mannskapinn og fórst kappanum það vel úr hendi og var matseðilinn að hætti barna og fullorðna. Sigurður Einar og frú sáum um undirbúning en Borgir eru æskuheimili Hjördísar. Stefán Brandur sá um að

halda börnum og fullorðnum við efnið með leikja dagskrá og var vel tekið á því í leikjunum og vegleg verðlaun í boði fyrir sigurvegara.
Hápunktur dagsins var að mati undirritaðs   inntaka félaga en Fv. Umdæmisstjóri Tómas Sveinsson sá um að taka inn Hannes Halldórsson í Kiwanisklúbbinn Ós, ungur og efnilegur félagi þar á ferð, en það átti að taka inn einn til viðbótar en sá átti ekki heimagegnt og verður hann tekinn inn síðar, en það voru þeir Jón Áki og Sigurður Einar sem aðstoðuðu við inntöku Hannesar.
Ég undirritaður vill þakka Ós félögum fyrir frábærar móttökur og ánægjulegar stundir á Höfn.

Tómas Sveinsson.

FLEIRI MYNDIR HÉR