Frá Umdæmisstjóra 2022-2023 !

Frá Umdæmisstjóra 2022-2023 !


Senn fer að líða að því að því, að Kiwanishreyfingin um heim allan hefji nýtt starfsár – að nýtt Kwianisár hefji göngu sína. Þessum tímamótum fylgja alltaf breytingar, að nýtt fók taki við hinum ýmsu embættum. Þó svo að starf hreyfingarinnar sé verulega mótað af áratuga starfi, venjum og lögum þá er aldrei svo að með nýju fólki fylgja nýjir siðir.
Kjörorð umdæmisstjórnar 2022-2023 er:

Samtal – samvinna
Sterkara Kiwanis - frá orðum til athafna

Samtal og samvinna vísar í það að við

eigum vera dugleg/duglegri að aðstoða hvert annað í þeim embættum og/eða verkum sem tökum að okkur hvort sem er í klúbbum, svæðum eða umdæminu..Hikum ekki við að leita til þess aðila með aðstoð sem okkur finnst vera fremri en við á hvaða sviði sem er. Með samvinnu og samtali fáum við sterkara Kiwanissamfélag.
Starf verðandi umdæmisstjórnar verður að verulegu leiti með svipuðum hætti og á liðnum árum en á nokkrum sviðum með breyttum hætti. Ný fjölgunarnefnd sem skipuð er fulltrúa úr hverju svæði, fundaði á umdæmisþingi og hefur óskað eftur fjölgunafulltrúa ur hverjum klúbbi. Er nefndin að vinna að aðgerðaáætlum sem hún hyggst vinna eftir. Rafrænar Kiwanisfréttir höfum við hug á að senda út annað hvern mánuð með fréttum frá klúbbum og ýmsum fróðleik. Einnig höfum við falið fræðslunefnd að halda áfram að koma meira af fræðsluefni fyrir félaga á netið. Það gæti t.d. verið vistað undir nafninu Kiwanisskólinn á netinu. Heimasíðan er barn síns tíma og er það markmið okkar að ný heimasíða verði opnuð á umdæmisþingi í Reykjanesbæ í september nk.
Góðir Kiwanisfélagar ég lýk þessum orðum mínum með þeirri ósk að komandi starfsár megi einkennast af því mikla, góða og jakvæða starfi sem unnið hefur verið inn Kiwanishreyfingarinnar hingað til og hlakka til samstarf við ykkur á nýju Kiwanisári. Ég vil þakka Pétri Jökli og hans stjórn mjög gott samstarf á liðnu Kiwanisári.

 

Jóhanna M Einarsdóttir
umdæmisstjóri