Gjöld fyrir starfsárið 2022 – 2023

Gjöld fyrir starfsárið 2022 – 2023


1.     Með samþykkt fjárhagsáætlunar Kiwanisumdæmisins  á umdæmisþingi 9. september sl. eru gjöld til íslenska umdæmisins kr. 14.300.- fyrir hvern félaga og vegna Kiwanisfrétta kr. 800.-.
2.     Erlendu gjöldin: Kiwanisumdæmið mun innheimta erlendu gjöldin til KI og KI-E sem er  ca.  kr. 8.400 pr félaga.  Gjalddagi erlendra gjalda er 1. desember 2022 og eindagi 3. janúar 2023. Miðað er við félagafjölda í gagnagrunni Kiwanis 30. september 2022.
3.     Þinggjöld eru ákveðin af 

fjárhagsnefnd sem ákveður þau eftir tillögu frá þingnefnd.  Munu þau ekki liggja fyrir fyrr en vorið 2023.  Þinggjöld á síðasta starfsári voru kr. 6.000.-
4.     Þinggjöld eru á gjalddaga tveimur mánuðum fyrir setningu umdæmisþings 2023 eða 15. júli 2023.  Miðað er við félagafjölda í gagnagrunni Kiwanis 31. desember 2022.
5.     Innheimta:  Greiðsluseðlar eru sendir til allra klúbba fyrir  gjöldum og krafa stofnast í heimabanka.
 
Upplýsingar
Allar upplýsingar veitir umdæmisféhirðir 2022-2023 Benedikt Kristjánsson í síma 899-1804 eða netfangið umdaemisfehirdir@kiwanis.is 
Ábendingar
Mikilvægt er að vanda til verka við gerð fjárhagsáætlunar.  Færið bókhaldið relulega, ekki ætla að gera það tveimur vikum áður en á að leggja fram ársreikning.  Fáið aðstoð við að færa bókhaldið ef þið eruð óvön,  góð regla er að það sé féhirðir og bókari í klúbbi.  Ekki er heimilt að blanda saman félagasjóði og styrktarsjóði.

PRENTVÆN ÚTGÁFA