Stjórnarskipti Höfða !

Stjórnarskipti Höfða !


Stjórnarskipti Kiwanisklúbbsins Höfða fóru fram helgina 1.-2. október 2022 á Landhótel í Landssveit þar sem dagurinn hófust með því að Sigurður Svavarsson, forseti klúbbsins tók á móti félögum og gestum að Hellum í Rangárþingi, Landsveit kl.13:00, þar sem Jóhanna Hlöðversdóttir bóndi á bænum bauð okkur velkominn og upplýsti okkur um staðin ásamt leiðsögn og fræðslu um hellanna sem endaði að lokum á hlaðborði meðlætis og veitinga. Eftir hellaskoðun var farið að Landhótel þar sem félagar og gestir skráðu sig inn og fullnýttu sér þjónustu bars, sauna og annarrar afþreyingar hótels, áður enn stjórnarskipti hófust. Stjórnarskipti hófust síðan í Búrfells-sal hótels, þar sem Sigurður Svavarsson, forseti klúbbsins tók á móti gestum með fordrykk og setningu stjórnarskipta. Eftir fordrykk og setningu í Búrfells-sal var haldið til

 veislusalar þar sem borðhald hófst með forrétt og síðan aðalrétt. Eftir að veislugestir luku við gómsætan forrétt og aðalrétt voru stjórnarskipti framhaldin í Búrfells-sal, þar sem eftirréttur var borin fram og formleg stjórnarskipti hófust með því að Sigurður, forseti Höfða las upp samantekt úr árskýrslu sinni og í framhaldi kom skýrsla móttökunefndar um fyrirhugaða hundraðshöfðingja klúbbsins. Guðmundur Stefán Sigmundsson, formaður móttökunefndar tilkynnti að engir félaga hafi verið nærri fullkominni mætingu og því engar úthlutanir á mætinga viðurkenningum fyrir fullkomna mætingu þetta starfsárið. Því næst upplýsti Sigurður, forseti klúbbsins um val á „Félagi ársins“ 2021-2022, sem í þetta sinn var félagi okkar Gestur Halldórsson, viðtakandi forseti klúbbsins, og var honum afhentur farandbikar því til staðfestingar. Gestur þakkaði innilega fyrir sig og þann heiður sem honum er sýndur með þessari útnefningu, því næst var komið að úthlutun viðurkenninga. Sigurður Svavarsson forseti, kallaði upp til sýn Guðmund Stefán Sigmundsson og Steindór Geir Steindórsson til að taka á móti viðurkenningum sínum, sem var Gullstjarna styrktarsjóðs Kiwanisumdæmisins fyrir góð og farsæl störf í þágu klúbbsins og hreyfingarinnar, sem þeir þökkuðu innilega fyrir og þann heiður sem þeim hafi verið sýndur. Eftir úthlutun viðurkenninga kom að stjórnarskiptum sem félagi okkar Jakob Marínósson, fyrrum svæðisstjóri framkvæmdi, með hjálp og stuðning Valgarðs Zophaníassonar félaga okkar. Upp var kölluð fráfarandi stjórn klúbbsins starfsársins 2021-2022, sem þökkuð var fyrir góð og farsælt starf í þágu klúbbsins og hreyfingarinnar og að því búnu skrýddir merkjum fráfarandi embætta því til staðfestingar, og að því loknu voru kallaðir upp viðtakandi stjórnarmeðlimir og settir inn í embætti sín, og skrýddir merkjum embætta sinna því til staðfestingar. Innsett stjórn Kiwanisklúbbsins Höfða, starfsárið 2022-2023 er, Gestur Halldórsson, forseti. Steindór Geir Steindórsson, kjörforseti. Sigurður Svavarsson, fráfarandi forseti. Brynjólfur Gíslason, féhirðir. Hjörleifur Már Jónsson, ritari og Reynir Áslaugsson og Sverrir Ólafur Benónýsson, meðstjórnendur. Að lokinni innsetningu nýrrar stjórnar lét Sigurður Svavarsson forsetakeðjuna af hendi um háls nýinnsettan forseta klúbbsins Gest Halldórssonar, og þakkaði Jakob Marínóssyni og Valgarð fyrir framkvæmd stjórnarskipta. Í lok stjórnarskipta var Erla Eyjólfsdóttir fráfarandi forseta frú, kölluð upp og þökkuð fyrir afnot af Sigurði fráfarandi forseta klúbbsins og afhent þakklætis gjöf úr hendi Mörtu Lunddal Friðriksdóttur forseta frúar, fyrir hönd klúbbsins. Að áliðnu kvöldi þakkaði ný innsettur forseti klúbbsins félögum og gestum fyrir frábært kvöld og sleit stjórnarskiptum og óskaði gestum góðrar samveru og skemmtunar sem eftir lifði kvölds. Líf er nú að komast í starf klúbbsins eftir Covid og sumarfrí og ýmislegt á döfinni, svo má ekki gleyma heldrimanna/félaga kaffinu, fimmtudags morgna, þar sem rætt er um landsins gagn og nauðsynjar. Alltaf mætt kl 09:00 í kaffi og meðlæti í Árbæjarbakaríi í Árbæ sem hefur verið vinsælt hjá okkur. Gestur Halldórsson, forseti Höfða.