KIWANIS

  • Með hjálm á höfði

Fréttir

Nýr félagi í Bása !

  • 18.12.2014

Nýr félagi í Bása !

Á síðasta fundi Bása fyrir jól var tekinn inn nýr félagai í klúbbinn og er það félagi númer tuttugu, og þessi nýji félagi heitir Kristjana Sigurðardóttir og er hún eiginkona Gunnlaugs Gunnlaugssonar umdæmisstjóra, og bjóðum við hana formlega velkomna til liðs við hreyfinguna þó svo hún sé búin að vera lengi á kantinum.

Jólafundur Hraunborgar.

  • 13.12.2014

Jólafundur Hraunborgar.

Jólafundur Kiwanisklúbbsins Hraunborgar var haldinn hátíðlegur föstudaginn 5. desember í Kiwanishúsinu Helluhrauni með góðri dagskrá þar sem Símon Jón Jóhannsson ræddi um bækur sínar um draumráðningar, séra Jón Helgi Þórarinsson flutti hugvekju og heiðursgestir voru fulltrúar

Frá Emblu Akureyri.

  • 03.12.2014

Frá Emblu Akureyri.

Vetrarstarfið hófst með bjartsýni og mikilli gleði hjá okkur i Kíwanisklúbbnum Emblu á Akureyri. Um er að ræða hefðbundið klúbbastarf og þessa dagana er fjáröflunin okkar að fara i gang en það eru hefðbundnar jólaskreytingar sem við gerum og seljum góðum fyrirtækjum á Akureyri.  

Á haustmánuðum fréttum við af lítilli stúlku sem keyrt var á og við óhappið eyðilagðist hjólið hennar og hjálmurinn en hún slapp ómeidd.

Kiwanisklúbburinn Ós afhendir gjöf !

  • 24.11.2014

Kiwanisklúbburinn Ós afhendir gjöf !

Kiwanisklúbburinn ÓS  færði Heilbrigðisstofnun Suðausturlands HSSA góða gjöf á dögunum. Um er að ræða  3G sendi fyrir Lifepak hjartastuðtæki og er búnaðurinn staðsettur í sjúkrabíl HSSA á Höfn.

Með þessu tæki er hægt að senda rafrænt hjartalínurit  beint á sjúkrahús eða til vakthafand læknis til frekari aflestrar og má segja að tækið geti flýtt fyrir greiningu og meðferð sjúklinga auk þess að öryggi þeirra verði betra..

Fjölskyldufundur

  • 19.11.2014

Fjölskyldufundur

 Fjölskyldufundur Jörfa sem jafnframt var fundur númer 716 var haldinn 17 nóvember  í Kiwanissalnum að Bíldshöfða 12Þarna mættu 23 félagar og 34 gestir. Aðal ræðumaður kvöldsins var  Helena Gunnarsdóttir frá menntasviði Háskóla Íslands og ræddi  um: Starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun Um er að ræða námsleið við námsbraut í þroskaþjálfafræði og er námið einstaklingsmiðað starfstengt nám þar sem nemendur fá stuðning í bóklegu námi sem og á vettvangi. Námið er skipulagt í samræmi við yfirlýsta alþjóðlega stefnu hagsmunasamtaka fólks með þroskahömlun, mannréttindasáttmála sem og stefnu Háskóla Íslands. 

Nýjustu færslur

Svæðisráðstefna í Ægissvæði 14. feb 2015 klukkan 09:00


Svæðisráðstefna í Óðinssvæði 25. apríl 2015 klukkan 10:00


Svæðisráðstefna í Ægissvæði 09. maí 2015 klukkan 09:00


Sjá alla viðburði
Ræða Eyjólfs kiwanis 50 ára
Blog Message

Setning Umdæmisþings 2014 seinni hluti

Setning 44. umdæmisþings í Kópavogskirkju.
Blog Message

Setning Umdæmisþings 2014 fyrri hluti

Setning þings í Kópavogskirkju
Blog Message

Kynningarmyndband þing 2015

Kynningarmyndband vegna þings í Eyjum 2015
Meira...