Fréttir

Reiðhjólahjálmar til sex ára barna

  • 28.04.2017

Reiðhjólahjálmar til sex ára barna

Kiwanishreyfingin á Íslandi og Eimskipafélag Íslands standa þessa dagana fyrir dreifingu á reiðhjólahjálmum til allra sex ára barna sem eru nú að ljúka fyrsta bekk í grunnskóla. Þetta farsæla samstarf hefur verið frá árinu 2004 og lætur nærri að Eimskip og Kiwanis hafi fært um 60 þúsund börnum hjálma frá þeim tíma. Þessi gjöf hefur í gegnum 

SVÆÐISSTJÓRI ÓÐINSSVÆÐIS GJÖRIR KUNNUGT

  • 26.04.2017

SVÆÐISSTJÓRI ÓÐINSSVÆÐIS GJÖRIR KUNNUGT

Félagskonur í Kiwanisklúbbnum Emblum á Akureyri hafa tekið þá ákvörðun að leggja klúbbinn niður. Þær munu starfa með eðlilegum hætti og klára starfsár klúbbsins. Klúbburinn verður í byrjun næsta starfsárs lagður niður. 
Emblu konur óska Kiwanishreyfingunni gæfu og velfarnaðar í framtíðinni.

Húsavík, 25.4.17
Júlía Bergrós Björnsdóttir, forseti Embla.
Benedikt Kristjánsson, svæðisstjóri.
Haukur Sveinbjörnsson, umdæmisstjóri

 

Andlát.

  • 25.04.2017

Andlát.

Laugardaginn 22.april 2017 lést Þorsteinn Kolbeins.     Hann var einn af okkar elstu og
öflugustu  félögum í Kiwanisklúbbnum Eldey Kópavogi.   Hafði hann verið að glíma við 
mikil veikindi um tíma.  Hans verður sárt saknað af okkur Eldeyjarfélögum.    
Sendum við konu hans og fjölskyldu okkar ynnilegustu samúðarkveðjur.
Eldeyjarfélagar

 

Hjálmaafhending Myndasafn.

  • 23.04.2017

Hjálmaafhending Myndasafn.

Að frumkvæði Ólafs Jónssonar er komið nýtt myndasafn sem er frá hjálmaafhendingu um land allt en Ólafur hefur lagt að svæðisstjórum og fulltrúum í hjálmanefnd að biðja alla kúbba sem afhenda hjálma á þessu vori að taka sem mest af myndum.
Einnig hefur hann beðið þá um að senda myndirnar á vefstjóra á tomas@kiwanis.is   og biðlað til þeirra skóla er við sendum hjálma beint að senda  myndir sem

Umdæmisstjórnarfundur 22 apríl 2017

  • 22.04.2017

Umdæmisstjórnarfundur 22 apríl 2017

Haukur umdæmisstjóri setti fund kl 10.05 og bað fundarmenn um að kynna sig, að því loknu fór umdæmisstjóri yfir sína skýrslu , og sagði m.a frá veitingu styrkja vegna afraksturs landssöfnunar K-dags og þá miklu umfjöllun sem hreyfingin hefur fengið í framhaldi af þessari athöfn. Verið er að gara samstarfssamning við JC og er málið í höndum framkvæmdaráðs og stendur til að undirrita hann á þinginu í haust. Haukur fór yfir heimsókir og annað sem á daga hanns hafa drifið í Kiwanisstarfinu. Pieta samtökin hafa áhuga á að gera samstarfssamning við hreyfinguna til kynningar á þessu samtökum fyrir almenningi. Haukur opnaði umræður um sína skýrslu, og í kjöfarið Tómas spurði um heimsókn Umdæmisstjórnarmanna í Helgafell, og bætti Haukur þeirri ferðasögu við, og skýrði Haukur frá góðum fundi sem Umdæmisstjórnarmenn áttu í Eyjum. Umdæmisritar kom næstur í pontu með sína skýrslu, Sigurður fór yfir stöðu félaga 1 mars og erum við með einn í plús. Sigurður útskýrði þetta á 

Eldri fréttir

Nýjustu færslur

Umdæmisþing á Akureyri 22. sept 2017 klukkan 10:00


Sjá alla viðburði
Ræða Eyjólfs kiwanis 50 ára
gyda-haraldsdottir.mp3