Hjálpum börnum heimsins !

 

 

Fréttir

Frá umdæmisritara.

  • 26.11.2015

Frá umdæmisritara.

Skýrsluskil með nýja forminu hafa gengið betur en ég þorði að vona, 18 klúbbar hafa skilað skýrslum sínum á netinu. Það tekur tíma að breyta kerfi sem verið hefur við líða í langan tíma. Kiwanis International ákvað að breyta forminu sem við Konráð kynntum á umdæmisþinginu og þurftum við því að breyta öllu fræðsluefninu sem við vorum búin að útbúa fyrir ritara. Á þessu nýja formi eru ekki eins miklar upplýsingar eins og áður var t.d. eru hvorki stjórnarfundir né svæðisráðsfundir skráðir. 

Í samráði við umdæmisstjóra hef ég ákveðið að vera á skrifstofu umdæmisins að

Svæðisráðstefna í Sögusvæði

  • 24.11.2015

Svæðisráðstefna í Sögusvæði

Svæðisráðstefna í Sögusvæði var haldin á Kirkjubæjarklaustri sl. laugardag 21 nóvember. Menn fjölmenntu austur og líka vestur í blíðskapaveðri og voru mættir embættismenn frá öllum klúbbum, og einnig var kjörumdæmisstjóri Haukur Sveinbjörnsson mættur í heimsókn í sitt svæði. Svæðisstjóri Tómas Sveinsson setti fund kl 13.00 og fór lauslega yfir sína skýrslu og því starfi sem hefur verið á döfinni frá því hann tók við embætti, og einnig því helsta sem fram kom á umdæmisstjórnarfundi um síðustu helgi. Flestir klúbbar skiluðu skýrslum rafrænt og var forsetum boðið að flytja úrsrátt úr sýnum skýrslum og þei  að lesa sýnar skýrslur sem ekki skiluðu rafrænt, og síðan var opnað fyrir umræður sem urðu nokkurar. Haukur ávarpaði fundinn og  sagði

Jólabjórsmakk- fundur.

  • 17.11.2015

Jólabjórsmökkunlarfundur var haldinn föstudaginn 13 nóvember og var þetta almennur fundur með fyrirlestir, en aðalgestur kvöldsins var f.v forseti klúbbsinni og yrirbruggari Brothers Brewery Jóhann Ólafur Guðmundsson þar sem hann sagði frá tilraunum nokkurra vina til að brugga bjór og reyna að koma honum á markað.  Fór hann yfir helstu atriði bruggunar bjórs, gerðir þeirra og ekki síður fjallaði hann um hinar ýmsu tegundir jólabjórsins en við smökkuð um á fimm slíkum, og fóru þeir eðlilega misvel í menn eftir tegund en allir fundu sér eitthvað við hæfi. Í lokin var svo valinn besti jólabjórinn að mati félaga, en ég hef ekki enn heyrt í neinum sem man niðurstöðuna! enda hún kannski ekki aðalatriðið heldur meira til gamans gert.  Góður fundur og held ég að maður halli ekki á neinn þegar maður segir að Helgafell er í algjörum sérflokki í því að gera fundi og starfið skemmtilegt en þessi stefna hefur lengi verið í hávegum höfð hjá okkur og það er nausynlegt að fá fleiri klúbba til að taka upp slíka fundi, en margur nýr félaginn hefur komið inn í klúbbinn eftir að hafa mætt sem gestur á þessa almennu fundi okkar.

Umdæmisstjórnarfundur 14 nóv. 2015

  • 16.11.2015

Umdæmisstjórnarfundur 14 nóv. 2015

Umdæmisstjóri Gunnsteinn Björnsson setti fund stundvíslega kl.10.00 og sagði frá því að hann hefði sent samúðarkveðjur frá okkur til umdæmisstjóra í Frakklandi vegna voðarverkana sem þar hafa verið framin. Gunnsteinn fór síðan yfir sína skýrslu og hvað hefði á daga hanns drifið síðan hann tók við embætti í Vestmannaeyjum í september og síðan voru opnaðar umræðum um skýrslurnar sem nú munu birtast á innraneti kiwanis.is sem verður tekið í notkun nú í vikunni. Nokkurar umræður urðu um skýrslur sem höfðu borist rafrænt fyrir fundinn. Ragnar Örn kom í pontu í næsta lið og fór yfir starf Kynningar- og markaðsenfndar sem er að leggja úr vör með mikið og spennandi starf sem framundan er og mun Ragnar koma á Svæðisráðstefnur og kynna nefndina og væntanlegar

Kynning frá ferðanefnd !

  • 07.11.2015

Kynning frá ferðanefnd !

Umdæmisstjórn tók ákvörðun að stofna til ferðanefndar til að skipuleggja ferð á Evrópuþingið í Austurríki í sumarbyrjun 2016. Voru gömlu reynsluboltarnir Diðrik Haraldsson og Björn Baldursson fengnir til að skipa nefndina og núna strax er komin ferðatilhögun frá þeim félögum
og má sá afraksturinn hér að neðan.