KIWANIS

Hjálpum börnum heimsins !

Fréttir

Stjórnarskipti í Jörfa og nýr félagi.

  • 07.10.2015

Stjórnarskipti í Jörfa og nýr félagi.

Laugardaginn 3.okt.2015 var stjórnarskiptafundur í Jörfa.Fundurinn var haldinn í Háteigi á Grand Hótel. Hófst hann með fordrykk og borðhaldi. Hafsteinn Sigmundsson var fundarstjóri. Að venju voru veittar viðurkenningar. Þeir heiðursmenn  Haraldur, Jón Jakob, Friðjón og Baldur fengu viðurkenningu fyrir 100% mætingu. Fyrirmyndarfélagi var útnefndur  fyrir valinu að þessu sinni var Pétur Sveinsson. Friðrik E.Hafberg var sæmdur gullstjörnu fyrir frábær störfí þágu klúbbsins. Tekinn var inn nýr félagi í Jörfa Ólafur Einarsson og sá Haraldur B.Finnson um þá athöfn .  Forseti Friðjón Hallgrímsson fór yfir liðið starfsár. Svæðisstjóri Ólafur Sveinsson setti menn síðan í embætti með aðstoð Haraldar B.Finnssonar og Hafsteins Elíassonar.

Stjórnarskipti hjá Helgafelli

  • 06.10.2015

Stjórnarskipti í Helgafelli fóru fram s.l laugardagskvöld í Kiwanishúsinu við Strandveg. Þetta var glæsilegt kvöld í alla staði sem hófst á því að Jóhann Ólafur Guðmundsson forseti setti fund og hélt smá tölu, og afhenti síðan fundarstjórn til fráfarandi forseta Ragnars Ragnarssonar sem var veislustjóri kvöldsins, Ragnar sagði nokkura lauflétta brandara og kynnti síðan matseðil kvöldsins, en það var Einsi Kaldi og hanns fólk sem sá um veisluna, en borinn var fram glæsilegur þriggja rétta matseðill. Að loknu borðhaldi var komið að stjórnarskiptum og sá Helgafellsfélaginn Tómas Sveinsson Svæðisstjóri Sögusvæðis um athöfnina. Nýja stjórn Helgafells skipa: Forseti: Kári Hrafnkelsson Fráfarandi forseti: Jóhann Ólafur Guðmundsson Kjörforseti: Andrés Sigurðsson Féhirðið: Lúðvík Jóhannesson Ritari: Hafsteinn Gunnarsson Gjaldkeri: Jón Örvar van der Linden Erlendur ritari: Jónatan Guðni Jónsson Að loknum stjórnarskiptum bað Jóhann Ólafur fráfarandi forseti um orðið en tilefnið var að gera Jóhann Ólafsson að heiðursfélaga í Helgafelli. Jóhann er mikill og virkur Kiwanisfélagi og er hann vel að þessu kominn kappinn sá. Að venju flutti nýkjörinn forseti ávarp Kári Hrafnkelsson og fór yfir dagskrá og áherslur starfsársin, og er greinilega spennandi starfsár framunda hjá okkur Helgafellsfélögum. Tvö tónlistaratriði voru á dagskrá fyrst komu þau Hannes og Sunna og fluttu nokkur lög við góðar undirtektir. Síðan ksteig  nýstofnaður Karlakór Vestmannaeyja á stokk og fluttu veislugestum nokkur lög, og var vel tekið á móti þessum snillingum og vonandi á kórinn góða og bjarta framtíð í sínu starfi. Forseti Kári Hrafnkelsson sleit fundi og áttu menn og konum ánægulega kvöldstund saman fram eftir nóttu. Myndband Hannes og Sunna Myndband Karlakór Vestmannaeyja

Aldrei jafnmargar viðurkenningar til eins klúbbs

  • 05.10.2015

Aldrei jafnmargar viðurkenningar til eins klúbbs

Félagar í Kiwanisklúbbnum Drangey komu heim drekkhlaðnir verðlaunum frá umdæmisþingi Kiwanishreyfingarinnar Ísland/Færeyjar sem haldið var í Vestmannaeyjum helgina 11.-13. september. Hið umfangsmikla verkefni sem klúbburinn stóð fyrir sl. ár, er félagar söfnuðu fyrir nýju speglunartæki á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki auk þess að bjóða upp á ristilskimun fyrir einstaklinga 55 ára ár hvert, hefur vakið verðskuldaða athygli.

Fyrimyndarfélagar, -klúbbarog -svæði á heimsvísu.

  • 02.10.2015

Fyrimyndarfélagar, -klúbbarog -svæði á heimsvísu.

Forsetar – Nýtum öll tækifæri til að viðurkenna félaga fyrir góð störf og sýnum að okkur er annt um klúbbinn okkar!

Í ljósi þess að 70% klúbba voru útnefndir Fyrirmyndar-klúbbar á síðasta umdæmisþingi, hljóta þeir að eiga góða möguleika á að hljóta útnefningu sem slíkir á alþjóðavísu skv. skilgreiningum heimsstjórnar!  Einnig geta klúbbforsetar fyllt út

Vetrarstarfið að hefjast í Skjálfanda

  • 29.09.2015

Vetrarstarfið að hefjast í Skjálfanda

Að loknu góðu sumri, sem þó hefði mátt vera betra veðurfarslega hér á svæðinu, er nýtt starfsár í klúbbnum að hefjast og taka á sig venjubundna mynd.