KIWANIS

Hjálpum börnum heimsins !

Fréttir

Frá heimsþingi 215

  • 21.07.2015

Frá heimsþingi 215

100. þing KI var haldið með pompi og prakt í Indanapolis í Indianaríki í júnílok. Þetta var jafnframt 100 ára afmælisþing hreyfingarinnar og hátíðabrigði því meiri heldur en á hefðbundnum þingum. Engu að síður voru fastir liðir eins og vanalega, setning, þing og lokaathöfn.

Til þings voru mættir 6-7 þúsund Kiwanisfélagar víðs vegar að úr heiminum. Með í tölunni eru um 1500 ungliðar sem héldu sín þing á sama tíma, þ.e. CKI, Key-Club og Action Club. Óneitanlega settu þessi ungmenni mikinn og öðruvísi svip á þingið!

Sumarhátíð Óðinssvæðis var haldin dagana 19 – 21 júní að Ártúnum við Grenivík.

  • 29.06.2015

Sumarhátíð Óðinssvæðis var haldin dagana 19 – 21 júní að Ártúnum við Grenivík.

Mæting var mjög góð og mun hafa verið á milli 90 og 100 mans á svæðinu á laugardeginum.

Fólk fór að tínast á svæðið uppúr hádegi á föstudeginum í brakandi sól og um 20° hita, örlítið kólnaði á laugardeginum þar sem þoka fyllti Eyjafjörðinn en í kringum útivistarsvæðið var þokulaust og sólin yljaði gestum.

Farið var í nokkra fjölskylduleiki eftir að hátíðin var formlega sett á

Fjölskylduferð Helgafells !

  • 22.06.2015

Um s.l helgi 19 til 21 júní var haldið í árlega útllegu okkar Helgafellsfélaga og að þessu sinni var dvalið í Ásgarði á Hvolsvelli, frábær staður og góð aðstaða til alls sem þarf í svona fjölskylduferð. Fólkið byrjaði að týnast á svæðið á föstudeginum en aðaldagurinn var að venju laugardagurinn og kom stærsti hluti hópsinns þá. Byrjað var á að grilla pylsur með öllu tilheyrandi í hádeginu þegar allir voru mættir á svæðið og þegar líða fór á daginn var haldið á tjaldsvæðið þar sem Íþróttakennarinn Gísli Magnússon sá um að stjórna leikjadagskrá fyrir börn og fullorðna og var mikið  líf og fjör á svæðinu. Um kvöldmatarleytið var síðan boðið upp á grill í boði klúbbsinns og var á boðstólum lambalæri og pylsur fyrir börnin  ásamt öllu meðlæti. Þarna áttum við ánægjulega kvöldstund saman langt fram á kvöld, við söng og skemmtilegheit. Það hefur skapast sú venja að grilla restina af pylsunum á sunnudeginum til að fá smá fyllingu áður en lagt er af stað sem og fólkið gerði eftir hádegið, sumir fóru beint heim til Eyja en aðrir héldu áfram til Reykjavíkur og bara áfram sínu ferðalagi, enda margir í sumarleyfi. Þessu ferð tókst í alla staði frábærlega og er strax komin tilhlökkun fyirr næsta ár, en búið er að panta í Ásgarði að ári.   Myndir má nálgast HÉR   Myndband má nálgast HÉR

Landsmót Kiwanis Úrslit !

  • 22.06.2015

Landsmót Kiwanis Úrslit !

Landsmót kiwanis í golfi var haldið á Þorlákshafnarvelli í blíðskaparveðri sunnudaginn 21 júní. Leikið var eftir punktakerfi fyrir Kiwanisfólk og gesti með fullri forgjöf en

ekki var hægt að vinna til verðlauna í bæði punkta og höggleik.

Úrslitin má síðan sjá hér að 

Evrópuþing Kiwanismanna var haldið í Luxemburg dagana 3-7 júni s.l.

  • 14.06.2015

Evrópuþing Kiwanismanna var haldið í Luxemburg dagana 3-7 júni s.l.

Fjöldi fólks mætti á svæðið og mikil og góð þátttaka í  þinginu sjálfu.

Vinsent Salamander  Evropuforseti setti það og benti á að um alla borg væru dúkkur sem væru eftir marga fræga listamenn í svipuðum stíl og dúkkur sem hafa verið gefnar í sjúkrabíla víða um lönd til styrktar stífkrampaverkefninu. Það kom í ljós að okkur hefur tekist að útrýma stífkrampa í nokkrum löndum, en betur má ef duga skal og heldur verkefnið áfram. Við höfum því miður ekki staðið okkur sem skyldi við söfnun í verkefnið og var okkur bent á það.