KIWANIS

Hjálpum börnum heimsins !

Fréttir

Umdæmisstjórnarfundur 16 maí 2015

  • 20.05.2015

Umdæmisstjórnarfundur 16 maí 2015

S.l laugardag 16 maí var haldinn umdæmisstjórnarfundur að Bíldshöfða 12 í Reykjavík, góður og gagnlegur fundur og margt var rætt. Umdæmisstjóri setti fund stundvíslega kl 10.00 og bauð fundarmenn velkomna, og hóf síðan máls sitt og rætti um það sem á hanns daga hafi drifið upp á síðkastið og þá sérstaklega Hjálmaverkefnið. Umdæmisstjóri bað síðan Svæðisstjórana að koma upp og fara með úrdrátt úr sínum skýrslum, og síðan embætismenn einn af öðrum. Síðan var opnað fyrir umræður um skýrslur sem urðu þó nokkurar. Konráð Konráðsson tengiliður við gagnagrunn kom næstur og kynnti nýja gagnagrunninn og skýrslugerð í gegnum hann sem verið er að taka í notkun. Fjárhagsnefnd kynnti fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2015 - 2016 og var síðan opnað fyrir umræður, og voru gerðar nokkurar athugasemdir, og að þessu loknu var gert matarhlé.

Loksins viðraði til afhendingu

  • 16.05.2015

Loksins viðraði til afhendingu

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi á Húsavík hélt sinn árlega hjálma- og hjóladag á miðvikudaginn (13.5.) í góðu vorveðri, en það er fyrsti góðviðrisdagurinn hér á svæðinu í langan tíma.

Ungmenni á Álaborgarleika

  • 12.05.2015

Ungmenni á Álaborgarleika

Skjálfandi styrkir ferð húsvískra ungmenna á Álaborgarleikana!

Dansleikur fyrir fatlaða.

  • 11.05.2015

Dansleikur fyrir fatlaða.

Kiwanisklúbbarnir í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi héldu sinn árlega styrktardansleik fyrir fatlaða einstaklinga í Safnaðarheimilin Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ sunnudaginn 10. maí og var  góð mæting , um 100 gestir ásamt 40 aðstoðarfólki sem skemmtu sér vel og það

Fræðsla í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði

  • 09.05.2015

Fræðsla í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði

Laugardaginn 9 maí kl 1300.

Ægissvæði, Freyjusvæði, Sögusvæði

 

Andrés Hjaltason formaður fræðslunefndar setti fræðslufundinn og bað fundarmenn um að kynna sig, og endaði kynningin á fræðslunefndinni sjálfri. Andrés fór yfir dagskrá fundarinns, og síðan var Umdæmisstjórn næsta starfsárs kynnt.

Gunnsteinn Björnsson verðandi Umdæmisstjóri ávarpaði næst fundinn og kynnti sýnar helstu áherslur og kjörorðið  “Horfðu upp ekki niður, horfðu fram ekki aftur”

Gunnsteinn sagði að enn yrði  fjölgun sett á oddinn þar sem við þurfum að fjölga upp í eitt þúsund 2016 sem væri hanns takmark. 

K-dagur verður settur aftur inn á næsta starfsári og mun