KIWANIS

  • Við byggjum !

Fréttir

Umdæmisstjórnafundur 28 febrúar 2015

  • 01.03.2015

Umdæmisstjórnafundur 28 febrúar 2015

Fundur var settur stundvíslega kl 10.00 og byrjað á kynningu fundarmanna. Umdæmisstjóri hóf síðan  fundinn og fór yfir það helsta í skýrslu sinni svo sem fjölgun, hjálmaverkefni málefni klúbba o.fl, og kom það fram í máli hanns að  21 til 24 apríl verður hjálmaafhending og er það í kringum sumardaginn fyrsta. Sigurgeir Aðalgeirsson formaður laganefndar vildi minna klúbbanna á klúbbalögin, og afgreiða það mál . Ástbjörn Eigilsson kom næstur í pontu og  þakkaði fyrir góðar skýrslur og talaði síðan um stífkrampaverkefnið, 75.6 miljón dollara er búið að safna og ljóst að verkefnið kemst í höfn og einnig kom fram í máli Ástbjörns að verkefninu hefur verið framlengt fram í desember n.k Eins og staðan er í dag erum við í 38 sæti í söfnunni. Ástbjörn sagði líka að betri sala væri á stjörnum fyrir styrktarsjóðinn og getur sjóðurinn látið gott af sér leiða á þinginu Vestmannaeyjum.

Málverk boðin upp til styrktar Pálma í Garðakoti

  • 28.02.2015

Málverk boðin upp til styrktar Pálma í Garðakoti

Eins og mörgum er kunnugt hefur Pálmi Ragnarsson bóndi í Garðakoti í Hjaltadal barist hatrammlega við illvígt krabbamein undangengin þrjú ár. Eftir langa bið og þrautagöngu tókst honum að afla samþykkis heilbrigðisyfirvalda til Proton-geislameðferðar í Munchen í Þýskalandi, í einu örfárra slíkra tækja í heiminum.

For­eldra­fé­lög ósátt við for­ræðis­hyggj­una

  • 20.02.2015

For­eldra­fé­lög ósátt við for­ræðis­hyggj­una

Öll for­eldra­fé­lög í grunn­skól­um í Breiðholti hafa sent sam­eig­in­lega áskor­un til borg­ar­yf­ir­valda um að end­ur­skoða nú­ver­andi af­stöðu til af­hend­inga gjafa til barna, gjafa sem snúa að ör­yggi, fræðslu og lýðheilsu þeirra, og til kynn­inga inn­an veggja grunn­skóla sem hafa sam­fé­lagsþátt­töku, for­varn­ir og fræðslu að mark­miði. Und­ir áskor­un­ina skrifa stjórn­ir for­eldra­fé­laga Öldu­sels­skóla, Selja­skóla, Fella­skóla, Breiðholts­skóla og Hóla­brekku­skóla. Í henni seg­ir að regl­urn­ar sem gildi í dag séu of strang­ar, þær komi niður á börn­un­um og leiði til mis­mun­un­ar og vinni gegn mark­miði fé­lag­anna um að styðja börn til auk­inna lífs­gæða.

„Við telj­um það full­kom­lega á færi skóla­stjórn­enda, í sam­vinnu við stjórn for­eldra­fé­lags viðkom­andi skóla, að meta og þekkja mun­inn á óæski­legri markaðssetn­ingu ann­ars veg­ar og mál­efn­um er varða ör­yggi og lýðheilsu hins veg­ar,“ seg­ir í áskor­un­inni.

Gellan 2015

  • 19.02.2015

Gellan 2015

Við hjá Kiwanisklúbbnum Ölver í Þorlákshöfn höldum upp á okkar árlegu Gellu þann 21.mars næst komandi.

Hvað er Gellan spyrja nú einhverjir, það er ekki kona í þetta sinn heldur er það árshátíð okkar Ölversmanna og að þessu sinni einnig afmælishátið þar sem klúbburinn varð 40 ára þann 15.nóvember.2014. Þar verður á boðstólnum fiskmeti og tilheyrandi meðlæti með því. Höfum við fengið til okkar matreiðslumanninn Böðvar Sigurvin Björnsson en hann starfar sem yfirmatreiðslumaður á veitingarstaðnum Lifandi Markaður.

Jörfafundur númer 722

  • 17.02.2015

Jörfafundur númer 722

 Fundurinn haldinn í Kiwanissalnum Bíldshöfða 12 mánudaginn 16. febrúar. Þetta var félagsmálafundur. Mætingin var góð nítján félagar mættu en átta félagar boðuðu forföll. Gestur fundarins var Ragnar Eggertsson svæðisstjóri Freyjusvæðis. Dagskráin var hefðbundin en meðal annars fór Hafsteinn Elíasson með sitt lífshlaup. Ragnar flutti fréttir frá Freyjusvæðinu. GHG

Nýjustu færslur

Svæðisráðstefna í Óðinssvæði 25. apríl 2015 klukkan 10:00


Svæðisráðstefna í Ægissvæði 09. maí 2015 klukkan 09:00


Svæðisráðsstefna í Freyjusvæði 09. maí 2015 klukkan 10:00


Sjá alla viðburði
Ræða Eyjólfs kiwanis 50 ára
Blog Message

Áherslur umdæmisstjóra 2015 - 2016

Áherslur Gunnsteins Björnssonar fyrir næsta starfsár.
Blog Message

Setning Umdæmisþings 2014 seinni hluti

Setning 44. umdæmisþings í Kópavogskirkju.
Blog Message

Setning Umdæmisþings 2014 fyrri hluti

Setning þings í Kópavogskirkju
Blog Message

Kynningarmyndband þing 2015

Kynningarmyndband vegna þings í Eyjum 2015
Meira...