KIWANIS

  • Við byggjum !

Fréttir

Pungagleði hjá Sólborgu !

  • 23.01.2015

Pungagleði hjá Sólborgu !

Sólborg tók forskot á Þorra í gær og var með Pungagleði á fundi í gær

Á þessum fundi eru makar boðnir með og allt í allt voru 38 á fundinum

19 félagar og 19 gestir þar af voru tvær konur sem hafa áhuga á að ganga til liðs við klúbbinn.

Þessi umdeildi hjálmur bjargaði lífi barns

  • 23.01.2015

Þessi umdeildi hjálmur bjargaði lífi barns

Mynd dagsins sýnir reiðhjólahjálm sem bjargaði lífi ungrar stúlku sem varð fyrir bifreið. Höfuð hennar varð undir vinstra framhjólinu. „Það skiptir engu máli hvað stóð á hjálminum en hann bjargaði lífi barnsins og það skiptir mestu máli.“
Þetta segir Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður í tæknideild hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu

Misskilin forræðishyggja gagnvart börnum!!!!!!!

  • 20.01.2015

Misskilin forræðishyggja gagnvart börnum!!!!!!!

Í framhaldi af umræður um gjafir til grunnskólabarna vegna ýmissa forvarnaverkefna sem eru í gangi í samfélaginu þá kemur í ljós yfirgengileg forræðishyggja stjórnvalda og enn og aftur er eins og ekki sé hægt að byggja upp samskipti af virðingu og skynsemi, það er orðið að venju að hoppa öfganna á milli. 

Stjórnvöld hafa ekki burði til að láta hlutinia ganga upp, rammi um skipulag og fjármál er alltaf of lítil til að málin gangi upp þarf að leita stuðning félagasamtaka og fyrirtækja. Hvar væri barnaspítali staddur ef ekki nyti við stuðningur Hringsins og fjölda félagasamtaka og fyrirtækja gefa árlega stórar gjafir til spítala og hjúkrunarstofnanna, Kiwanishreyfingin hefur stutt Geðvendarmál með fjárstuðningi og opinni umræðu um geðverndarmál og var einnig upphafsaðili að ferðaþjónustu fyrir fatlaða. Hér má einnig nefna Lions sem vinnur markvist að mannúðarmálum. Einstaklingar hafa einnig lyft Grettistaki í söfnun og minni ég hér á Bláa naglann sem dæmi.

Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu

  • 20.01.2015

Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu

Reykjavíkurborg hefur bannað Kiwanishreyfingunni að gefa börnum reiðhjólahjálma merktum Eimskipafélaginu. Merking hjálmanna stangast á við reglur borgarinnar sem kveða á um að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma séu á gjöfunum merkingar. Fyrrverandi stjórnarmaður í hjálmanefnd Kiwanis á Íslandi furðar sig á málinu.

Stefnumörkun Skjálfanda

  • 14.01.2015

Stefnumörkun Skjálfanda

Miðvikudaginn 14. janúar boðar forseti Skjálfanda til auka félagsmálafundar sem jafnframt er fyrsti formlegi fundurinn í klúbbnum á nýju ári.

Nýjustu færslur

Svæðisráðstefna í Ægissvæði 14. feb 2015 klukkan 09:00


Umdæmisstjórnarfundur í Reykjavík 28. feb 2015 klukkan 10:00


Svæðisráðstefna í Óðinssvæði 25. apríl 2015 klukkan 10:00


Sjá alla viðburði
Ræða Eyjólfs kiwanis 50 ára
Blog Message

Setning Umdæmisþings 2014 seinni hluti

Setning 44. umdæmisþings í Kópavogskirkju.
Blog Message

Setning Umdæmisþings 2014 fyrri hluti

Setning þings í Kópavogskirkju
Blog Message

Kynningarmyndband þing 2015

Kynningarmyndband vegna þings í Eyjum 2015
Meira...