KIWANIS

  • Hjálpum börnum heimsins !

Fréttir

Gagnagrunnur og skýrsluskil !

  • 18.04.2015

Gagnagrunnur og skýrsluskil !

Unnið er að því á vegum umdæmisstjórnar að taka nýjan gagnagrunn í notkun.   Þessi gagnagrunnur býður upp á marga  möguleika sem við  ætlum við að nýta okkur.  Mánaðarskýrslur sem ritarar hafa skilað til svæðisstjóra og umdæmisritara fyrir 10. hvers mánaðar verða aflagðar en þess í stað verða mánaðarskýrslur unnar í þessum nýja gagnagrunni.  Verið er að vinna að þessari mánaðarskýrslu í samstarfi við Kiwanis International og vonumst við til að endanlegt íslenskt útlit liggi fyrir í sumar.  Í fræðslu á komandi vikum munum við kynna þessa nýju  skýrslu en vekjum

Afhending reiðhjólahjálma

  • 17.04.2015

Afhending reiðhjólahjálma

Nú er hafin afhending reiðhjólahjálma, sem Kiwanishreyfingin gefur öllum sex ára börnum á landinu  í samstarfi við Eimskip. Umdæmisstjóri Gunnlaugur Gunnlaugsson og umdæmisritari Kristján G. Jóhannsson fóru í dag (föstudag 17. apríl) í sex skóla í Reykjavík og afhentu hjálma. Gleði barnanna yfir því að fá reiðhjólahjálma, ljós og höfuðklúta leyndi sér ekki eins og sést á meðfylgjandi myndum.

Skemmtilegur og starfssamur félagsmálafundur í Skjálfanda

  • 17.04.2015

Skemmtilegur og starfssamur félagsmálafundur í Skjálfanda

Í vikunni var haldinn félagsmálafundur hjá Skjálfanda. Mæting var góð að venju, auk þess voru mættir tveir gestir sem þáðu boð um að kynna sér Kiwanis og vonandi líst þeim vel á öflugt starf í Skjálfanda og ganga til liðs við klúbbinn.

40 ÁRA AFMÆLISFAGNAÐUR JÖRFA

  • 16.04.2015

40 ÁRA AFMÆLISFAGNAÐUR JÖRFA

Jörfi 40 ára

Orðsending frá Fræðslunefnd !

  • 15.04.2015

Orðsending frá Fræðslunefnd !

Laugardaginn 25. apríl 2015 verður haldin fræðsla fyrir verðandi forseta og ritara í Óðinssvæði.  Fræðslan verður haldin á Siglufirði og hefst kl. 10:00.  Laugardaginn 9. maí verður fræðsla haldin í Hafnarfirði fyrir Sögusvæði, Freyjusvæði og Ægissvæði og hefst einnig kl. 10:00.  Fræðsla í Færeyjasvæði verður ákveðin síðar.

Nýjustu færslur

Svæðisráðstefna í Óðinssvæði 25. apríl 2015 klukkan 10:00


Svæðisráðstefna í Ægissvæði 09. maí 2015 klukkan 09:00


Svæðisráðsstefna í Freyjusvæði 09. maí 2015 klukkan 10:00


Sjá alla viðburði
Ræða Eyjólfs kiwanis 50 ára
gyda-haraldsdottir.mp3