KIWANIS

  • Með hjálm á höfði

Fréttir

Umdæmisstjórnarfundur

  • 15.11.2014

Umdæmisstjórnarfundur

Umdæmisstjórnarfundur var haldinn í dag laugardaginn 15 nóvember kl 10.00 í Kiwanissalnum að Bíldshöfða í Reykjavík.  Gunnlaugur umdæmisstjóri setti fund stundvíslega og bað fundarmenn um að kynna sig, og að því loknu hófust venjuleg fundarstörf. Vegna þess að allar skýrslur bárustu ekki í tíma var byrjað á því að stjórnarmenn fluttu úrdrátt úr sínum skýrslum áður en boðið var upp á umræður um skýrslur stjórnarmanna sem urðu þó nokkurar. Í skýrslum kom m.a fram að félagar í umdæminu eru um þessar mundir í kringum 893, rekstur umsæmissins er réttu megin við núllið og í Stífkrampaverkefni erum við búin að safna 150 þúsund dollurum og erum við aðeins í 36 sæti af umdæmum í heiminum, og verðum við aðeins að spíta í lófana.

Sonja fær nýjann hjálm !

  • 06.11.2014

Sonja fær nýjann hjálm !

Kiwanis á Akureyri gaf Sonju nýjan hjálm í stað þess sem skemmdist þegar keyrt var á litlu dömuna um daginn. Vel gert hjá Kiwanis Krakkar og fullorðnir...alltaf að nota hjálma þegar hjólað er. Það getur bjargað mannslífum.og takk fyrir.

Eldey styrkir sjúkraþjálfun LHS í Fossvogi

  • 02.11.2014

Eldey styrkir sjúkraþjálfun LHS í Fossvogi

Eldey hefur afhent sjúkraþjálfunardeild Landspítalans í Fossvogi peningaupphæð kr. 150.000, vegna kaupa á  Biotex göngubretti með sérstillingum sem henta vel til sjúkraþjálfunar.  

Ferðasaga Umdæmisstjóra Gunnlaugs Gunnlaugssonar.

  • 01.11.2014

Ferðasaga Umdæmisstjóra Gunnlaugs Gunnlaugssonar.

Kæru Kiwanisfélagar mig langar aðeins að segja frá því sem hefur drifið á daga mína eftir að ég tók við embættinu sem umdæmisstjóri.

Þann 10 september settumst við hjónin upp í bíl okkar á Ísafirði ,og var ferðinni heitið til Hafnarfjarðar þar sem Umdæmisþing skyldi haldið. Til Hótel Hafnarfjarðar var síðan  komið að kvöldi 10,september. Þegar við gengum inn á hótelið mættum við Mari-Jeanne Evropuforseta og eiginmanni hennar,   Mona Hurtig Umdæmisstjóra Norden og eiginmanni hennar og voru það fagnaðarfundir.  Við ræddum um að fara saman út að borða og að lokum var ákveðið að borða  á Víkingahótelinu,  og að sjálfsögðu var snæddur fiskur.

29. Villibráðahátíð Hraunborgar

  • 28.10.2014

29. Villibráðahátíð Hraunborgar

Kiwanisklúbburinn Hraunborg í Hafnarfirði heldur sína 29 Villibráðahátíð í Sjónarhóli Kaplakrika laugardaginn 1 nóvember. Að venju framkvæma Hraunborgarmenn þetta með miklum glæsibrag og verður einginn svikin af því að mæta til leiks í Kaplakrikann.
Meðfylgjandi er dagskrá, matseðill, vínlisti og málverkaskrá.

Nýjustu færslur

Svæðisráðstefna í Ægissvæði 14. feb 2015 klukkan 09:00


Svæðisráðstefna í Óðinssvæði 25. apríl 2015 klukkan 10:00


Svæðisráðstefna í Ægissvæði 09. maí 2015 klukkan 09:00


Sjá alla viðburði
Ræða Eyjólfs kiwanis 50 ára
Blog Message

Setning Umdæmisþings 2014 seinni hluti

Setning 44. umdæmisþings í Kópavogskirkju.
Blog Message

Setning Umdæmisþings 2014 fyrri hluti

Setning þings í Kópavogskirkju
Blog Message

Kynningarmyndband þing 2015

Kynningarmyndband vegna þings í Eyjum 2015
Meira...