Kiwanisklúbburinn Ós afhendir gjöf !

Kiwanisklúbburinn Ós afhendir gjöf !


Kiwanisklúbburinn ÓS  færði Heilbrigðisstofnun Suðausturlands HSSA góða gjöf á dögunum. Um er að ræða  3G sendi fyrir Lifepak hjartastuðtæki og er búnaðurinn staðsettur í sjúkrabíl HSSA á Höfn.

Með þessu tæki er hægt að senda rafrænt hjartalínurit  beint á sjúkrahús eða til vakthafand læknis til frekari aflestrar og má segja að tækið geti flýtt fyrir greiningu og meðferð sjúklinga auk þess að öryggi þeirra verði betra..

Þetta er  eitt af fjölmörgu tækjum sem Kiwanisklúbburinn Ós hefur getað gefið til HSSA gegnum tíðina.

 

Nú í desember er stærsta fjáröflun Kiwanisklúbbsins Óss sem er sala jólatrjáa og eru sýslubúar  hvattir til að vera duglegir að kaupa jólatré hjá Kiwanis svo styrktarsjóður Óss geti haldið áfram að koma að  góðum málefnum  í sveitarfélaginu  Hornafirði.