Svæðisráðstefna í Sögusvæði

Svæðisráðstefna í Sögusvæði


Í dag laugardaginn 21 mars var haldin svæðisráðstefna í Sögusvæði, en fundurinn var haldinn í húsnæði Ölvers í Þorlákshöfn. Góð mæting var á fundinn en hann sátu 18 manns, og á meðal gesta voru Gunnlaugur Umdæmisstjóri, Kristján Umdæmisritari og Ólafur Jónsson svæðisstjóri Óðinssvæðis. Fundurinn hófst á hefðbundinn hátt með því að fundarmenn kynntu sig og síðan var tekið til við dagskrá fundarinns sem hófst á því að lesin var fundagerð síðasta Svæðisráðsfundar sem var samþykkt að loknum lestri. Búið var að senda skýrslur rafrænt þannig að tekin var upp umræða um skýrslur sem urðu nokkurar . Gunnlaugur Umdæmisstjóri tók næstur til máls og fór yfir það helsta sem er að gerast í umdæminu um þessar mundir og það sem framundan er og að loknu máli Umdæmisstjóra var tekið kaffihlé.

Að loknu hléi voru kosningar um Svæðisstjóra og kjörsvæðisstjóra næsta starfsárs og verður Tómas Sveinsson frá Helgafelli Svæðisstjóri og Jóhann V. Sveinbjörnsson frá Búrfelli kjörsvæðisstjóri. Stifkrampaverkefnið var næst á dagskrá og staða þess í dag og eins var lauslega minnst á fjölgunarmálin sem ávalt eru í deiglunni.

Undir liðnum önnur mál talaði fyrstur Ágúst frá Búrfelli og fór aðeins í lagamálin og ákveðnar breytingar sem hafa legið honum á hjarta síðan hann var Svæðisstjóri og einnig sagði Ágúst frá sinni framtíðarsýn um fræðslu embættismanna. Umdæmisstjóri var ánægður með þessar hugmyndir Ágústar og var honum margfalt sammála. Tómas Sveinsson útskýrði hvers vegna fæðslu í svæðinu hefði verið frestað fram í maí, en þessi tími í mars hentar greinilega ekki í okkar svæði og eru sumar stjórnir ekki fullskipaðar enn. Stefán Jónsson frá Ós vill sjá meira af fræðslu á internetinu og var með ágætar hugmyndir í þeim efnum.

Ólafur Jónsson svæðisstjóri Óðinssvæðis var gestur hjá okkur og tók næstur til máls og sagði frá því sem er að gerast í hanns svæði fyrir norðan, Óðinssvæði en þar eru menn að gera góða hluti og starfið öflugt. Fleiri tóku til máls eins og Umdæmisritari Kristján Jóhannsson , Hilmar frá Búrfelli og Umdæmisstjóri. Í lok fundar afhenti Ólafur svæðisstjóri forsetum og gestum fána Ölvers vegna 40 ára afmælis en það verður haldið hátíðlegt í kvöld á hinni svokölluðu Gellu þeirra Ölversmanna og stefndi stór hluti fundarmanna á þann fagnað, en sumir áttu ekki heimagegnt og héldu heim á leið.

Þessi Svæðisráðsstefna tókst vel í alla staði skemmtilegar umræður,  þó svo að erfið mál komi upp á milli og held ég að allir hafi farið sáttir frá þessum fundi sem var slitið kl 16.45.

 

Tómas Sveinsson

 

Myndir má nálgast HÉR

 

Myndband má nálgast HÉR