US$100 milljónir í húsi

US$100 milljónir í húsi


Í ár fögnum við 100. afmælisárstíð Kiwanishreyfingarinnar og töfranna og kraftsins sem býr í tölunni 100. En í dag er talan ekki bara áminning um afturhvarf til fortíðar, heldur um stórt skref fram á við. Í dag hafa safnast meir en US$100 milljónir til Stífkrampaverkefnisins í reiðufé og stuðningsloforðum.  

Þetta þýðir að frá árinu 2010 hefur  Kiwanisfjölskyldan bjargað

og varðveitt meira en 55 milljónir lífa. Nú  vantar einungis  US$10 milljónir til að má US$110 milljóna fjáröflunarmarkmiði okkar. Margir héldu að það væri markmið byggt á sandi en raunin og samstilltur kraftur hreyfingarinnar er að leysa annað í ljós.

Fyrir 5 árum skuldbatt hreyfingin sig til ákveðins árangurs.  Núna erum við á barmi þess að breyta sögunni, enn og aftur!  Þegar það augnablik rennur upp ... hvernig ætlar þú þá að láta  minnast þín og klúbbsins þíns í Kiwanissögunni?  Hver er þinn hlutur í þessari stórkostlegu breytingu?

  Enn er nægur tími til þess að láta til sín taka  og vera hluti af breytingunni. Deilið þessum ánægjulegu fréttum með vinum og fjölskyldunni . Tökum svo höndum saman og klárum dæmið!  Látum okkar ekki eftir liggja.

[ÓG]