Fyrimyndarfélagar, -klúbbarog -svæði á heimsvísu.

Fyrimyndarfélagar, -klúbbarog -svæði á heimsvísu.


Forsetar – Nýtum öll tækifæri til að viðurkenna félaga fyrir góð störf og sýnum að okkur er annt um klúbbinn okkar!

Í ljósi þess að 70% klúbba voru útnefndir Fyrirmyndar-klúbbar á síðasta umdæmisþingi, hljóta þeir að eiga góða möguleika á að hljóta útnefningu sem slíkir á alþjóðavísu skv. skilgreiningum heimsstjórnar!  Einnig geta klúbbforsetar fyllt út

netskýrslu um einstaka félaga sem þeir telja að uppfylli alþjóðleg skilyrði um útnefningu sem Fyrirmyndarfélagi. Sama á við um útnefningu um Fyrirmyndarsvæði. Hverri samþykktri útnefningu fylgir bréf frá heimsforseta og fyrirmyndarmerki til viðkomandi.  Alltof oft gleyma klúbbar þessum viðurkenningum eða rakna við sér eftir að skilafrestur útnefninga er liðinn ( 15.10. v/félaga -  1.12. v/klúbba og svæða). Enn er þó tækifæri – nýtum það. 

Sjá nánar um skilyrðin hér;
http://www.kiwanis.org/kiwanisone/lead/distinguished-criteria#.Vg5MOPntlHw

Með bestu Kiwaniskveðjum
Óskar