Góðgerðargolfmót Eldeyjar

Góðgerðargolfmót Eldeyjar

  • 25.05.2010

Laugardaginn 5. júní 2010
mun Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópavogi standa fyrir góðgerðargolfmóti
á Vífilstaðavelli, sem er völlur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG). 
Þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið og eins og í fyrra mun allur ágóði af mótinu renna til Blátt áfram, sem eru sjálfstæð félagasamtök, en tilgangur samtakanna er að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi.
Leikið verður Texas scramble (tveir saman í liði) og ræst út af öllum teigum samtímis kl. 09:00
Fyrstu 6 sætin eru verðlaunasæti og fyrstu verðlaun eru 2 x 25.000 kr. vöruúttekt.

Keppt er um veglegan farandbikar sem gefinn er af Ísspor. Aðrir vinningar eru frá golfversluninni Erninum, Þrír Frakkar, Skinney-Þinganes, Símanum, ZO-ON, Hans Petersen, Eldingu hvalaskoðun, Hlöllabátum og fleirum.

Glæsileg nándarverðlaun frá Símanum á öllum par 3 holum ( 6 stk alls).

Veitingar úti á velli.

Góðgerðargolfmót Eldeyjar er opið mót en aðeins þeir sem eru með virka forgjöf geta unnið til verðlauna. Þátttökugjald er 5.000 kr. á mann.

Skráning á www.golf.is