Umdæmisstjórnarfundur

Umdæmisstjórnarfundur


Umdæmisstjórnarfundur var haldinn s.l laugardag 22 janúar í Kiwanishúsi Eldeyjar í Kópavogi. Umdæmisstjóri Óskar Guðjónsson setti fund kl 20.00 og byrjaði að flytja þau ánægjulegur tíðindi að búið væri að gera nýjan þriggja ára samning við Eimskip vegn hjálmaverkefnis og hefði verið skrifað undir á föstudagsmorgunin kl 11.00.
Dagskrá fundarinns var hefðbundin og byrjaði umdæmisstjóri að flytja sína skýrslu og fór yfir starfið frá síðasta fund iásamt nýju heimsverkefni o.fl.
Hjördís umdæmisritari var næst í pontu og flutti sína skýrslu og lýsti jafnframt yfir ánægju sinni með rafræna félagatalið á netinu og notkun þess. Atli umdæmisféhirðir skýrði frá stöðu mála og sagði m.a að hann hefði tekið við mjög góðu búi af umdæmisféhirði starfsárið 2009 – 2010.
Svæðisstjórar fluttu síðan sýnar skýrslur og er greinilegt að starfið er gott í hreyfingunni um þessar mundir og félögum er að fjölga. Í umræðum um skýrslur stjórnarmanna kom Ástbjörn Egilsson í pontu og síðan Ragnar Örn og sagði m.a að stefnumótun 2011-2015 yrði kár til umfjöllunar á næsta umdæmisstjórnarfundi í apríl n.k.  Í þessum umræðum kom m.a fram að það þyrfti að fara að safna sama gögnum hreyfingarinnar og skrifa sögu hennar og gott væri lesandi góður ef þú hefur einhver gögn í fórum þínum vinsamlegast hafið samband við umdæmisstjóra.
Sinawikkonur sáu um að gefa mannskapnum frábæra súpu ásamt brauði og áleggi í hádeginu og að loknu matarhléi var komið að skýrslum nefndarformann og m.a kynnt ný heimasíða. Þyrí ritsjóri Kiwanisfrétta sagði að brögð hefðu verið að því að menn hafa svikið hana með greinar í blaðið og bað menn um að taka sig á í þeim efnum. Gylfi Ingvarsson sagði frá gangi mála í K-dagsnefn og Stefán B Jónsson sagði frá gangi mála með næst þing á Höfn í haust. Guðmundur Oddgeir sagði frá framkvæmd hjálmaverkefnis og kynnti nýtt útlit á hjálmunum og m.a að nú væru þeir í tveimur litum, bleikir fyrir stúlkurnar og bláir fyrir drengina.
Björn Baldursson sagði frá ferðinn í sumar á heimsþing í Genf en kynning á þessari ferð er hér á heimasíðunni undir Ferðanefnd.
Undir liðnum önnur mál var aðein rætt um gagnagrunns- póstlista, Kiwanisfréttir og auglýsingatekjur og prentkostnað, þingblað o.fl, K-dag ,og  konur í Kiwanis.
Eftir þessar umræður þakkaði umdæmisstjóri góða fundasetu og sleit fundi.
 
Hér má sjá myndir frá fundinum