Fræðsla Embættismanna í Færeyjum !

Fræðsla Embættismanna í Færeyjum !


Fræðsla verðandi embættismanna í Færeyjum fór fram þann 6. apríl síðastliðinn í Kiwanishúsinu í Tórshavn. Tókst vel til en fræðslan fór fram á dönsku. Í framhaldinu var svæðisráðstefna Færeyjasvæðis sem Björn umdæmisstjóri, Guðlaugur kjörumdæmisstjóri og undirrituð sátu. Ég dvaldi í Tóra guesthouse þessa helgi í boði Sámal Bláhamar og Tórharda Bláhamar þar sem dekrað var við mann á alla kanta. Eiga þau miklar þakkir skildar fyrir gestrisnina. Þrátt fyrir

storm og rigningu var sól í sinni og keyrðu þau með mér út í Sandey á sunnudeginum þar sem við fengum okkur súpu og brauð á skemmtilegu kaffihúsi í Skálavík. 
Það er dýrmætt að vera hluti af Kiwanishreyfingunni þar sem maður, fyrir utan það að láta gott af sér leiða, kynnist fólki vítt og breitt og eignast góða Kiwanisvini sem er ómetanlegt. 
Fræðsla verðandi embættismanna á Íslandi verður skipulögð um leið og ljóst er hverjir verði næstu embættismenn klúbbanna og hvet ég alla klúbba til að skrá inn nýjar stjórnir um leið og þær eru ákveðnar þrátt fyrir að þær hafi ekki verið staðfestar á aðalfundi. Fræðslan er með öðru sniði í ár þar sem hún mun ekki fara fram á þinginu vegna fjarveru formannsins. 


Óska ég ykkur öllum gleðilegs sumars !
Emelía Dóra Formaður fræðslunefndar