Heimsforseti fundar hjá Mosfelli.

Heimsforseti fundar hjá Mosfelli.

  • 03.11.2008

Á fund sl. þriðjudag 28. okt komu góðir gestir á fund hjá  í Mosfelli.  Má þar fyrstan telja heimsforseta Kiwanis Donald R. Canaday, Matthías G. Pétursson umdæmistjóra og fleiri úr umdæmisstjórn.
Þegar tilkynnt var á umdæmisþinginu í vor að von væri á heimsforseta og hann vildi halda fund með Kiwanismönnum á Reykjavíkursvæðinu buðumst við Mosfellingar strax til að annast fundinn því við hefðum húsakynnin í Hlégarði sem varð svo úr eins og kemur fram hér fyrr á heimasíðunni.
Liðlega 50 Kiwanisfélagar sóttu fundinn og nutu ræðu Dons sem var aðalræðumaðurinn. Var gerður góður rómur að ræðu hans sem snerist um aðferð hans við að fá fólk til að stofna nýja Kiwanisklúbba.
Í lokin tók hann heit af þorra fundarmanna um að mæla með að minnsta kosti einum nýjum Kiwanisfélaga í vetur og fengu menn sérstakt Kiwanismerki  því til staðfestu úr hendi hans. Einnig fékk Don fána Mosfells úr hendi fráfarandi forseta Mosfells S. Pétri Baldvinssyni
Fylgja hér með nokkrar myndir frá fundinum á myndasíðu.