Ferðanefnd

Ferðanefnd

Ferðanefnd 2019 - 2020

 

Ferð á Evrópuþing Kiwanis

3. til 15. júní 2020

 

Ferðatilhögun
 
Miðvikudagur 3. júní.
Flogið með Icelandair til Brussel, flug FI 554 KL. 07:40 og komið til Brussel kl. 12:45. Mæting eins og alltaf ekki seinna en 2 tímum fyrir brottför. Þar býður eftir okkur rúta og Annelies Barentsen guide sem væntanlega verður með okkur í Belgíu. Af flugvellinum er ekið í gegnum Brussel og til Brugge og tékkað inn á hótelið okkar Hótel Martins Brugge.
 
Fimmtudagur 4. júní.
Embættismenn vinna strax um morguninn fyrir Kiwanishreyfinguna.
Við hin förum í kynnisferð um borgina. Brottför kl. 12:00.
Fyrst göngum við til þingstaðarins og lærum að þekkja leiðina. Þetta er ekki löng ganga. 12:30 leggjum við síðan af stað í gönguferð um borgina.
 
 
Föstudagur 5. júni.
KL. 10. Við hittumst í anddyrinu og förum öll saman á þingstaðinn og tökum gögnin okkar. Eftir það er dagurinn frjáls fram að þingsetningu en þangað förum við öll prúðbúin.
 
Laugardagur 6. júní.
Þingfundur hefst kl. 9 og þangað fara allir Kiwanismenn sem hafa rétt á þingsetu. Umdæmisstjóri leggur áherslu á að ferðin er búin til vegna þingsins og ætlast er til að allir fulltrúar mæti.
Um kvöldið er svo lokahóf.
Farin verður makaferð í borginni.
Sunnudagur 7. júní.
Frekar er gert ráð fyrir að við höldum kyrru fyrir í Brugge og dagurinn verði frjáls nema einhverjar góðar hugmyndir komi fram.
 
 
Mánudagur 8. Júní
Kl. 10:00 Farið til Borgarinnar Aachen sem er 250.000 manna borg. Hún er vestasta borgin í Þýskalandi. Aachen er þekktust fyrir að vera aðsetur Karlamagnúsar og var sem slík höfuðborg og krýningaborg þýska ríkisins. Karlamagnús hvílir í dómkirkjunni í borginni, sem jafnframt er á heimsminjaskrá UNESCO. Hótelið okkar Novotel Aachen City er í miðborginni ákaflega vel staðsett fyrir stutta dvöl.
Í Brussel kveðjum við Annelies og höldum áfram för okkar. Við höldum svo kyrru fyrir í borginni og njótum þess sem hún hefur uppá að bjóða.
 
Þriðjudagur 9. Júní.
Kl. 10:00 Við ökum til Kölnar. Þetta er um klst. Akstur. Við ætlum ekki að vera með skipulagðar ferðir þarna heldur gefa frjálsan tíma til kl. 17:00. Við stoppum við kirkjuna og hvetjum ykkur til að skoða ykkur um. Þarna er hægt að finna skemmtilega staði og kirkjan sem slík er ein fallegasta kirkja í Evrópu. Þarna ganga útsýnis vagnar og lestar. Veitingastaðir eru í úrvali og verslunargatan er rétt handan við hornið. Margir hafa eflaust komið til Kölnar áður, svo bara njótið þess að vera þarna.
 
 
Miðvikudagur 10. júní.
Kl. 11:00 Ekið til Kölnar. Við stoppum á leiðinni og litumst um. Við ökum rakleitt að hafnarbakkanum og munum væntanlega hafa tíma til að rölta um hafnarbakkann og fá okkur öl á einhverjum barnum.
 
 
KL. 15:00 Stigið um borð í hótelskipið Alemannia og farið í 5 nátta siglingu á Rín. 
Áhöfnin tekur á móti okkur með kokteil. Við fáum káetur okkar og skoðum skipið. Um kvöldið er borin fram móttöku kvöldverður með skipstjóra og áhöfn hans.
Athugið að það eru í boði 2 gerðir af káetum. Þær dýrari eru með stórum panorama gluggum. Þetta verður að panta fyrirfram. Við verðum með 10 káetur af hvorri gerð.
 
 
Kl. 22:00 Siglt til Koblens.
 
Fimmtudagur 11. júní.
7:30 komið að landi í Koblens. Koblens stendur við hið svokallaða Deutsches Eck og er oft nefnt eitt fallegasta horn Þýskalands, en þar mætast árnar Mósel og Rín.
Í boði er skoðunarferð um borgina og kostar hún 39 Evrur seld um borð
 
KL.13:00 Siglt frá Koblens til næsta áfangastaðar sem er Rudesheim.
 
Siglt af stað upp eftir Rínarfljóti og eftir Rínardal, þar sem hann er fegurstur. Í siglingunni sjáum við ógleymanlegt landslag, kastala frá miðöldum, vínbæinn St. Goarshausen ásamt öðrum undurfallegum vínþorpum. Við siglum hjá hinum 132 metra háa Loreley kletti, þar sem vatnadísin Lorelei heillar til sín þá sem framhjá sigla með söng sínum. Þessi hluti Rínardalsins var settur á heimsminjaskrá 
 
UNESCO vegna fjölda miðaldakastala sem er að finna á leiðinni.
 
Kl. 19:30 Komið til Rüdesheim
Þar er dagurinn frjáls og ýmislegt í boði. Miðbærinn er rómaður fyrir skemmtilegt yfirbragð, gömul falleg bindiverkshús og þröng heillandi stræti. Hér er tilvalið að koma við á einhverju hinna fjölmörgu veitingahúsa í  Drosselgasse. Þið verðið að smakka hið fræga Rudesheim kaffi.  
 
Föstudagur 12. júní.
 
Kl. 03:00 Um móttina er siglt til Mannheim
Kl. 13:00 Komið til Mannheim
Komið er til Mannheim fljótlega eftir hádegi. Þaðan er hægt að fara í  skoðunarferð til Heidelberg (Excursion Heidelberg, old city and castle - 49 Evrur) þar sem finna má einn frægasta kastala Þýzkalands og þar er einnig elsti og jafnframt einn virtasti háskóli landsins. Heidelberg er heillandi borg, sem er vel heimsóknarinnar virði. 
 
19:00 Siglt frá Mannheim til Strasborg
 
 
 
Laugardagur 13. júní.
Kl: 9:00 Komið til Strasborgar
Komið til Strasborgar um morguninn. Skoðunarferð um Strasborg kostar 45 Evrur og er seld um borð. Strassborg er falleg gömul borg þar sem mætast þýsk og frönsk menning enda er borgin á fornu átakasvæði þessara stórþjóða og hefur tilheyrt hvoru ríkinu um sig í gegnum tíðina. 
Strassborg er höfuðborg og mikilvægasta borgin í Elsass-héraðinu í norðausturhluta Frakklands. Fólkfjöldi borgarinnar er 275.000 manns, en á stór-Strassborgarsvæðinu búa 650.000 manns ef taldir eru með íbúar Þýskalands megin við landamærin. Evrópuþingið er í borginni að hálfum hluta og hálfum hluta í Brussel í Belgíu. Einnig eru til húsa í Strassborg Evrópuráðið og Mannréttindadómstóll Evrópu.
 
Kl. 20:00 Siglt til baka frá Strasburg í áttina til Kölnar
 
Sunnudagur 14. júní.
 
KL. 13:00 Komið til Wiesbaden
sem er höfuðborg Hessen og er í 117 m hæð yfir sjó. Úthverfi hennar ná alla leið að Rín.  Wiesbaden er eftirsóttur heilsubótarstaður vegna 27 volgra lauga, milds loftslags og fagurs umhverfis.  Fjörugt leikhúslíf og nútímaverzlanir laða líka að.  Þar eiga aðsetur sitt Glæpadómstóll Þýzkalands, aðalmiðstöðvar þýzkrar kvikmyndagerðar og margar bókaútgáfur.  Í og við Wiesbaden eru flestir stærstu vínkjallarar Þýzkalands.
Rómverjar færðu sér laugarnar í Wiesbaden í nyt. Rómverjar yfirgáfu svæðin austan Rínar árið 406 og frankar gerðu Wiesbaden að höfuðstað sínum.   Borgin varð vinsæl sem heilsubótarstaður. Meðal gesta baðanna voru furstar og fleira mektarfólk. Á fyrri hluta 19. aldar voru skipulagðar fallegar breiðgötur og byggðar voru fallegar, klassískar byggingar.  Árið 1868 varð hertogadæmi prússneskt og borgin höfuðborg héraðsins.  
Allt fram undir fyrri heimsstyrjöldina var Wiesbaden mótstaður keisara og hirða.  Á árunum 1926-28 sameinuðust nokkur sveitarfélög Wiesbaden, þannig að borgin óx verulega og síðan 1945 hefur hún verið höfuðborg Hessen.
 
Kl: 22:00 Siglt frá Weisbaden áleiðis til Kölnar
 
Mánudagur 15. júní.
Kl. 08:00 Komið til Kölnar. Skipið kemur að landi kl. 8 um morguninn. Eftir morgunmat förum við frá borði og ökum rakleitt á flugvöllinn í Desseldorf þar sem Icelandair bíður eftir okkur og við fljúgum heim kl. 14:10 með flugi FI579 og lendum heima um kl. 15:40
 
 
 
Góða ferð
 
Innifalið
Sigling í 5 nætur
Morgunmatar hlaðborð, Hádegismatur, Gala kvöldverður,
Eftirmiðdagskaffi, og kvöld snarl.
Welcome kokteil, Welcome Kvöldmatur
Kvöldskemmtun á kvöldin
Lifandi músík á Panorama bar öll kvöld.
Skattar, brottfara- og komugjöld, hafnargjöld og borga skattar
 
Ekki innifalið (Drykkjapakki er kominn inn í verðið)
Drykkir
Tryggingar og skoðunarferðir
 
Hægt er að kaupa drykkjarpakka
(Ferðanefndin vinnur í því að fá drykkjarpakkann inn í ferðina. Nánar síðar.)
Drykkir á bar, sólbaðspalli og veitingasölum ótakmarkað í glösum
Vatn, öl, djús,pilsner og bjór, kokteila og sterkt vín
Sum dýr vín eru ekki í pakkanum, gin, rom, koníak. whiski,
minibar, kampavín og vín á flöskum
 
Ferðin er núna til sölu 
Ótrúlegar viðtökur eru við ferðinni og er hún nánast að seljast upp. Væntanlega gerist það að þeir sem fyrstir staðfesta verða öruggir með sæti.
 
Ferðina verður að panta og greiða staðfestingu fyrir 15 nóvember.
Kr. 80.000 pr. mann.
 
Þátttaka verður að vera milli 32 – 40 manns ella fellur ferðin niður.
 
Panta verður sérstaklega í skipið.
a) panta ferðina
b) Val er um káetu á 2 verðum og verður að panta rétta káetu.
c) drykkjarpakki.
 
Endanlegt verð er ekki komið en verður mjög bráðlega.
Við erum að vinna með verðþak undir 350.000.-
 
 
Með góðri kveðju
Diðrik Haraldsson, Búrfelli. Sími 775 2255. Email: diddiharalds@hotmail.com
Björn Baldvinsson, Mosfelli. Sími 694 7300. Email. boddi@centrum.is
 
SKIPIÐ !
 
 

Ferðanefnd 2017 - 2018

Fjallavötnin fagurblá er næsta ferð Umdæmisins.

 

Þar sem Alparnir teygja sig suður til Ítalíu kúra Ítölsku vötnin milli fjallanna og fegurðin engu lík. Sum vatnanna eru stór önnur minni, sum tilheyra alfarið Ítalíu en önnur teygja sig inn í Sviss. Eitt þekktasta vatnið hér á landi er Garda vatnið sem hefur verið vinsæll ferðamannastaður Íslendinga í áraraðir. Ítölsku vörnin eru með vinsælustu ferðamannastöðum Ítalíu enda paradís fyrir útivistarfólk með endalausum möguleikum  og fallegri náttúru.
Lengst til vesturs er vatnið Maggiore sem er næst stærst af Ítölsku vörnunum. Það er 65 kílómetra langt og lengst af 3-5 kílómetra breytt en er mest 10 kílómetra breitt á einum stað. Vatnið er 213 ferkílómetrar að stærð og tegeir sig langt inn í Sviss. Maggiore er í 193 metra hæð yfir sjó en botn þess er að mestu undir sjávarmáli en er mest 179 metrum neðar.
Þetta er umhverfi Evrópuþings Kiwanis 2018 í bænum Baveno sem stendur við vatnsbakkann vestanverðan. Bærinn er um 5000 manna bær í 205 m. hæð yfir sjó.
 
 
1. Dagur:  Laugardagur 19. maí.
Kl. 05:00
 Flogið með Icelandair frá Keflavík með flugi FI 564 kl. 7:20 og lent í  Genf í Sviss kl. 13:00. Þar býður okkar rúta sem verður með okkur alla ferðinni. Alparnir eru fjallgarður sem teygir sig um 1200 kílómetra frá Austurríki og Slóveníu í austri til Frakklands í vestri. Hæsta fjall Alpanna er Mont Blank eða Hvítfjall, 4809 m hátt, á landamærum Frakklands og Ítalíu. Alparnir eru fellingafjöll, það er fjöll sem orðið hafa til þegar jarðflekar rekast saman og þrýsta upp jarðskorpunni. 
Við ætlum til borgarinnar Charmonex í Frakklandi. Borgin stendur við rætur Mont Blank sem líka er hæsta fjall í Vestur-Evrópu. Akstursleiðin okkar er um 100 km sem tekur rétt rúman klukkutíma.
Úr bænum gengur útsýniskláfur upp í 3842 metra hæð og útsýnið er ægifagurt. Vonandi gefst færi á að fara upp í fjallið með með togbraut og svífa meðfram Mont Blank í einhveru ævintýralegasta útsýni sem býðst í Evrópu. 
Við tékkum okkur inn á hótel og sjáum svo hvað dagurinn býður uppá. Ef veðrið verður frábært gefst okkur kostur á að fara upp í fjallið.
 
Mont Blank
 
 
 
 
2.
 
Dagur: Sunnudagur 20. Maí
Kl. 14:00
 
Við ætlum til borgarinnar Interlagen í Sviss þar sem við gistum á City Hotel Oberland. Hótelið er 3* 76 herbergja hótel sem fær ágæta dóma 71% viðunandi og mjög gott.Þar er frítt internet og staðsetningin er frábær í miðborginni. Við tékkum okkur inn á hótel og kvöldið er ykkar. 
Það er svo margt hægt að gera í Interlagen. Rétt bara að nefna það. Vatnasiglingar, Fjórhjólaferðir, Paragliding, gönguferðir, bæjar ferðir gangandi eða með lest. Fjallaferðir, jöklaferðir, 3 fossa ferð, Jungfrau Park, söfn og sýningar. Funky Chocolate Club læra, skoða,smakka, kaupa Svissneskt gæðasúkkulaði.
 
 
 
 
Það er engin tilviljun að við veljum Interlagen. Óvíða í Evrópu er fjallasýn jafn tilkomumikil og í fjallasalnum sem umlykur borgina. 
Interlaken, stendur í 568 m hæð yfir sjó á 35 km² landfyllingu, sem hefur myndast á milli vatnanna á síðustu árþúsundum.
Íbúafjöldinn er u.þ.b. 13.000.  Interlaken dregur nafn sitt af legu milli Thuner- og Brienzer vatnanna við stúf af ánni Aare, sem tengir þau.  
Sögu borgarinna má rekja til um 1130. Líklega voru keltar fyrstir til að setjast að á þessu svæði.  Rómverjar komu í kjölfarið og síðan alemannar.  Árið 1133 var stofnað Ágústínusarklaustrið Inter-Lacus, Klaustrið varð brátt stærsti landeigandinn í Berner Oberland.  Klaustrið varð upphaf þéttbýlismyndunar.  Siðbótin var viðurkennd í kantónunni árið 1528 og klaustrin lögð niður.  Byggingar þess eru nú stjórnsýsluhús héraðsins.
 
 
 
 
 
3. dagur:  Mánudagur 21. maí.
Kl. 10:00
 
Bærinn Grindelward stendur í 1034 metra hæð í hlíðum fjallanna. Við höfum hugsað okkur að aka inn að jöklinum ef hægt er. Jökullinn hefur hopað mjög mikið á síðustu 25 árum. Hægt er að komast að jöklinum en þá þarf að fara upp ca. 1000 tröppur sem hanga utan í berginu. Ykkur er ekki vorkunn því starfsfólk lítillar kaffistofu fer þarna upp daglega til vinnu.
Þarna trónir tindurinn Eiger yfir bænum en hann hefur verið vettvangur James Bond mynda.
Í eftirmiðdaginn verður ekið heim á hótel og kvöldið er ykkar.
 
 
 
Frá Grindelwald
 
 
 
4. Dagur Þriðjudagur 22. Maí
Jungfrau. Toppur Evrópu.
 
 
 
Toppur Evrópu. Við vonumst eftir góðu veðri fyrir ferðina í dag. Bara ferðin upp ein og sér er algjört ævintýri útaf fyrir sig. Hugmyndin, áræðið og framkvæmdin á lagningu þessara járnbrautatein upp í fjallið er mögnuð sýn. Jafnvel lofthræddir dást að þessari framkvæmd og fara upp óhræddir. Lestin klifrar upp föllin á spori sem meitlað er í klappirnar eða grafin í göngum inn í fjallinu og er drifin áfram með tannhjólum upp í hæstu lestarstöð í Evrópu. Hugmyndin að lestargöngunum kom fram 1893 en lestarstöðin opnaði 16 árum síðar 1912 í 3454 metra hæð. Þaðan tökum við lyftu síðasta spölinn upp í 4571 metra hæð. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
5. Dagur Miðvikudagurinn 23. Maí
 
 
Kl. 10:00
 
Áður en við kveðjum Sviss ætlum við í stutta gönguferð og heimsækja stað sem heitir Gletcherschlucht eða Glacer Gorge. Þangað er ekki langur akstur. Þaðan göngum við inn ótrúlega fallegt og hrikalegt gil milli tveggja fjalla sem standa svo þétt að hægt er að teygja sig á milli. Göngustígurinn hangir utan í berginu og undir beðjar áin straumþung. Hæðarmismunur er um 155 metrar en gangar er 573 metrar og tekur kannski svona 45 mínútur.
 
 
Nú er ferðinni heitið suður til bæjarins Baveno sem stendur við vatnið Maggiore á Ítalíu. Við tölum þessa leið í tvennu lagi og gerum stopp einhversstaðar í leiðinni. Við ættum að vera í Baveno um kl. 17:00. Í Baveno verður Evrópuþingið haldið og verður dvalarstaður okkar næstu 4 nætur.   Hótelið okkar er Hotel Residence Dei Fiori 4. stjörnu hótel í aðeins 1 mínútu göngu frá þinghaldinu.
 
6. Dagur: Fimmtudagur 24. Maí
Kl. 10:30
 
 
Konráð þarf að mæta á Evrópustjórnarfund og Konráð og Bryndís til kvöldverðar Evrópustjórnar. Væntanlega verður Óskar að vera á fundum og Óskar og Konný í kvöldverðinum. Hugsanlega verða helstu samstarfsmenn á fundum líka en við hin förum í skoðunarferð. Við ökum norður með vatninu en fjöldi fallegra lítilla bæja standa við vatnsbakkann. Verbania, Intra, Oggebbio og Cannobio rétt sunnan við Svissnesku landamærin en þangað er förinni heitið. Þetta er um 35 km eða 40 mínúntna akstur. Dagurinn er frjáls í bænum og síðan ekið heim á hótel.
 
 
 
7. Dagur:  Föstudagur 25. maí.
Kl. 10:00
 
 
Skráning á þingið og gögnin tekin. Dagurinn frjáls. Gætu orðið fundir og nefndastörf en um það fáum við betri upplýsingar hjá Konráð og Óskari.
Í eftirmiðdaginn verður setningarhátíð og Gala kvöldverður um kvöldið.
 
 
Það er gaman að skoða staðsetningu hótelanna. Grand hotel Dino þar sem þingið er haldið er á efri myndinni en hótelið okkar á þeirri neðri. Aðeins er 1. mínútu gangur milli hótelanna.
 
 
 
 
 
8. Dagur:  Laugardagur 26. Maí 
09:00
Evrópuþingið, þar mæta allir Kiwanisfélagar. Um kvöldið verður vináttukvöldverður.
Það er áralöng hefð fyrir því að Íslendingarnir hafi fjölmennt á vináttukvöldverðinn. Núna er sérstakt tilefni því vinur okkar og verðandi Evrópuforseti Óskar Guðjónsson er að taka við. Það er því mikilvægt fyrir hann að fá stuðning og hvatningu á öllum vettvangi þingsins.
 
9. Dagur: Sunnudagur 27. Maí
Kl. 13:00
 
Um morguninn verður Evrópustjórnarfundur þar sem Óskar og Eyþór þurfa að mæta. Hugsanlegt er að einhverjir fleiri verði á fundum .
Við tökum morguninn rólega og fáum okkur hádegismat. Kl. 13 er ætlunin að sigla á Maggiore vatninu. Frá höfninni tökum við bát til þessara frægu eyja sem blasa við augum okkar en hafa sameiginlega heitið Borromean Islands. Borromeanseyjar taka nafn sitt frá Aristocratic Borromean fjölskyldunni, sem tók eignarhald landsins á 16. og 17. öld. 
Fyrsta stoppið okkar er á Isola Bella með stórkostlegu Baroque höllinni.  Isola Bella sem er 320 x 180 metrar að stærð er kannski aðdáunarverðasti áfangastaðurinn við Maggiore vatnið. Hann byggir á frægð Baroque hallarinnar og vandaða Ítalska garðinum. Það var hópur fræga Ítalska arkitekta á 17. öld sem gat búið til þetta einstaka meistaraverk. Þökk sé örlæti Borromeo fjölskyldunnar.
Þrátt fyrir að Isola Bella hafi upphaflega bara verið klettaeyja sem byggð af sjómönnum byrjaði Charles Borromeo árið 1630 uppbyggingarstarf sem algerlega umbreytti eyjunni. 
Hér munum við ganga í land og stoppa hálfan annan tíma. 
Þá höldum við förinni áfram að Isola Madre sem við skoðum frá bátnum. Isola Madre 220 x 330 metri að stærð er stærst eyjanna á Maggiore vatni og státar af 20 hektara garði sem er talinn ein af glæsilegustu og best varðveittum görðum  á Ítalíu. Sjaldgæfar plöntur og framandi blóm prýða  grasagarðinn. 
Eyjan var fyrst ræktuð í upphafi 16. aldar, þegar Borromeo fjölskyldan, hrifinn af óvenju vægu loftslagi eyjarinnar byrjaði að kynna sítrus og vínvið. 
 
 
Loka heimsóknin okkar verður til eyjarinnar Isola dei Pescatori, Isola dei Pescatori sem er 350 x 100 metrar að stærð er talinn einn af fegurstu stöðum á Maggiore vatninu. Einkenni eyjarinnar er  gamla fiskimannanna þorpið sem um aldir og er enn heimili þerra fimmtíu og sjö íbúa, en sumir þeirra varðveita hefðbundna lífshætti þeirra. Þorpið er einnig þekkt fyrir vel varðveitt arkitektúr og gamaldags einkenni. Þröngar götur og einfaldar byggingar með löngum svölum notaðar til að þurrka fisk á árum áður. Við munum gera 2 klst. stopp og ganga í land.
Eftir það siglum við til Baveno og kvöldið er ykkar. 
 
10. Dagur:  Mánudagur 28 maí.
Kl. 10:00
Ekið til borgarinnar Como við Lago Combo. 
Combo vatnið er stórt vatn nokkuð austan við Maggiore. Vatnið er 146 ferkílómetrar að stærð og 3 stærsta vatnið á Ítalíu. 425 metra dýpi gerir það af einu dýpsta vatni Evrópu og nær það eina 200 metra niður fyrir sjávarmál. 
 
 
11. Dagur:  Þriðjudagur 29 maí
Kl. 10:00
 
 
 
Við ökum til borgarinnar Lecco. Frjáls dagur í Lecco, sem er falleg borg í fögru umhverfi. Lecco stendur við suð-austur hluta Como vatns með fallega fjallasýn til norðurs og austurs. Þessum degi er hægt að eyða í göngu meðfram vatninu, sitja á kaffihúsi og kynnast heimamönnum.
 
12. Dagur:  Miðvikudagur 30 maí 
Kl. 10:00
 
Við ökum norður með vatninu að vestanverðu. Við gerum stutt stopp við Villa​ ​Balbianello. Einstaklega falleg villa frá 12. Öld með fallegum garð. Villan var meðal annars notuð við tökur á James Bond: Casino Royal og Star Wars Episode II og er vinsæll áfangastaður fyrir brúðkaup.
 
 
Við höldum áfram til norðurs og komum til ferjustaðarins Cadenabbia og tökum ferjuna til Bellagio.
 
Bellagio​ ​bær Oft nefndur perla Como vatnsins, staðsettur fyrir miðju vatnsins. Hér er meðal annars hægt að fá leiðsögn um götur bæjarins sem inniheldur einstaklega fallegan arkitektúr frá gömlum tímum. Hér er líka að finna fleiri villur og fallegar kirkjur. Mælt er með að smakka bæjar réttinn “Tóch” sem er polenta (ítalskur maís grautur) blönduð með smjöri og osti með annað hvort harðfisk frá vatninu, kjúkling eða heimagerðu salami. Frá þessum bæ er einnig hægt að sigla til fleiri bæja. 
Klukkan 19:30 verður rútan komin til Bellagio og við ökum í klukkutíma heim á hótel. Þá reiknum við með því að borða kvöldmat í bænum.
13. Dagur: Fimmtudagur 31. Maí
Kl. 10:00
 
Dagurinn er ykkar og njótið þess sem í boði er í bænum. Við höfum ýmsar hugmyndir fyrir ykkur. T.d. Pastanámskeið, Skoðunarferð með Ítölsku matarþema, Skoða söfn og merkar byggingar. Setjast út á góðan bar eða njóta matar og víns eins og hverjum hentar.
 
14. Dagur: Föstudagur 1. júní  
Kl. 10:00
 
 
 
 Como​ ​-​ ​Brunate​ ​með​ ​funicolare​ ​kláf.  Kláfurinn fer á milli bæjanna Como og Brunate og hefur verið í notkun frá 1894, vinsæll bæði meðal ferðamanna sem og heimamanna. Leiðin er rúmur kílómetri að lengd og tekur um 7 mínútur að ná upp á topp. Einnig er hægt að stoppa tvisvar á leiðinni ef beðið er um það.
 
Um kvöldið býður Umdæmisstjóri okkar Konráð Konráðsson okkur til hins árlega boðs Umdæmisstjóra. Kvöldið verður með hefðbundnum hætti í óvenjulegri umgjörð. Boðið hefst kl. 19:00, mæting í móttöku hótelsins 18:45. Að venju höfum við þetta í léttum anda tökum með okkur góða skapið og gamanmál ef einhver býr yfir þessháttar gersemum. Við fáum kannski kexköku að narta í og eitthvað að drekka ef við verðum þæg og góð.
 
 
15. Dagur. Laugardagur 2. júní. 
Kl. 16:00 
 
Heimferð. Þar sem flugið okkar er klukkan 20:40 um kvöldið höldum við kyrru fyrir í bænum fram til kl. 16:00. Það er um 45 mínútna akstur á flugvöllinn í Milanó. Það þíðir að við þurfum að vera þar um kl. 17:30. Við lendum heima í Keflavík kl. 22:55. Við fáum töskurnar okkar geymdar á hótelinu fram að brottför eða setjum þær í rútuna og njótum dagsins.
 
 
 
 
Fjallavörnin fagurblá 
Ferðanefnd Kiwanis 2018
Björn Baldvinsson formaður
Diðrik Haraldsson
 
Ferðin verður 15 dagar 19. maí til 2 júní.
Í boð eru 48 flugsæti með Icelandair
Við höfum pantað 25 hótel herbergi með morgunmat í Charmonix, Interlagen, Baveno, Como
 
Innifalið flug til Genf og heim frá Milanó. 
Allt sem við getum farið með rútunni. 
Hótel með morgunverði. 
Íslensk leiðsögn.
Sigling 27. maí.
Ferðin upp á Jónfrúna.
 
Fararstjórar: 
Björn Baldvinsson, Kiwanisklúbbnum Mosfelli, Sími 694-7300 , boddi@centrum.is
Diðrik Haraldsson, Kiwanisklúbbnum Búrfelli, Sími 775 2255, diddiharalds@hotmail.com
Leiðsögumaður í ferðinni verður Edda Ósk Óskarsdóttir, master í ferðamálafræði frá Kaupmannahafnar háskóla.
 
Tengiliður okkar er ferðaskrifstofan Gamanferðir / Guðrún Svavarsdóttir í samvinnum við stóra ferðaheildsöluaðila í Evrópu. 
Þar sem ferðin er nánast uppseld, við fáum ekki viðbótarsæti og verðum að staðfest ferðina mjög fljótlega þurfum við staðfestingu frá ykkur. 
 
Greiðslur:
Staðfesting 15. nóvember. 50.000
Fyrirfram greiðsla á tímabilinu 1. desember til 5. janúar. 30.000
Fyrirframgreiðsla 1. Febrúar 40.000
Lokauppgjör um 20. mars. 175.000
Lokauppgjör fyrir tvíbýli 262.000
 
Heildarverð fyrir tvíbýli 295.000
Heildarverð fyrir einbýli 382.000
 
Verið fljót að hugsa.
Verið fljót að hugsa. Það eru aðeins fá sæti eftir. Fyrstir koma fyrstir fá. Það verða ekki fleiri sæti í boði því flug og hótel eru uppseld. Þeir sem verða of seinir verða bókaðir á biðlista.
 
 
Athugið að þið munið finna fyrir þynnra lofti upp í jöklunum. Ef þið hafið ekki eðlilegan blóðþrísting skulið þið ræða málið við lækninn ykkar.
 
PANORAMA
 
PRENTVÆN ÚTGÁFA

 

Ferðanefnd 2016 - 2017

Sumar í Frakklandi er næsta ferð Umdæmisins.

Fimmtudaginn 10. nóvember kl. 21:00 hefjast sýningar á RÚV, sjónvarpi allra landsmanna á nýrri franskri þáttaröð í 10 þáttum sem heitir Versalir.

Ástæða er til að hvetja fólk til að fylgjast með sýningunum vegna ferðar Kiwanis fólks til Frakklands næsta sumar.

Við verðum í Versölum miðvikudaginn 12. júlí og stefnum að því að vera komin snemma dags. Við skoðum hallirnar sjálfar og garðana sem eru alls ekki síðri og einstaklega fallegir á þessum árstíma. Borðum léttan hádegisverð þegar við komum á svæðið og kvöldverð áður en við höldum af stað til Parísar.

 

Þetta er ný frönsk þáttaröð byggð á sögulegum atburðum í hirð Lúðvíks konungs fjórtánda. Árið 1667 er Lúðvík konungur 28 ára gamall og orðin einráður. Í von um að koma í veg fyrir uppreisn yfirstéttarinnar fyrirskipaði hann að láta byggja glæsilegustu höll heims, Versali.

 

Saga þessa ævintýralega konungsseturs sem strangt til tekið væri hægt að skoða vikum saman og vera agndofa allan tímann er nefnilega æði merkileg.

 

Í stuttu máli sagt, byggði Nicholas Fouquet, sér glæsilegan kastala við Vaux le Vicomte og sparaði þar ekkert til að gera allt sem mest og best. Nichlas þessi auðgaðist ungur og giftist síðar ríkri konu sem andaðist ári síðar. Hann kom sér vel fyrir í stjórnkerfinu og  var fjármálaráðherra Lúðvíks fjórtánda. Hann hafði gríðarlegan metnað fyrir sjálfum sér, var talin eyðslusamur og orðaður við sviksamlega starfsemi. Lauk smíði kastalans 1661 og blés Nichlas þá til veislu og bauð vitanlega konungi sínum. Það hefði hann betur látið ógert.

 

Leitt er að því líkum að höllin glæsta í Versölum og  garðarnir fínu séu meira og minna afleiðing öfundar á sínum tíma. Lúðvík litli varð svo fjúkandi illur yfir því að undirmaður hans ætti prívat og persónulega mun glæsilegri kastala og veiðilendur en konungurinn sjálfur að hann varpaði fjármálaráðherranum umsvifalaust í fangelsi. Í kjölfarið fyrirskipaði hann að arkitektar sínir ættu að gera Versali og veiðilendur hans sjálfs glæsilegri en nokkuð sem fyndist í Vaux-le-Vicomte.

 

Þannig varð öfund konungs, sem lét Nicholas dúsa í prísund í næstum 20 ár eða til æviloka, til þess að sjá má á okkar tímum Versali og nágrenni  í glæstri og næstum ólýsanlegri fegurð.

 

Væntanlega verður ferðatilhögunin send ykkur öllum fyrir lok nóvember.

 

 


Ferðanefnd 2015 - 2016

 

Umdæmisstjórn hefur ákveðið að hafa Ferðanefnd þetta starfsárið og eru það gömlu reynsluboltarnir Diðrik Haraldsson og Björn Baldursson sem skipa nefndina og var þeim falið að útbúa ferð á Evrópuþingið í Austurríki í sumarbyrjun 2016 en þar verður félagi okkar Óskar Guðjónsson í framboði til Evrópuforseta.

Hér að neðan má sjá afrakstur þeirra félaga.

Hér/skrar/file/skjol-2015-2016_1/evroputhing-2015-ferdanefnd-kynning.pdf

 


 

Fyrirhugað feðaplan vegna hópferðar á Evrópuþingið

í Berlín 2013
Flogið er með Icelandair til Frankfurt 29. maí og ekið þaðan rakleiðis til Berlínar. Þar verður gist á Hotel Amano í 4 nætur. Þingið stendur yfir 31. maí og 1. júní. Það gefur færi á að skoða borgina í einn dag.
2.júní er haldið af stað aftur og stefnt á borgina Dresden. Á leiðinni gefst kostur á að skoða stórkostlega yfirbyggða sólarströnd, “Paradise Island”, sem er til húsa í risastórum skýlum sem áður þjónuðu við smíðar á loftskipum. Gist verður í tvær nætur í Dresden og farið í skoðunarferðir í og við borgina.
4.júní verður farið áleiðis til Prag og gist í næstu 2 nætur í útjaðri borgarinnar. Þaðan verður farið í skoðunarferðir t.a.m. í Kastalahverfið og fleira spennandi og jafnvel farið út í sveit.
6.júní verður haldið frá Prag til Karlovy Vary, “Carlsbad” og gerður þar stuttur stans áðuren haldið verður í átt til bæjarins Würzburg þar sem gist verður síðustu nóttina fyrir heimferð föstudaginn 7. júní.Áríðandi er að lysthafendur, sem hafa ekki ennþá skráð sig, láti skrá sig sem fyrst með því að hafa samband við undirritaðan í síma 896-8929 eða á netfangið guth@mi.is.

Nokkrir punktar um verð:    flug;    53.100,- / hótel í Berlín;   28.000,- (hjón pr. nótt).
                (- vildarpunktar allt að 30.000 = kr.20.000,-)
                Eftir Berlín kostar hver dagur u.þ.b. 100 evrur á mann.

Nánari ferðalýsingu verður hægt að gera um leið og kominn er nægur fjöldi þátttakenda, ca.30, svo hótelpantanir geti farið fram.
   

Form. Ferðanefndar,
Guðmundur R. Þorvaldsson.

      

      
     Hótel Amano  
   
 

 

 


 

Ferð á Evrópuþing Kiwanis í Bergen í Noregi 8 - 10 júní 2012

Góðir Kiwanisfélagar


Bréf þetta er skrifað til að minna ykkur á Evrópuþing Kiwanis 2012. Þingið í á verður haldið í Bergen í Noregi 8.- 10. júní í sumar.


Eins og undanfarin ár áður gengst umdæmið fyrir ferð á þingið. Í boði er 8 nátta ferð. Fyrst  um nágrenni Bergen, en síðan verður dvalið í Bergen, þingið sótt  og ýmislegt annað sér til gamans gert.  Einnig er verið að vinna að styttri ferð sem miðast einungis við þingsókn.
Kosningarétt á Evrópuþingi hafa að hámarki 3 fulltrúar frá hverjum  umdæmisklúbbi, fyrrverandi Evrópuforsetar og umdæmisstjórar umdæmisins ásamt sitjandi umdæmisstjóra. Þingfulltrúa verður að skrá  a.m.k. 30 dögum fyrir þing. Undirbúningur og framkvæmd ferðanna er í vönum höndum okkar ágætu ferðamálafrömuða, hinna góðþekktu og víðreistu Didda og Bödda og er það bara ávísun á gæði og góða ferð.


Á þinginu verður Óskar Guðjónsson fráfarandi umdæmisstjóri í kjöri til embættis fulltrúa Evrópustjórar í heimsstjórn. Þar hefur fulltrúi umdæmisins ekki  setið síðan Eyjólfur Sigursson fyrir margt löngu. Á þessari stundu er Óskar einn í framboði, en framboðsfrestur rennur út 90 dögum fyrir þing. Fjölmenn liðssveit umdæmisfélaga væri honum mikill stuðningur og ef frændur vorir Norðmenn skila sér myndi það fara langt með að tryggja sætið. En þingið snýst ekki einvörðu um kosningu heldur að treysta tengsl við Kiwnaisfélaga í Evrópu og eiga góðar samverustundir í góðra vina hóp. Samhugur og skemmtileg heita hafa enda alltaf einkennt ferðir þeirra félaga.
Ef þú hefur áhuga á að slást í hópinn þá er bara að hafa samband, fá upplýsingar og skrá sig til þátttöku!


Með Kiwaniskveðju
Björn Baldvinsson, Mosfelli –
boddi@centrum.is
– Sími 694 7300


Diðrik Haraldsson, Búrfelli –
diddiharalds@hotmail.com
– Sími 899 1790


Ferðatilhögun og ítarleg leiðarlýsing


Mánudagur 4. júní
Flug til Bergen með Icelandair. KEF 08:00 - BGN: 12:20
Ekið til Tyssedal og gist á hótel Tyssedal
http://www.hardangerfjord.com/en/Product/?TLp=35207


Þriðjudagur 5. júní
Dagsferð um nágrennið.
Miðvikudagur 6. Júní 
Ekið til Geilo og gist á hótel Geilo
http://www.geilohotel.no/

Fimmtudagur 7. júní
Ekið til Bergen og gist á Comfort hotel Holberg í 5 nætur.
http://www.comfortinn.com/hotel-bergen-norway-NO013

Föstudagur 8. júní til þriðjudagsins 12.júní
Dvalið í Bergen. Ekið á flugvöllinn 12.júní og flogið heim með Icelandair.
BGN 13:10 - KEF 15:15
Verð ferðarinnar er 198,800kr.Noregsferð 4. til 8. Júní 2012 með fyrirvara um breytingar)


Mánudagur 4. júní.


Flogið til Bergen með Icelandair kl. 8 og lent í Bergen kl. 12:20. Frá flugvellinum til borgarinnar er um 20 mínúntna akstur en við ætlum ekki að fara þangað núna. Við höldum aðeins til austurs og krækjum fyrir Samnargerfjörð og beygjum þá til suðurs. Við komum að Hardangursfirði sem er af mörgum talinn vera einn sá fallegasti, dýpsti, lengsti og ég veit ekki hvað. Þar förum við yfir á ferju og leiðin liggur til bæjarins Tyssedal . Þangað er um 135 km akstur eða rétt innan við 3. klst keyrsla og gist á Hótel Tyssedal í 2 nætur. Þetta hótel er rekið af Íslandingum.

Þriðjudagur 5. júní.

Í nágrenninu eru fallegir staðir. Við skulum skoða sem heitir Oddi. Frá Odda liggur fallegur stígur við enda fjarðarins Sörfjord. Rútan lætur okkur út við byrjun stígsins. Síðan ekur hún til enda og bíður þar í 1 klst. Þá ekur hún til baka og týnir upp fólkið þar sem það er komið. Þið ráðið ferðinni og hvað hratt þið gangið. Þetta byggir auðvitað á veðri. Síðan er ekið til Röldal og skoðuð forn stafkirkja. Á leiðinni er stoppað og við skoðum mest myndaða foss Noregs Lotefossen. Eftir það er ekið til baka heim á hótel.

Miðvikudagur 6. Júní

Ekið til bæjarins Geilo 154 km. leið og gist þar um nóttina. Venjulega þegar við förum um jarðgöng liggja þau nánast lágrétt. Á leiðinni til eru hinsvegar göng sel liggja nánasr lóðrétt. Til þess að mögulegt sé að keyra þau verða þau auðvitað að vera hringlaga eins og spírall upp fjallið þangað til komið er á toppinn. Þar sjáum við yfir Eidfjorden og bæinn Eidfjord beint fyrir neðan okkur. Þar er feikilega gott útsýni.

 Fimmtudagur 7. Júní

Ekið til Bergen. Þetta er 279 km. leið og við förum af stað kl. 9. Ekið er til norð/vesturs upp í hálendið. Þar skiptast á fjöll og dalir, vötn og jarðgöng. Við komum að stað þar sem heitir Flam. Flam járnbrautin er ævaforn og fræg vegna legu sinnar. Við höfum ekki tíma til að fara með lestinni en það væri vissulega áhugavert. Við stoppum í bænum Voss og fáum okkur hressingu. Þó vegalengdin sé ekki mjög löng er margt að sjá og vegurinn seinfarinn á köflum. Eftir það ökum við til Bergen og beint á hótelið.

Föstudagur 8. Júní


Um morguninn fara þingfulltrúar og sækja þinggögnin. Síðan er frír dagur fram að þingsetningu.  Í Bergen er margt að skoða. Gamla hafnarsvæðið og gömlu húsin, sem mörg þjóna núna nýju hlutverki  Fiskmarkaðinn verðum við að skoða.Þingsetningin er kl. 00.00 Þangað förum við öll saman og síðan á vináttukvöldverðin á eftir.

Laugardagur 9. Júní


Evrópuþingið. Lokahóf um kvöldið. Makaferð um morguninn.

Sunnudagur 10. Júní


Í dag hugsum við okkur að finna skemmtilega siglingu um fjörðinn. Það er um ýmislegt að velja. Við komum aftur að landi fyrir kvöldmat.

Mánudagaur 11. Júní


Frír dagur. Ef veðrið verður gott er upplagt að fara upp á fjallið Ulriggen. Þangað liggur kláfur upp og útsýnið yfir Bergen er stórkostlegt.  Kl. 18:00 er boð hjá verðand heimsforseta.

Þriðjudagur 12. Júní

Flogið heim frá Bergen með flugi Icelandair kl. 13:10  og lent í Keflavík kl.  15:15

 

Prentvæna útgáfu má nálgast HÉR
 


 

Ferð á heimsþing Kiwanis í Genf 6.-19. júlí 2011

 

 

 

 
 Ferðahópurinn mætti í Leifsstöð fljótlega upp úr hádegi miðvikudaginn 6. júlí, samtals 24 þar af 10 Kiwanisfélagar víðsvegar af landinu. Óskar Guðjónsson umdæmisstjóri og hans kona Konný Hjaltadóttir bættust í hópinn í Genf að loknu heimsþingi.
  Farið var í loftið á tilsettum tíma kl. 17.00 með flugvél Icelandair.  Eftir   tæplega fjögura tíma flug lentum við í Mílanó á Ítaliu. Þar beið okkar 50 manna rúta frá Tékklandi sem var svo okkar fararskjóti út ferðina.   Var haldið rakleiðis á næturstað á Hóltel Vindsor í Mílanó. Vorum við komin þar   klukkan   langt gengin í eitt að staðartíma.

  Næsta morgun fimmtudaginn 7. júlí var haldið rakleiðis í átt til Genf á heimsþingið sem hófst reyndar daginn áður með móttöku þingfulltrúa og fræðslu fyrir stjórnendur klúbba. Eftir hnökralausa ferð m.a. gegnum  tæplega 12 km löng Mont Blank jarðgöngin, en þau stytta leiðina milli Mílanó og Frakklands um 100 km  vorum við komin á áfangastað kl. 14.30.  Áfangastaðurinn var Hótel Campanille í bænum Annemasse í Frakklandi  rétt við landamærin að Sviss.  Eftir að hafa losað okkur við töskurnar og konurnar fórum við Kiwanisfélagar rakleitt til þingstaðar í Genf. Þangað er um 20 mín akstur.  Þegar þangað var komið var þingsetningu að ljúka   svo við gerðum ekki annað en að skrá okkur inn á þingið,   fá þinggögn og líta í kringum okkur á þingstaðnum.  Þingið var haldið í einni af stærstu ráðstefnu og sýningahöll Evrópu - Palexpo - sem er í næsta nágrenni við flugvöllinn í Genf.

  Föstudagsmorguninn fórum við Kiwanisfélagar á þingið en konurnar og Ólafur Sigmundsson fóru til Genfar  í miðborgina undir  leiðsögn Evu Maríu Hilmarsdóttur fararstjóra.  Skoðuðu þau miðborgina og fóru í siglingu um Genfarvatn  sem er eitt af stærri vötnum vestur Evrópu.
  Eins og gefur að skilja er heimsþing fjölmenn samkoma samtaka sem hafa á að skipa 300 þúsund félögum en 600 þúsund ef allir sem tengjast Kiwanis eru taldir með. Sagt er að Kiwanisklúbbar í heiminum séu 8600 talsins. Hver klúbbur á rétt á tveimur fulltrúm þannig að liðlega 17 þúsund manns hafa átt rétt á þingsetu.  Ég veit ekki hvað margir sóttu þingið, gæti trúað að þeir hafi verið á annað þúsund.
  Þingstaðurinn er stór bygging enda voru haldnir fundir og fræðslur í sjö sölum samtímis. Það var því af nógu að taka í sambandi við fræðslu. Má þar nefna: “Hvernig verð ég að liði við Eliminate verkefnið”  sem er nýtt   samstarfsverkefni UNICEF og KIWANIS til að útrýma stífkrampa í ungabörnum í heiminum. - Konur í Kiwanis. – Hvernig kynni  ég klúbbinn minn. – Heimasíður klúbba. – Fræðsla fyrir verðandi leiðtoga Kiwanis. – Hvernig geri ég Kiwanisfundina markvissari. – Fræðsla um notkun Facebook og Twitter í þágu klúbbanna, o.s.frv.
  Þarna var  líka verslun með vörur merktar Kiwanis s.s. fatnað, glös og könnur, töskur og minjagripi svo eitthvað sé nefnt.  Þá var þarna kaffitería þar sem hægt var að kaupa heitar máltíðir og einnig kaffibar þar sem á boðstólnum voru léttar veitingar.
  Eftir hádegi var svo fundur í aðalfundarsalnum þar sem fluttar voru ársskýrslur  aðalstjórnar og aðal stofnana KI. Þá voru einnig kosið  til  aðalstjórnar KI. Andrés okkar Hjaltason var þar í framboði en náði því miður ekki kosningu.
  Þegar þingfundi lauk seinnipart dags beið okkar rútan  og var haldið í miðborgina og konurnar og Óli sótt. Urðu að vonum fagnaðarfundir. Við karlarnir kannski mest fegnir því hvað Evu hafði tekist að halda konunum frá búðunum! 

  Á laugardagsmorguninn var lagt snemma af stað frá hótelinu, ekki á þingið heldur í vínsmökkun.  Í þessum hluta Sviss er mikil vínræktun.  Heimsóttum við vínbónda sem er ekki  með mikinn rekstur en lífrænan. Notar s.s. engin lyf eða eiturefni við ræktunina.
 Var staldrað   hjá honum í um tvo tíma og smakkaðar ca. tíu tegundir rauð- og hvítvína. Fóru sumir klyfjaðir af  víni frá honum.  Var það kátur og hress hópur sem hélt síðan á þingstað til að vera við þingslit.  Þingslitin hófust kl. 14.00  með ræðu heimsforsetans Sylvester Neals. Síðan voru veittar ýmsar viðurkenningar, kunngerð úrslit kosninga dagsins áður og verðandi heimsforseti Kiwanis Alan Penn kynntur og hans fjölskylda. Aðal ræðumaður dagsins var leikkonan  Jamie Lee Curtis.
  Þó þingið væri haldið í Evrópu var yfirbragðið býsna amerískt. Ég hugsa að þeir sem prédika jakkaföt og bindi á Kiwanisfundum hefðu fengið áfall hefðu þeir séð klæðaburðinn á sumum eða kannski flestum þingfulltrúa. Þó held ég að evrópufulltrúarnir hafi skorið sig úr með snyrtilegri klæðaburði.
   Að sjálfsögðu er mikill viðburður að mæta á svona stóra samkomu þó svo ekki væri hægt að tileinka sér nema brot af því sem var í boði.  Tvímælalaust eykst Kiwanisandinn  á samkomu sem þessari.

  Á sunnudagsmorguninn 10. júlí var haldið frá hótelinu í Frakklandi um kl. hálf ellefu áleiðis til Interlaken í Sviss. Interlaken er bær á eiði milli tveggja  vatna Brienz og Thun með rúmlega 5300 íbúa. Áin Aare rennur á  milli vatnanna   í gegnum bæinn, einkennilega blá á litinn. Vorum   komin á hótelið - Hótel Oberland - um kl. 14. Rigning var alla leiðina, en þegar við vorum nýkominn á hótelið gerði feikna skúr og haglél. Upp úr því gerði sól og hlýtt eins hafði verið undanfarna daga.  Skoðuðu ferðafélagarnir bæinn og fengu sér að borða, enda úrval veitingastaða mikið.

   Mánudagsmorguninn rann upp bjartur og fagur. Kl. 10 var haldið til bæjar sem heitir Grindelwald inn á milli hárra fjalla í um 1000 m hæð yfir sjávarmáli  . Átti að skoða þröngt árgljúfur svo þröngt að hægt væri að teygja sig á milli veggja. Gletscherschluts = jökulgljúfur er það kallað í ferðalýsingunni.  Rútan mátti ekki fara lengra en að járnbrautarstöðinni, var því gengið þaðan í liðlega hálftíma eftir skiltum sem vísuðu á Gletscherschluts.  Þegar komið var að veitingastað við gljúfurmunnan kom í ljós að þetta var ekki hið þrönga gljúfur sem ætlunin var að skoða, heldur annað nokkuð mikið víðara.  Var látið gott heita og farið inn í gljúfrið eftir stíg sem hangir utan í gljúfurveggnum eða hogginn í hann. Hrikalegt gljúfur og beljandi fljót.  Eftir um klukkutíma göngu fram og til baka, hvíld og afslöppun á veitingastaðnum var tekinn strætisvagn til baka til Grindelwald.  Skoðuðum okkur um í bænum sem er mikill ferðamannabær með tæplega 4000 íbúa, Bæinn heimsækir skíðafólk á veturna en  göngufólk og aðrir ferðamenn á sumrin.  Vorum komin heim  á hótelið  um kl. 17.  Gafst því tækifæri til að skoða Interlaken betur. 

  Þriðjudaginn 12. júlí var á dagskránni að fara á Jomfrúna sem er í 3454 m hæð í  Svissnesku Ölpunum. En fyrst var farið inn fyrir þorpið  Lauterbrunnen inn í þröngan dal, girtan nokkur hundruð metra háum, nærri lóðréttum fjallshlíðum. Erindið að skoða fossa sem falla niður í dalinn inni í fjallinu. Trummelbachfalle heita þessir fossar.  Byrjað var á því að fara með lyftu 100 m upp inni í fjallinu. Þá er komið inn í göng eða sprungu í berginu þar sem taka við tröppur og pallar utan í bergveggnum upp um 200 m til viðbótar.   Er hægt að ganga upp með með beljandi vatnsflaumnum sem sturtast niður í fossum eða strengjum 20.000 lítrar á sekúndu. Fossarnir 7 sem eru inn í flallinu eru upplýstir með ljóskösturum. Þegar farið er niður er farið til hliðar við lyftuna. Þar opnast sprungan og eru þar 3 fossar til viðbótar.    Er þetta mikið sjónarspil samfara miklum hávaða.
  Að þessari skoðun lokinni var farið til baka á járnbrautarstöðina í Lauterbrunnen, en þar skildi taka lest upp á Jómfrúna.  Lestin er frábrugðin venjulegum lestum að því leiti að hún er drifin áfram með tannhjólum svo hún geti farið upp og niður brattar brekkur. Farið var með viðkomu í þorpinu Wengen sem er á sillu í fjallinu í 1274 m hæð. Þangað er enginn bílvegur, því lítið um bíla á götunum. Wengen er einn af þessum bæjum í Ölpunum sem þrífast á skíðafólki á veturna, en ferða  og göngufólki á sumrin. Eftir tæplega klukkutíma ferð um grasigrónar hlíðar með kýr á beit var komið til brautarstöðvar sem heitir Kleine Scheidegg í  um 2060 m hæð. Þar þurftum við að skifta um lest. Til hægri þegar komið er á brautarstöðina frá Wengen gnæfa tignarlegir fjallstindar, krýndir snjóhettum, Eiger, Mönch og Jungfrau.  Skriðjöklar koma niður fjallaskörðin. Á veturna er Kleine Scheidegg miðja þriggja skíðasvæða sem liggja þaðan  í allar áttir.
  

Eftir nokkra bið kemur lestin og er búið að ætla okkur fremsta vagninn. Lestin silast upp brekkuna í átt að fjöllunum hrikalegu. Á hægrihönd sér niður í dalinn í átt að Lauterbrunnen.  Eftir skamma stund er komið að lítilli lestarstöð Eigergletscher. Eftir stutt stopp er silast áfram, en eftir stutta stund fer lestin inn í fjallið og brattinn eykst, verður allt að 25%.  Göngin sem eru 9,3 km að lengd ná upp í skarðið á milli fjallatindanna Mönch  og Jongfrau  liggja inni í fjöllunum sem bera tindana Eiger og Mönch.  Gröftur á göngunum hófst árið 1896 og tók 16 ár. Þau voru vígð 1. ágúst 1912, verða því 100 ára næsta sumar.  Löngu áður eða upp úr aldamótunum 17-1800 voru auðmenn og verkfræðingar í Sviss farnir að hugleiða hvernig væri hægt að komast þarna upp með einhverjum vélrænum hætti eftir að Jongfrau tindurinn var fyrst klifinn 1811.  Það var svo 1893 sem  athafnamaður að nafni Adolf Guyer-Zeller fékk þessa djörfu hugmynd að grafa göng inni í fjallinu. Meira að segja í dag myndi þetta þykja djörf hugmynd  hvað þá fyrir rúmlega 100 árum þegar allt varð nánast að vinnast með handafli. Tókst honum að sannfæra stjórnvöld í Sviss um að þetta væri arðvænleg framkvæmd og lagði einnig til   fjármagn úr eigin vasa. Hann reyndist sannspár því rekstur gangnanna hefur skilað hagnaði frá fyrsta degi öll þessi hundrað ár að einu undanskildu. Hvað um það, við silumst upp brattann þar til  við stoppum stutta stund á útsýnisstað inni í nánast þverhníptu fjallinu í 2865 m hæð sem kallaður er Eigerwand. Þar höfum við útsýni niður til Grindelwald  og Kleine Scheidegg. Enn er lagt á brattann þar til við komum á annan útsýnistað Eismeer í 3160 m hæð. Þá höfðum við tekið nánast U beygju inni í fjallinu án þess að verða þess vör. Hérna höfum við útsýni niður skriðjökulinn Fiescherggletscher,  í móðunni glittir í vatnið Thun og Interlaken þar sem hótelið okker er. Enn er haldið upp en brattinn hefur minnkað. Eftir 3,6 km erum við komin á leiðarenda, brautarstöðina á Jongfraujoch  í 3454 m hæð. Hæsta járnbrautarstöð í Evrópu, á góðum degi er sagt að 20.000 manns fari hér um.
   Þegar við stígum út úr lestinni leynir þunna loftið sér ekki, því betra að flýta sér hægt. Við byrjuðum á því að taka lyftu upp um tvær hæðir. Síðan tók við gangur upp sem nam einni hæð í viðbót a.m.k.  út á snæviþakinn útsýnisstað með stórfenglegt útsýni til allra átta.  Staldrað þar við dágóða stund, notið útsýnisins og teknar myndir þó hann væri nokkuð svalur, hitastigið nálægt frostmarki í þessari hæð. Á svæði þessu undir jöklunum er sagt að séu vatnaskil. Það vatn sem rennur í átt að Grindelwald rennur alla leið til Norðursjávarins. Það vatn sem kemur úr jöklunum og rennur til suður, rennur í Miðjarðarhafið.
    Á leiðinni niður  af útsýnispallinum var komið við  þar sem kallað er Ice palace. Íshöll þessi sem var fyrst  grafinn inn í jökulinn 1934 hefur að geyma ýmis listaverk sem eru einnig úr ís. Vegna hreyfingar jökulsins  þarf hún stöðugt viðhald og er að sögn endurnýjuð árlega. Eftir hringferð um íshöllina tvístraðist hópurinn, sumir fengu sér að borða í einhverjum af a.m.k þrem veitingastöðum þarna uppi sem eru með útsýni niður skriðjökulinn  Aletsch  (aletschgletscher), en hann er lengsti skriðjökull Alpanna, 23 km. Þarna er að sjálfsögðu einnig verslun með minjagripi. Aðrir tóku sér göngu eftir nokkuð löngum gangi þar sem þunna loftið sagði aftur til sín, að lyftu sem flutti okkur um 100 m, upp í 3571 m hæð   á fjallstind  þar sem er   veðurathugunar og vísindastöðin Sphinx.  Þarna uppi er góður útsýnispallur og útsýnið stórfenglegt.
   Eftir þriggja tíma dvöl á Jongfraudoch var haldið niður með síðustu lest kl. 17.40 því eins gott að missa ekki af lestinni. Ferðin niður til Kleine Scheidegg tók tæpan hálf tíma. Vorum komin á hótelið um  kl. 19.30 eftir góðan og eftirminnilegan dag.

   Kominn miðvikudagur og tími til að yfirgefa Interlaken þó vel hafi verið hægt að hugsa sér að vera nokkra daga í viðbót því nóg var eftir að skoða. Lagt af stað kl. 10 og stefnt til Chamonix við rætur Mont Blanc í Frakklandi með viðkomu í Bern höfuðborg Sviss eftir klukkutíma akstur.  Ekki var um skipulagða skoðunarferð að ræða en allir gengu í miðborgina yfir brú á ánni Aare  þeirri sömu og rann gegnum Interlaken. Miðborgin var sett á heimsminjaskrá UNESCO 1983 sökum þess að hún hefur haldið upp upprunalegu formi sínu. Gaman að ganga um götur miðborgarinnar með sínar gömlu byggingar, líta í búðir og fá sér hressingu. Fór reyndar að rigna hressilega í lokin, var þá betra að hafa tekið með sér regnhlífina. Þeir sem ekki voru svo forsjálir blotnuðu vel. Eftir hálfs annars tíma stopp  var haldið rakleitt til Chamonix. Þangað var komið kl. 15.30 á Hótel Merkúr rétt við miðbæinn. Enn rigndi mikið.  Fóru því flestir í mat á hótelinu um kvöldið. Kokkurinn fékk misjafna dóma fyrir matinn því “vel dönn” vildi vera hrátt o.s.frv. Eftir matinn hafði stytt upp og fóru þá flestir í bæinn að skoða sig um. Var margt manna á götum bæjarins enda þjóðhátíðardagur Frakka   daginn eftir. Virðast Frakkar byrja að halda upp á daginn kvöldið áður. Var því mikið um dýrðir í bænum m.a. góð flugeldasýning um kl. ellefu.
   Chamonix  sem er í 1030 m hæð er mikill ferðamannabær. Þar búa tæplega 10.000 manns en fjöldi ferðamanna  er sagður 5 milljónir árlega. Aðallega skíðafólk á veturna,  göngufólk og fjallaklifrarar á sumrin. Í þessum bæ voru fyrstu vetrarolympíuleikarnir haldnir árið 1924.

  Fimmtudagurinn 14. júlí þjóðhátíðardagur Frakka rann upp ekki bjartur en besta veður.  Ætlunin var að fara með kláfi upp í hlíðar Mont Blanc strax um morguninn. En skýjað var niður í miðjar hlíðar svo því var frestað fram yfir hádegi. Þá hafði glaðnað til og farið að glitta í tinda Mont Blanc.  Var því steðjað að kláfnum fylktu liði. Þegar Eva María ætlaði að kaupa miðana fyrir hópinn var henni tjáð að það væri farið að þyngja aftur uppi, því tvísýmt um skyggni.  Var Mont Blancferð frestað til morguns. Fóru þá flestir í miðbæinn að skoða búðir og umhverfið það sem eftir var dagsins í sól og blíðu.

   Föstudagur. Farið í bítið til kláfsins, þó skýjabakki lægi á fjallsbrúninni, með von um að þokunni færi að létta, sem kom á daginn. Þegar kláfurinn kom upp fyrir brúnina var heiður himinn. Kláfurinn fer upp á stað sem heitir Plan de l´ Aiguille í 2317 m hæð. Héðan liggja gönguleiður m.a niður í Chamonix. Til að halda áfram upp á   tindinn Aiguille du Midi í 3842 m hæð þurftum að skipta um kláf. 
   Nafn tindsins sem þýðir „hádegisnálin“ er tilkomið vegna þess að sólin er beint yfir tindinum þegar horft er á hann á hádegi frá bænum Chamonix. Ferð seinni kláfsins sem tekur a.m.k. 70 manns er dágóðan hluta leiðarinnar lóðrétt upp með hamraberginu. Er sagt að það sé heimsmet í lóðréttu klifri kláfs. Var ekki laust við að færi um suma. Þegar á  tindinn er komið blasir við stórfenglegt útsýni   í allar áttir af mörgum útsýnispöllum. Chamonix nánast undir fótum okkar.  Mont Blanc tindurinn gnæfir í suðri tæplega 1000 m ofar. Frá Aiguille du Midi tindinum liggja margar gönguleiðir m.a. á Mont Blanc. Mátti í sjónauka sjá nokkra hópa fjallgöngumanna á leið á tindinn. Tjaldbúðir þeirra voru á snjóbreiðu um 200 fyrir neðan útsýnispallana. Aðrir hópar sáust á öðrum leiðum um Alpana.  Þarna uppi eru að sjálfsögðu veitinga og minjagripasölur. 
   Þá er hægt að fara með litlum kláfum sem taka einungis fjóra farþega lárétta 5 km leið   meðfram Mont Blanc á tind sem heitir Helbronner. Er sá tindur á landamærum Frakklands og Ítalíu. Það voru ekki allir sem fóru þessa leið, sneru við, fóru aftur niður í bæ með kláfunum og náðu því að komast aftur í morgunmat á hótelinu. Þeir sem fóru með kláfunum til Helbronner urðu ekki fyrir vonbrigðum, útsýnið var stórkostlegt.  Þar mátti m.a. sjá gönguhópa á ferð á jöklinum Glacier Geant, lengsta skriðjökli Frakklands   og fjallaklifrara í lóðréttum bergveggjum. Á tindinum Helbronner gekk maður yfir hvíta línu á útsýnispallinum, var þá kominn yfir landamærin til Ítalíu.  Þar var hægt að kaupa sér hressingu og minjagripi að sjálfsögðu. 
   Nú var ekki til setunnar boðið því ferð til borgarinnar Annecy var fyrir dyrum. Ferðin til baka til  Aiguille du Midi tók 30 mín   og  20 mín niður af fjallinu.

   Við vorum kominn niður á hótel kl. 11, rútan mætt og því rétt tími til að skipta um skó.  Var síðan ekið rakleitt til Annecy.  Annecy er gamall bær sem byrjaði að byggjast snemma á tólftu öld beggja megin árinnar Thiou við ósa hennar að Annecy vatni.  Stór hluti hennar brann á fyrri hluta fimmtándu aldar en var byggður upp aftur. Eru húsin í gamla bænum sennilega mörg frá þeim tíma. Fundist hafa minjar við vatnið sem benda til þess að þarna á þessu svæði hafi hafi verið búseta 3100 árum fyrir Krist.
  Ber mikið  á kastala miklum Château sem gnæfir yfir bæinn. Var hann byggður um aldamótin 13-1400.  Annar kastali Palais de l´isle  sem  er í miðri ánni var byggður á tólftu öld. Kallaður gamla fangelsið  því hann var lengst af fangelsi. Sumum fannst hann minna á fangelsið á Skólavörðustígnum. Báðir þessir kastalar eu núna söfn. Einnig eru  í bænum tvær gamlar kirkjur..  Það var því af nógu að taka til að skoða. Einnig var hægt að fara í siglingu um vatnið sem sumir notfærðu sér.
   Var hópnum gefið  sjálfsvald í hvað fólk vildi gera þessa fjóra tíma sem  átti að dvelja í bænum. Flestir byrjuðu á því að fá sér eitthvað í svanginn sem var reyndar hægara sagt en gert því allar götur meðfram ánni voru stappaðar af fólki og veitingastaðir þétt setnir.  Þó mátti heita að veitingastaður væri í hverju húsi beggja megin ár.  Heim til Chamonix var haldið kl. 17.00 eftir góðan og eftirminnilegan dag.

   Laugardagurinn 16. júlí.  Þá var komið að því að yfirgefa Alpana og halda í áttina heim   með viðkomu í París. Var lagt af stað kl. 9  því löng rútuferð var fyrir höndum, liðlega 600 km. Tók ferðin allan daginn eða  níu og hálfan tíma með matarhléum og smávegis umferðartöfum. Komum á Hóel Mercury/Terminus sem er við hliðina á járnbrautarstöðinni Care du Nord um kl. 18.30 í þéttri rigningu. Var því lítið annað gert um kvöldið en að taka upp úr töskunum og fá sér í svanginn. Margir orðnir nokkuð lúnir eftir langa ferð.

  Kl. 10 á sunnudagsmorguninn fór allur hópurinn í göngu undir  leiðsögn Evu Maríu til nærliggjandi neðanjarðar lestarstöðvar.  Nú skildi okkur kennt að ferðast með neðanjarðarlest “Metro“ sem er nausynlegt að kunna til að geta farið á  ódýran og tiltölulega þægilegan máta um París. Mjög einfalt eins og annað sem maður kann. Ferðinni var heitið  að skoða Sacré Coeur kirkjuna á  Montmartre hæðinni í 18. hverfi. Er hún á hæsta stað Parísar og ber   hæst bygginga í borginni fyrir utan Eiffelturninn. Á kirkjutröppunum er því gott útsýni yfir borgina.  Kirkjan sem var byggð á árunum 1875 til 1914 er glæsilegt mannvirki utan sem innan. Sumir segja að hún sé fallegasta kirkja heims. Mannfjöldinn við kirkjuna segir sína sögu um frægð hennar. Sumir fóru inn í kirkjuna þó þar væri verið að syngja kaþólska messu.  Sagt er að kirkjuklukkan sé sú stærsta í Frakklandi. Kirkjan skemmdist nokkuð í síðari heimstyrjöldinni en var fljótlega lagfærð.
  Meðan á dvölinni við kirkjuna stóð gerði góða skúr og hvessti nokkuð. Var nú gengið aftur til Metróstöðvar og lestin tekin   niður til árinnar Signu. Nú skildi farið um borð í bát, sigla um ána í klukkutíma og snæða hádegisverð.  Var vel tekið á móti okkur, vel veitt í  víni og mat, einnig  leikið fyrir okkur á harmoniku og sungið.
  Þegar við höfðum fast land undir fótum aftur var skundað upp með Signu (eða niður) í átt að Eiffelturninum því nú skildi farið upp í hann. Þegar tilkom var orðið of hvasst til þess. Var því slegið á frest til morguns. Tvístraðist þá hópurinn, sumir fóru heim á hótel með Metrónum aðrir í göngu um borgina, litu á söfn, veitingastaði  eða búðir, enda af nógu að taka.

   Mánudagurinn 18. júlí var runninn upp. Mætt niður í anddyri hótelsins til fundar við fararstjórana. Til stóð að fara í Eiffelturninn, en enn var of hvasst til þess.  Tvístraðist því hópurinn aftur, sumir fóru í skoðunarferð með tveggjahæða útsýnisstrætó  um París, aðrir fóru aftur á Montmartre hæðina að ganga um þröngar götur  listamannahverfisins og feta i fótspor frægra listamanna eins og Van Gogh og Picasso.    Koma á listatorgið sem þar  málarar og teiknarar sitja við iðju sína og selja sín list.  Aðrir freistuðu þess að komast á  Louvre safnið að sjá Monu Lísu. Eins og áður sagði er úr nógu að velja í París og á há ferðamannatímanum eins og núna er hægara sagt en gert að komast inn í merkustu staðina eins og  Louvre og Pompidou söfnin eða Notre Dame dómkirkjuna  nema standa í margra tuga ef ekki hundruð metra löngum biðröðum.  En nóg er af kaffihúsunum og hinni rómuðu kaffihúsastemmingu á bökkum Signu.

   Þá er heimfarardagurinn runninn upp, þriðjudagurinn 19. júlí.  Þeir allra hörðustu fóru á fætur fyrir allar aldir til að komast í Eiffelturninn þó rigndi töluvert. Rútan var mætt og lagt af stað frá hótelinu kl. 11 til Charles de Gaule flugvallar.  Vorum komin tímanlega á flugvöllinn, en honum verður ekki hrósað fyrir úrval veitingastaða og verslana.  Var því lítið við að vera þar til við fórum í loftið kl. 14.30 á tilsettum tíma.  Lentum á Keflavíkurflugvelli kl. 16. Var notalegt að anda að sér  hreinu íslensku lofti eftir stórborgarloftið í París.
  Var nú komið að kveðjustund, faðmast og kysstst og þakkað fyrir samveruna í 13 daga. Diðrik, Böddi og Eva María  eiga þakkir skildar fyrir vel skipulagða ferð og skemmtilega eins og allar þær Kiwanisferðir hafa verið sem undirritaður hefur farið í.

Sigurður Skarphéðinsson
Kiwanisklúbbnum Mosfelli
  

  Mynda albúm má nálgast HÉR
 
   
 
        
 
 
 
  


 

 

 

 

 
Góðir Kiwanismenn

Ferðanefnd er nú að ljúka við skipulagningu ferðar á heimsþing hreyfingarinnar í Genf í Sviss. Allir sem skráðir eru hafa nú greitt fyrirframgreiðslu sína og staðfest ferðina. Óvænt fengum við nokkra daga frest á staðfestingum ytra og þess vegna eru nokkur sæti laus í ferðina. Væntanlega verður ferðinni lokað einhverja næstu daga. Ef einhver hefur áhuga  vinsamlega hafið samband við okkur strax og staðfesta þar ferðina með 50.000 króna innborgun.

Fyrirkomulag ferðarinnar hefur verið sett inn á Kiwanisvefinn undir ferðanefnd. Nefndin hvetur ykkur til að fara inn á vefinn og sjá hvað er í boði. Flogið verður út miðvikudaginn 6. júlí og komið heim þriðjudaginn 19. Júlí. Ferðanefndin hvetur ykkur til að kynna ykkur ferðina með því að fara inn á www.kiwanis.is og velja þar Ferðanefnd eða vera í sambandi við Bödda 694 7300 eða Didda 899 1790
Við höfum ráðið Íslenska stúlku til að vera með okkur í ferðinni. Þar fylgjum við sannfæringu okkar að íslenskur túlkur er ómissandi í ferðinni.

Þeir sem hafa áhuga á að kynnast störfum heimsþings ættu ekki að láta þessa ferð fram hjá sér fara. Við viljum einnig benda á þá einstöku upplifun að komast upp á þessa jökla í Sviss og Frakklandi. Þó við ætlum upp á Jónfrúna í Sviss í annað sinn er Mont Blank í Frakklandi eitthvað sem við höfum ekki upplifað fyrr. Að koma í kláfnum inn á klettabeltið í 3842 metra hæð og svífa síðan meðfram tindinum sem er hæsti tindur Evrópu 4.810 metrar er ábyggilega svo tignarlegt að orð fá ekki lýst.
Nú þarf að hafa snör handtök. Rífið upp símann og hringið. Það eru ekki margir dagar til stefnu.
Kveðja til ykkar allra hvar sem þið búið.

Ferðanefnd Kiwanis 2011.
Böddi og Diddi

Björn Baldvinsson, Mosfelli og Diðrik Haraldsson, Búrfelli

--
konrad.konradsson@gmail.is
GSM 862 1661
 
 

Evrópuferð Kiwanis 6. – 19. júlí 2011
Heimsþing Kiwanis haldið í Genf í Sviss 7.-10. júlí 2011

Ferðatilhögun

Miðvikudagur 6. júlí
Flogið til Milanó á Ítalíu með Flugleiðum FI 592 kl. 16.50 lent á Malpensa flugvelli  kl. 22:40. Ekið rakleitt á Hotel Windsor í Milanó og gist þar um nóttina.
Við erum seint á ferð og göngum fljótlega til náða. Morguninn eftir vöknum við hress, fáum okkur morgunmat og leggjum svo af stað til Genf um kl. 9:00.
Hin hefðbundni fararstjórafundur verður í rútunni á leiðinni.

Fimmtudagurinn 7. júlí
Um morguninn verður ekið til Genf 317 km. leið. Við reiknum með að vera komin þangað um kl. 14. Við förum á hótel og setjum okkur í gírinn til að takast á við heimsþingið.  Við reiknum frekar með að gista í Frakklandi. Við höfum fundið hótel í Bænum Annemasse í Frakklandi sem er fast við landamærin á Sviss. Aðeins er 7 km akstur í miðborg Genf.

   
   
Genf í Sviss, hefur verið kölluð höfuðborg friðarins og vísar það til þess að í borginni er ein helsta bækistöð Rauða krossins þó að aðalstöðvarnar séu nú í New York. Fjöldi annarra alþjóðastofnana hefur aðsetur í Genf t.d. hinar ýmsu stofnanir Sameinuðu þjóðanna og borgin hefur því yfir sér mjög alþjóðlegan borgarbrag. Borgin stendur í fögru umhverfi við Genfarvatn á báðum bökkum árinnar Rónar sem rennur þarna úr vatninu áleiðis til Frakklands. Íbúar eru um 185 þúsund og opinbera tungumálið í borginni er franska.
En Genf hefur líka sín svissnesku einkenni og ef þú ert t.d. að leita að góðu úri þá er þetta klárlega draumaáfangastaðurinn, með þekktustu úraframleiðendur heimsins á öðru hverju götuhorni.

Föstudagur 8. júlí
Þing

Laugardagur 9. júlí
Þing

Við vöknum upp á sunnudagsmorgni og skyldustörfum okkar fyrir Kiwanishreyfinuna er lokið í bili og við tekur skemmtun og ferðalög.
Ferðanefnin hefur oft fengið hrós fyrir að velja fjöllin umfram annað. Við höfum líka oft verið skammaðir fyrir að gista eingöngu í einhverjum krummaskuðum þar sem ekkert er við að vera.
Núna verðum við varla skammaðir fyrir það því umgjörð þessarar ferðar eru Alparnir í allri sinni dýrð og ein mikilfenglegasta borg í Evrópu, París. Þekkt fyrir fegurð, söfn og skemmtanalíf.

Sunnudagur 10. júlí
Ekið til Interlaken 215 km og gist í 3 nætur á City Hotel Oberland. 191 herbergja hótel sem býður Svissnesk þægindi, gestrisni og fallegt umhverfi við rætur fjallana Eiger, Mönch og Jónfrúarinnar.
Þetta svæði er einstaklega skemmtilegt og býður upp á mikla möguleika í stuttum dagsferðum.
Interlagen er í 570 metra hæð yfir sjó. Borgin er staðsett milli vatnanna Brienz til austurs og Thun til vesturs. Borgin dregur nafn af landfræðilegri stöðu sinni milli vatnanna ( Á latínu inter lacus )  Áin Aare rennur í gegnum bæinn og tengir vötnin saman.

Mánudagur 11. júlí
Kl.10 Stutt ökuferð og þá komum við að stað sem heitir Gletscherschlucht eða Glacier Gorge. Þetta eru 2 fjöll sem standa svo þétt að hægt er að teygja sig á milli. Gengið er um ótrúlega fallegt og hrikalegt gil sem aðskilur fjöllin. Gengið er á göngustíg sem hangir utan í berginu eða í jarðgöngum. Hæðarmismunur er 155 metrar en gangan er 573 metrar og tekur 45 mínútur. Þegar út úr gilinu kemur bíður rútan okkar en við fáum okkur kaffisopa áður en haldið er af stað.

Ekið til Grindelward. Bærinn sjálfur stendur í 1034 m. hæð en við ökum að skriðjöklinum við Grindelward. Jökullinn hefur hopað mikið á síðustu 20 árum. Fyrir þá sem vilja er hægt að komast nær jöklinum en þá þarf að klifra stiga utan á berginu of eru það einar 1000 tröppur. Þar uppi er lítið kaffihús. Starfsfólkið þar fer þarna upp og niður daglega.
Þarna trónir tindurinn Eiger yfir bænum en hann hefur verið vettvangur James Bond mynda.
Í eftirmiðdaginn verður ekið heim á hótel og kvöldið er ykkar.


Þriðjudagur 12. júlí

Toppur Evrópu.
Ef veður leifir er ætlunin að fara upp á fjallið Jónfrúna. Klifrað er upp fjallið í lestum sem ganga á spori sem meitlað er í klappirnar eða grafin í göngum inn í fjallinu. Síðasta spölinn er farið upp í lyftu í 4571 metra hæð.
Hugmyndin að lestargöngunum inn í fjallinu kom fram 1893 en hæsta lestarstöð í Evrópu var opnuð 16 árum síðar 1912 í 3454 metra hæð.
 


Miðvikudagur 13. júlí
Ekið til Chamonix við rætur Mont Blanc í Frakklandi 233 km leið og gist í 3 nætur. Hér gefum við frían dag. Upplagt að skoða sig um í þessum fallega bæ og sjá hvað hann hefur upp á að bjóða.


Fimmtudagur 14. júlí
Hérna gefst kostur á að fara upp í fjallið með kláfum eða dagaurinn er frjáls.
Hægt er að taka kláf upp í 3842 metra hæð. Þaðan er hægt að svífa meðfram tindi Mont Blanc sem er 4810 metrar og er hæsti tindur Evrópu. Þetta hlýtur að vera alveg einstök tilfinning að svífa þarna yfir jöklinum í svo tignarlegu landslagi.Föstudagur 15. Júlí
Í dag finnum við skemmtilegan stað til að heimsækja. Eitt af því sem kemur til greina er  borgarin Annecy 105 km leið. Bærinn stendur á bakka stöðuvatns og áin Thiou rennur í um bæinn. Mörg yndisleg lítil veitingahús og barir standa á árbakkanum. Borgin hefur stundum verið nefnd Feneyjar Frakklands.
Við gerum gott stopp í Annecy áður en við höldum heim á hótel.

Laugardagur 16. júlí
Ekið til Parísar 616 km leið. Við vöknum snemma og höldum af stað kl. 8 um morguninn. Þetta er nokkuð löng keyrsla en ekkert við því að gera því Genf liggur alltaf illa við flugi til Íslands. Þetta verður langi dagur ferðarinnar en reyndar sá eini. Við ökum beint á hótelið Hotel Mercure Terminus Nord 236 herbergja 3. Stjörnu hótel sem hefur fengið góðar umsagnir.
Séu úthverfi Parísar talin með er íbúafjöldinn 8,5 milljónir.  París er langstærsta borg Frakklands.  Hún er efnahagsleg og menningarleg heimsborg. París er eitt þétt- og fjölbýlasta svæði jarðar.
Í dag er París talin vera einn af fegurstu og mest lifandi borgum í Evrópu. Borgin byggðist upp út frá eyju í ánni Signu þar sem er hinn sögulegi miðbær og dómkirkjan Notre Dame.
París hefur sennilega fleiri þekkt kennileiti en nokkur önnur borg í heimi. Þar af leiðandi koma gestir með alls konar væntingar.
Við skulum litast um.


Sunnudagur 17. Júlí og mánudagur 18. Júlí

Skoðum okkur um í París.
Söfnin,  Effel turninn, Sigling á ánni Signu
Rauða Millan eitt kvöldið.
Sigurboginn Hinn stærsti sinnar tegundar í heiminum

Notre Dame dómkirkjan , helguð Maríu mey. Kirkjan var reist á árunum 1163 til 1345
 


Pompidou-safnið. Byggingin er sérstök, svo ekki sé meira sagt. Arkitektúr hússins er óvenjulegur og húsið sker sig úr nánasta umhverfi, enda voru miklar deilur um byggingu þess. Gagnrýnisraddirnar eru að mestu hljóðnaðar enda hefur húsið haft þýðingarmiklu hlutverki að gegna í listalífi borgarinnar.

Louvre safnið er eitt stærsta listaverkasafn í heimi og hefur að geyma sum af frægustu listaverkum miðalda. Ekki hefur mikla þýðingu að reyna telja til þekktustu verkin, en þó má nefna Monu Lisu, sennilega eitt frægast málverk í heimi.

Þriðjudagur 19. júlí
Flogið heim frá Charles de Gaulle flugvelli með Flugleiðum FI 543 kl. 14:15 og lent í Keflavík kl. 15:45
 
Til skráningar hafið samband við
Ferðanefnd
 
Björn Baldvinsson, Mosfelli –
boddi@centrum.is
– Sími 694 7300
 
Diðrik Haraldsson, Búrfelli –
diddiharalds@hotmail.com
– Sími 899 1790
 
PRENTVÆN ÚTGÁFA
 

Færeyjaferð - júní 2011

Umdæmisstjóri hefur falið ferðanefnd að kanna áhuga á þátttöku í ferð til Færeyja.
Tilefni ferðarinnar er afmæli Kiwanisklúbbanna Tórshavn 30 ára og Rósan 20 ára sem verður haldið upp á með veglegri afmælishátíð 4. júní 2011.
Vitað er að einhverjir klúbbar ætla að fjölmenna og töluverður áhugi er fyrir þessari ferð frá einstaklingum úr öðrum klúbbum.
Í boði eru 2 leiðir.

Með flugi:
Flogið er frá Reykjavík föstudaginn 3. júní og heim aftur mánudaginn 6. Júní. Flugfélagið sér ekki um pöntun á hótelum þannig að þátttakendur sem velja þessa leið þurfa að panta sér hótel á eigin vegum. Völ er á hótelum og gistihúsum í ýmsum verðflokkum. Best er að bóka þetta á netinu. Verð á fluginu er kr. 54.360.-

Með Norrænu:
Siglt er með Norrænu frá Seyðisfirði 1. júní og komið daginn eftir 2. júní til Færeyja. Gisting í 4 nætur á Hótel Thorshavn sem er 3* hótel staðsett í miðbænum með útsýni yfir höfnina að framan og ráðhústorgið fyrir aftan. Innifalinn morgunmatur. Hótelið er mjög miðsvæðis þannig að stutt er í verslanir, veitingahús og kaffihús. Hótelherbergin eru mjög mismunandi að stærð og gerð. Siglt með Norrænu 6. júní og komið heim daginn eftir.

Verð ferðarinnar:
Miðað við 4 farþega í bíl, gistingu í 4ra manna klefa á miðsvæði, án glugga, með wc og sturtu eina nótt á hvorri leið. Gistingu á Hótel Thorshavn í tveggja manna herbergi í 4 nætur.
Kr. 90.500.-

Miðað við 4 farþega í bíl, gistingu í 4ra manna klefa á miðsvæði, án glugga, með wc og sturtu eina nótt á hvorri leið. Gistingu á Hótel Thorshavn í eins manns herbergi í 4 nætur.
Kr. 127.400.-

Staðfestingargjald er 10% af verði og 25% af verði 90 dögum fyrir brottför.
Uppgjör ferðarinnar 45 dögum fyrir brottför.

Í ferðinni verður fólk algjörlega á eigin vegum. Nýtur þess að vera á þessum einstöku eyjum. Þar sem reiknað er með að allir verði með bíl er upplagt að skoða sig um. Það er einfalt að keyra í Færeyjum og margt að skoða án þess að keyra langt.

Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Björn Baldvinsson sem fyrst. Boddi@centrum.is eða í síma 694 7300.
 


 

Evrópuþing Kiwanis 2010
Haldið á Sikiley 4. – 5. Júní

Hér má skoða myndasafn frá Bödda og Söru úr ferðinni klikka HÉRFerðatilhögun

  Kæru forsetar Kiwaniskúbba.
Ferðanefnd Kiwanis umdæmisins hefur verið að setja saman ferð á Evrópuþing Kiwanis sem haldið verður á Sikiley 4-5 júní n.k en ferðin er frá 29. maí til 12. Júní.
Ferðanefndin biður ykkur um að kynna ferðina á klúbbfundum. Það eru laus sæti í ferðina en best er að hafa samband við Björn Baldvinsson síma 694 7300 ef áhugi er fyrir ferðinni eða til að fá nánari upplýsingar.
Sikiley hefur yfir sér ævintýraljóma. Náttúrufegurð, fjölbreytilegt mannlíf, forn menning, matur og góð vín  gera þessa eyju einstaka.
Þannig er það gott fólk. Við erum að bjóða ykkur einstaka ferð sem hugsanlega hefur ekki verið farin fyrr á þennan hátt a.m.k. ekki frá Íslandi.


Eyjaflug 2010 – Sikiley – Sardinía - Korsíka

Laugardagur 29. maí
Flogið er með Icelandair frá Keflavík kl. 10:30 til Milanó og komið þangað 16:20 og haldið áfram með Al Italia til Sikileyjar kl. 17:45 og komið til Catania á Sikiley kl. 19:40. Frá flugvelli til Taormina er um klst. akstur.

Í Taormina hugsum við okkur að dvelja næstu 8 nætur.
Bærinn Taormina stendur í brattri hlíð. Hótelið okkar heitir Bristol Park Hotel. www.bristolparkhotel.com/  Þetta er 4 stjörnu hótel og stendur um 150 metra upp í hlíðinni á spennandi stað miðsvæðis í Taormina nálægt Grísku  útileikhúsi frá tímum Grikkja á Sikiley og garðinum Duca di Cesarò.

Við finnum okkur eitthvað að borða og göngum trúlega fljótlega til náða eftir langt ferðalag.

Sunnudagur 30. maí
Við vöknum hress í morgunmat og höldum svo fararstjórafund kl. 10:00 og skipuleggjum dvölina, gefum svo daginn frían og skoðun okkur um.
Taormina er gullfalleg borg í hlíðum Tauro fjalls. Taormina er ekki síður fræg fyrir fallegt borgaratæði og glæsilegt útsýni bæði til Etnu og út með ströndinni og yfir hafið.

Mánudagur 31. maí
Við kynnum okkur eldfjallið Etnu sem er eitt frægasta eldfjall heims. Etna gaus síðast  2001 og 2002. Við vitum ekki hvernig leiðsögumaður okkar tekur á þessu en hægt er að keyra upp í fjallið í 1900 metra hæð  en fjallið er 3350 metra hátt. Í hlíðinni er bærinn Nicolosi sem hefur stundum verið nefndur Hliðið að Etnu. Þaðan liggja leiðir margra upp í fjallið.

Þriðjudagur 1. júní
Við ökum suður með ströndinni ca. 100 km. leið. Borgin Siracusa er falleg borg og fornfræg. Í borginni eru ýmsar  minjar um mikilfenglega fortíð sem má reka allt til þess er Kórinþumenn stofnuðu nýlendu þar árið 734 fyrir Krist. Miklar minjar eru í borginni og má þar nefna Neapolis fornminjasvæðið með Grísku útileikhúsi. Einnig Latomia del Paradiso sem er stórt svæði með stórfenglegum fornminjum t.d. Rómverskt hringleikahús og eyra Dionysosar sem er manngerður hellir með 23 metra lofthæð.

Miðvikudagur 2. Júní
Frír dagur. Tökum það rólega og skoðum eitthvað í borginni

Fimmtudagur 3. Júní
Skoðunarferð til borgarinnar Agrigento sem er við miðja sunnanverða strönd Sikileyjar. Borgina reistu grískir landnemar snemma á 6. öld fyrir Krist. Náttúrufegurð er mikil á þessu svæð. Annað sem dregur ferðamenn til borgarinnar er svonefndur Hofdalur þar sem byggð voru mörg Grísk hof.
Á leiðinni til baka eru einhverjar merkustu minjar sem fundist hafa frá tímum Rómverja. Nálægt bænum Piazza Armerina er fyrrum sveitasetur frá því snemma á fjórðu öld. Þar er að finna 3500 fermetra gólf með einhverjum mögnuðustu mósaík listaverkum sem fundist hafa með margskonar myndefni.
Eftir það höldum við sem leið liggur heim á hótel.

Föstudagur 4. júní
Kl. 10 Þinggögn sótt.
Frír dagur fram að þingsetningu.

Laugardagur 5. júní
Evrópuþingið
Lokahóf

Sunnudagur 6. júní
 Við verðum að taka daginn tiltölulega snemma því við verðum að keyra eyjuna endilanga til borgarinnar Trapani til að ná ferjunni sem fer til Sardiníu kl. 19:00

Mánudagur 7. Júní
Komið til Cagliari á Sardiniu kl. 06.00 um morguninn
Við höfum rútu allan tímann á Sardeníu og notum fyrsta daginn til að keyra eyjuna á enda.
Þar er borgin Alghero þar sem við gistum í 3 nætur. Hótelið okkar er Hotel Calabona 4 stjörnu hótel, www.hotelcalabona.it/ Hótelið stendur utarlega í borginni niður við sjó. Þar er lítil baðsrtönd fyrir hótelgesti.

Ástæðurnar fyrir þessu vali eru 4. Við viljum dvelja á einu hóteli. Við vitum að þarna er fallegt. Það er stutt í ferjuna til Korsíku. Síðast en ekki síst vitum við af þarlendum Íslenskumælandi pilti sem býr þarna og við vonumst eftir að hitta hann og geta notið góðs af leiðsögn hans.

Þriðjudagur 8. júní
Við þokum okkur til baka inn á miðbik eyjunnar þar sem forvitnilegt er að litast um.

Miðvikudagur 9. júní
Á austurströnd Sardiníu er vogskorin strönd, sælureitur bátaeigenda. Dýrasti hluti Sardiníu.


Fimmtudagur 10. Júní
Ekið til Santa Teresa de  Gallura. Við verðum að taka fyrri ferjuna kl. 7:30 um morguninn. 30 mínútna akstur er til hafnarinnar og mæting klukkutíma fyrir brottför svo við þurfum að vakna snemma og leggja af stað kl. 6:00. Siglingin tekur tæpa klukkustund.  Komið er að landi í höfuðborginni Ajaccio á Korsíku. Við ökum eyjuna endilanga til borgarinnar Bastia og gistum Hótel Ostella, Bastia  www.hotelsclick.com


Föstudagur 11. Júní
Frá Bastia fer ferjan upp til meginlandsins. kl. 21 og siglum um nóttina.
Daginn notum við hinsvegar til að skoða okkur um í Bastia og nágrenni

Laugardagur 12. júní
Siglt um nóttina og komið til  Savona á norður Ítalíu snemma morguns.  
Ekið til Milanó um 215 km. leið og flugið tekið heim frá Malpensa flugvelli kl. 17:20. Lending í Keflavík 19:35.
 

Mæting á flugvellina 2 -3 klst. fyrir flug.
Aðeins verða 50 sæti í boði
Staðfestingargjald og innborganir eru kr. 50.000.- á mann
Staðfestingargjald 1. nóvember og innborgun 5. janúar
Hugsanlega þarf innborgun 1. Mars
Verð nálægt 2000 til  2200 Evrum á mann
Fullnaðargreiðsla 6 vikum fyrir ferð
Þegar kemur að lokagreiðslu verður allt í boði til að létta ykkur ferðina. Greiðslukort. Vildarpunktar. Gjafabréf. Greiðslu dreifing með Visa og Master kortum.
Ef greiddur er helmingur ferðakostnaðar fæst ferðatrygging í samræmi við skilmála kortanna ykkar.
Góða ferð.

Ferðanefndin.
Björn Baldvinsson, Mosfelli – boddi@centrum.is – Sími 694 7300
Diðrik Haraldsson, Búrfelli – diddiharalds@hotmail.com – Sími 899 1790

 

Prentvæn útgáfa
 

 


 

 Ferð á Evrópuþing í Ghent í Belgíu 4. Til 8. júní 2009

Ferðanefnd Kiwanisumdæmisins Íslands-Færeyja hefur undirbúið ferð á Evrópuþing Kiwanis sem haldið verður í Ghent í Belgíu 4. til 8 júní 2009. Í því efnahagslega umhverfi sem við búum við núna, má vænta þess að þátttaka verði ekki eins góð og undanfarin ár. Þar af leiðandi verður ferðin eingöngu miðuð við þingið sjálft og einn dagur að auki í Amsterdam. Það er svo á valdi hvers og eins að framlengja ferðina eða breyta ferðatilhögun.

Á þinginu verður Andrés Hjaltason í framboði til Evrópuforseta. Líklega fær Andrés mótframboð, en það er ekki staðfest ennþá. Það er því enn  mikilvægara að við sem eigum þess kost að fara til þings, gerum það og styðjum hann til þessa mikilvæga embættis. Ef Andrés nær kjöri mun Evrópuþing verða haldið í Íslandi og við ættum að geta nýtt okkur það til að efla Kiwanis.

Kostningarétt  á Evrópuþingi hafa fyrrverandi Evrópuforsetar og umdæmisstjórar, sitjandi umdæmisstjóri ásamt 3 fulltrúum frá umdæmisklúbbum "in good standing" Klúbbfulltrúa ásamt varamönnum verður að tilkynna til ritara Evrópustjórnar a.m.k. 30 dögum fyrir þing.
 
Áætlaður kostnaður.

1 Flug til Amsterdam   kr. 47.140 € 326
2 Lest til Ghent og til baka kr. 10.150 €  70
3 Gisting í Ghent 3 nætur kr. 27.260 € 188
4 Gisting í Amsterd. 1 nótt kr. 12.325 €  85

 ï® Verð á mann ca. 95 - 100 þúsund kr. miðað við evra = 145 kr
 ï® Verð er miðað við að 2 séu saman í herbergi

Slóð á Hótel í Ghent.
Hótel Ibis
http://www.accorhotels.com/gb/hotel-0961-ibis-gent-centrum-st-baafs-kathedraal/index.shtml

Slóð á Hótel í Amsterdam
Hotel Avenue Centrum
 Avenue Hotel Amsterdam ***
 www.embhotels.nl


Frestur til að tilkynna þátttöku rennur út föstudaginn 27. Febrúar 2009.
Ferðanefnd hvetur alla Kiwanisfélaga að koma með á Evrópuþingið
    
 Með Kiwaniskveðju
Bernhard Jóhannesson og Atli H. Þórsson 

Ferð á Evrópuþing Kiwanis í Austurríki:

Fegurð og frábærir ferðafélagar

-  og forvitnileg saga við hvert fótmál

Það var á haustdögum 2007 að þeir félagar Diðrik Haraldsson og Björn Baldvinsson tóku að sér að skipuleggja hópferð Kiwanisfélaga á Evrópuþingið í Linz í Austurríki. Þeir gerðu sér ferð á hendur á þessar slóðir, kynntu  sér ferðaleiðir og hótel. Vanir menn sem ekki voru að skipuleggja ferð í fyrsta sinn.

Á grundvelli þessa ferðalags þeirra félaga lagði 53 manna hópur Kiwanisfélaga og þeirra fólks, af stað til Munchen í Þýskalandi árdegis 3. júní. Það var létt yfir hópnum strax í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Spenningur og tilhlökkun. Karlarnir kíktu við í græjubúðunum eða komu við á barnum, konurnar leituðu frekar í fatnaðinn og snyrtivörurnar. Eftir fyrsta útkall í flugvélina voru allir komnir í sín sæti. Flugið til Munchen tók 4 klukkustundir og það fór vel um mannskapinn.
Strax og lagt var af stað í rútu frá Munchen, áleiðis til Austurríkis, varð ferðahópurinn þess áskynja, að það var ekki haldið út í óvissuna. Fararstjórarnir höfðu útbúið þaulskipulagt ferðaplan og hver dagur hafði sína dagskrá, ýmist skoðunarferðir, Evrópuþingið sjálft eða bara afslöppun og þægilegheit.

Á slóðum Heiðu og Péturs geitasmala
Fyrsti áfangastaður var Walchsee, lítið þorp við lítið vatn innan um stór og mikil fjöll, sjálf Alpafjöllin, rétt innan landamæra Austurríkis. Myndir á konfektkössum og póstkortum af þessu svæði hafa löngum heillað en verið hálfgerður óraunveruleiki. Hér vorum  vorum við hinsvegar mætt í slíka staði.  Hægt var að ímynda sér veröldina hennar Heiðu og afa hennar, hennar,  Klöru í hjólastólunum og Pétur geitasmala. Eða sjá fyrir sér Sound of music.  -  Varð snortinn af fegurðinni og mikilfengleikanum.  Þarna er fegurðin  algjört augnakonfekt.

Þar sem örlög milljóna manna voru ráðin
Á þessu svæði, Þýskalandsmegin,  er Berchtesgaden í þýsku Ölpunum,  eitt af fegurstu landssvæðum Mið-Evrópu og vinsælt ferðamannasvæði. En þarna er líka t.d. hið fræga  Arnarhreiður, sem Martin Borhmann, einn af nasistunum, sem lengst þóttu ganga í illvirkjum, lét byggja og lét síðan ríkið gefa  Adolf Hitler  á 50 ára afmæli hans.  Þangað  lagði Kiwanishópurinn leið sína til að skoða þetta einstaka mannvirki.  Á leið upp snarbrattan, mjóan og hlykkjóttan veginn neðan úr Berchtesgaden upp í þorpið á Obersalzberg (Efra Saltberg) í hlíð fjallsins Hoher Göll ofan við Berchtesgaden kemur ákveðin setning í hugann; ,,Hefur hver til síns ágætis nokkuð". Nema einn, - finnst mér að ætti að bætast við og hef þá Martin Borhmann í huga. Í bröttustu brekkunum er sem bíllinn ætli að prjóna og falla afturfyrir sig enda er farið  hálfan kílómetra nánast lóðrétt upp á þessum tiltölulega stutta vegi þar til komið er upp á Hintereck bílastæðið í um 1000 m hæð yfir sjávarmáli þaðan sem rúturnar ganga upp í efsta bílastæðið, neðan við Arnarhreiðrið sem trónir 834 m ofar efst á brún fjallsins Kehlstein.
Þegar farið er yfir sögu þorpsins Obersalzberg á síðari hluta 20. aldar er Martins Borhmann oft getið og að því virðist, aldrei fyrir annað en illvirki og varmennsku. Hann var framkvæmdastjóri Hitlers á Oberzalsberg fram að stríðslokum 1945. Hér knúði hann þúsundir stríðsfanga áfram við geðveikislegar byggingaframkvæmdir, jafnvel í vitlausum veðrum og vetrarkulda, með hjálp stormsveitarmanna með sérþjálfaða hunda. Hann lifði hér í vellystingum praktuglega með hirð gæðinga sér á báðar hliðar. Ofboðslegt óhóf hans, eyðslusemi og svall varð frægt að endemum.
Þegar staðið er á hólnum við bílastæðið Hintereck og horft yfir þennan dásamlega fallega stað er erfitt að gera sér í hugarlund þann mikla mannlega harmleik sem honum tengist á fleiri en einn veg. Og hér voru lögð á ráðin um hvert illvirkið á fætur öðru í styrjöld sem mun hafa kostað um 50 milljónir manna lífið. Mun fáa hafa grunað hvílík ógæfa fylgdi Austurríkismanni að nafni Adolf Hitler sem barði að dyrum og baðst gistingar á sveitakrá á Oberzalsberg sumarkvöld eitt árið 1923.

Tónlistin eitt af aðalsmerkjum Austurríkis
Framundan var Evópuþingið í Linz. Þangað var ekið með viðkomu í þeirri fallegu borg, Salzburg. Þekktust er sú borg vegna tónlistarinnar. Þar fæddist tónskáldið Wolfgang Amadeus Mozart og er bæði tónlistarsafn og þekktur tónlistarskóli kenndur við hann. Það er eiginlega ekki  hægt annað en meðtaka tónlist í þessari borg, svo sterkan svip setur hún á Salzburg. Þá var kvikmyndin Sound of music tekin í borginni, í Mirabell garðinum, rétt við Mozart tónlistarskólann. Annars eru fleiri þekkt tónskáld frá Austurríki, má þar nefna Johann Strauss, yngri  og eldri og Joseph Haydn svo einhverjir séu nefndir.
Borgin Linz, þar sem Evrópuþing Kiwanis var haldið, stendur langt að baki Salzburg hvað fegurð  snertir. Linz er hinsvegar kröftug iðnaðarborg með um 190 þúsund íbúa og verður menningarborg Evrópur árið 2009. Störfin í borginni eru talin um 210 þúsund talsins en daglega koma um 80 þúsund manns inní Linz til vinnu, fólk sem býr í nágrannabæjum og í sveitinni í kring.

Kannski vísbending um hlutskipti Íslands í ESB
Sjálft Evrópuþingið var haldið í gríðarlega fallegu húsi, þegar inn var komið, líktist höll og heitir Palais Kaufmannischer Verein. Þingið var ekki átakamikið, gekk fljótt fyrir sig. Aðeins eitt mál fékk umræðu og nokkur skoðanaskipti. - Um árabil hefur sá háttur verið  á kjöri Evrópuforseta, að aðildarlöndin hafa tilnefnt forsetaefnið í einskonar goggunarröð. Þessu vildir sumar þjóðir breyta. Vildu að aðildarlöndin bjóði fram forsetaefni og síðan yrði kosið á milli þeirra. Þannig fengist sá hæfasti til starfans. Tilnefningarnar einnar þjóðar, ár hvert, byðu uppá á meiri líkur á að vanhæfur maður færi í starfið. Þar sem hér var um lagabreytingu að ræða, þurfti tillagan 2/3 hluta atkvæða. Svo fór að breytingatillagan var samþykkt með einu umframatkvæði. Hún þurfti 124 atkvæði til að ná fram að ganga, en hlaut 125. Íslendingar, Norden og Holland lutu þar með í minni pokann fyrir Þjóðverjum, Ítölum og Austurríkismönnum, sem hafa val á Evrópuforseta framvegis í hendi sér, vegna atkvæðavægis. Kannski vísbending fyrir Íslendinga sem vilja ganga í ESB.

Dóná svo blá
Toppurinn á Evrópuþinginu var hinsvegar Gala dinnerinn að kvöldi þingdags. Hann var um borð í skipi sem sigldi um Dóná með allan hópinn fram á nótt.  Fyrir utan góðan mat og guðaveigar, var siglingin hreinn unaður. Hér þurfti enga veltiugga, lygn Dóná sá til þess. Undir dynjandi tónlist var síðan stiginn dans, og á engan er hallað þótt sagt sé að hjónin frá Siglufirði, Birgir Björnsson og Hrafnhildur Stefánsdóttir hafi stolið senunni þetta kvöld, enda sögðust þau hafa dansað saman í nærri 50 ár.

Skipulag fararstjóranna frábært
Nú tók við nýr kafli í ferðinni. Embættisverkin voru að baki, framundan var notaleg dvöl í faðmi Alpafjallanna. Inní vatnsvæði milli hárra skógi vaxinni fjalla, við vatnið Wolfgangsee. Milli þess sem slappað var af voru þeir félagar Diðrik og Björn búnir að skipuleggja skoðunarferðir um svæðið. Ein ferðin var lítils bæjar, Hallstatt, sem stendur á alveg ótrúlega litlu landssvæði. Húsin eru byggð utan í fjallshlíð, hvert upp af öðru. Fyrr á árum var mikil saltvinnsla í bænum. Göng voru grafin nokkur hundruð metra inn í fjallið fyrir ofan bæinn, í yfir 1000 metra hæð, - þar inni voru gerð lón, full af vatni, sem tóku í sig saltið úr fjallinu. Það leystist upp í vatninu og þegar það var orðið 35-37% salt, var pækillinn  látin renna niður fjallshlíðina, til Hallstatt, þar sem hann var eimaður og saltið síðan selt um víða veröld. Enn er unnið salt  í fjallinu en tæknin hefur gert vinnsluna auðveldari. Eftir því sem  okkur var sagt, var sjór yfir Alpafjöllunum fyrir einhverjum milljónum ára. Þegar fjöllin risu uppúr sjónum varð saltið síðan eftir í lægðum.
Önnur skoðunarferðin var uppá fjallið Schafbergspitze, 1782 metra hátt, með veitingahúsi efst á tindinum. Þangað var farið í lítilli gufu-járnbrautarlest, sem farið hefur þessa leið frá árinu 1896, að vísu endurbætt. Lestin fór á tíðum  ansi bratt og tæpt á bjargbrúnum. En stórkostlegt útsýni af  fjallinu var lofthræðslunnar virði. Önnur fjallaferð var uppá fjallið Zvölferhorn, 1522 metra hátt. Þangað var farið í víra-kláfi, dálítið ógnvænleg ferð, dinglandi í lausu lofti í 2x20 mínútur,  en skemmtilegust þegar maður hafði aftur fast land undir fótum.

Saltböðin leystu barnaleysið
Einn af bæjunum við Wolfgangsee heitir Bad Ischl. Er þekktur fyrir saltböð, sem efnafólk áður fyrr sótti í, sér til heilsubótar. Sagt er að Karl Franz I Austurríkiskeisari og Sophia kona hans hafi komið reglulega til þessa bæjar. Þau hjónin gátu ekki eignast barn, en eftir að þau höfðu stundað saltböðin um nokkurn  tíma kom erfinginn, Franz Josep undir. Frægð staðarins óx um allan helming við þessi tíðindi og háaðall Evrópu tóka að streyma til Bad Ischl sem aldrei fyrr. Hvort allar konur urðu síðan ófrískar við saltböðin, kunna heimildir ekki að segja frá.  En þessi Franz Josep, sem kom undir við saltböðin,  erfði krúnunna að föður sínum gengnum. Hann  bjó í  höfuðborginni, Vín, en átti sér hjákonu, í  Bad Ischl, sem hét Sissy. Sagt er að hún hafa búið þær æðislegustu kökur sem fyrirfundust í Austurríki. Setti hún að fót bakarí til að selja þær. Og sagt er að uppskriftir hennar séu enn notaðar í kökugerð í þessu sama bakaríi, sem ber nafn hennar. Kiwanishópurinn lagði að sjálfsögðu leið sína í bakaríið til  að smakka kökurnar. Jú, þær voru bara fjandi góðar.

Gylfa þótti hópurinn einstaklega skemmtilegur
Þá var komið að þætti Gylfa umdæmisstjóra. Hann bauð öllum ferðahópnum til veislu áður en haldið var frá bænum Stroble við vatnið Wolfgangsee. Hafði orð á því að hópurinn væri einstaklega skemmtilegur, - það kom okkur hinum reyndar ekki mjög á óvart. Þar var einsöngur, tvísöngur og fjöldasöngur.  Og veittar viðurkenningar fyrir hin ýmsu afrek, svo sem mesta hrekkjusvínið, mesti göngugarpurinn,  engill ferðarinnar o.s.frv. Hópurinn kunni að skemmta sér hvert með öðru.

Þar sem virkjanir eru líka túrismi
Síðasti áfangastaðurinn var skíðabærinn Zell am see. Lítill fallegur bær ínní hinum miklu Alpafjöllum. Skíðatogbrautir og skíðabrekkur hvar sem  litið var til fjalla enda þekktur skíðabær. En ekkert af snjó, enda sumar og sól. Ýmislegt var að skoða og njóta. Verslanir eins og C&A og HM-Rowells nutu nokkura vinsælda, sérstaklega þeirra sem pissa sitjandi, - eða að fólk bara  spókaði sig  í bænum, milli þessi sem sest var niður á veitingahús og fenginn sér einn kaldur. Nokkur hópur fór að skoða geysimikla stíflu þar rétt hjá bænum. Á Íslandi er sagt að velja þurfi á milli virkjana eða ferðamanna. Hér í Austurríki er þessu blandað saman. Fjöldi vatnsaflsvirkjana eru í Austurríki og þangað eru skipulagðar ferðir fyrir ferðamenn og seldur aðgangur. Þennan dag sem við heimsóttum stíflumannvirkin Kesserfall, voru stöðugar ferðir þangað upp, í rútum og kláfum. Þessi virkjun er sem sagt líka túrismi.

Það er alltaf best að koma heim
Þannig liðu dagarnir, hver af öðrum, alltaf höfðu þeir félagar Diðrik og Björn, eitthvað í handraðanum, til skoða, eftir  því sem hver og einn  vildi. Og svo var komið að lokum ferðarinnar. Austurríki var kvatt með trega, einstaklega fallegt land með mikla sögu. En þótt að baki væri einstaklega skemmtileg og fróðleg ferð, uppfull af mikilli sögu þessa lands. - Þá er samt alltaf best að koma heim.

Hirðskáld ferðinarinnar, Hjörtur Þórarinsson orti svo við lok ferðarinnar:
Nú líður að loka stundu, leiðin til baka er hafin.
Í ferðinni allir vel undu umhyggju og forsjálni vafin.

Gjaldeyris gangverkið snerist   sem gengishæð Evrunnar breytti.
Hjá ykkur þótt annað eins gerist  aldrei á blindskeri steytti.

Furðuleg fjármála snilli  með fjármagn  það sem  að við greiddum.
Snilld fer ei mála í milli, en miklu við sjálf hérna eyddum.

Ferðir um fjallbratta vegi  og fljótandi vatna báta,
Gjaldtakan gilti þar eigi, af góðmennsku megið þið státa.

Í náttúru nýtísku safni  neitaði Diðrik að svara,
söngur hans sífellt  sá jafni  sagði hann: Komið þið bara.

Alsæl í heimferð  skal halda  heimþrá á mannskap mun leita.
Þakklætið fimmtug falda með fagnaðar klappi skal veita.

Ferðafélögum þakka ég skemmtileg kynni, sem  standa uppúr allri ferðinni. Það eru minningar, sem ég mun geyma með mér þar til yfir  lýkur.


Gísli Valtýsson,
Forseti Helgafells.

 


Evrópuþing Kiwanis 2008 
verður haldið í Linz í Austurríki 5 til 7 júní
 

Ferð Kiwanismanna á Evrópuþing Kiwanis
Linz í Austurríki 3. til 17. júní 2008

Ferðanefnd og fararstjórar
Björn Baldvinsson, Diðrik Haraldsson

Leiðsögumenn.
Óskar Bjarnason, Guðný Margrét Emilsdóttir

Þriðjudaginn 3. júní.
Flogið með Icelandair frá Keflavík kl. 10:30 til Munchen í Þýskalandi og komið þangað kl. 16:10. Þaðan ökum við 140 - 150 km leið að vatninu Walchsee og gist þar í 2 nætur. Hótelið okkar er Hótel Bellevue. www.tiscover.at/bellevue

Miðvkiudaginn 4. júní.
Kl. 9:30. Fundur með fararstjórn og leiðsögumönnum.
Kl. 10:30. Skoðunarferð til Berchtesgaden. Þetta er eitt af eftirlætis svæðum Björns sem segir það eitt af fallegustu svæðum Þýskalands og þá sérstaklega við vatnið Köningsee. Þarna á þessum slóðum er að finna hinn kunna bústað Adolfs Hitlers Arnarhreiðrið sem við ætlum að skoða. Við komum aftur til Walchsee fyrir kvöldmat.

Fimmtudaginn 5. júní.
Kl. 10:00. Ekið til Zalsburg rúmlega klukkustundar akstur. Þar gefum við frjálsan tíma. Skoðum Mosart safnið og ef til vill kastalann. Kl. 15:30 verður ekið til Linz 190 km og komið þangað um kl. 18:30.

Föstudaginn 6. júní.
Kl. 10:00. Þinggögn sótt
Frír dagur fram að þingsetningu
Kl. 18:00. Þingsetning
Kl. 20:00. Vináttukvöldverður

Laugardagur 7. júní.
Kl. 8:30. Þinghald
Kl. 19:00. Lokahóf

Sunnudagur 8. júní.
Frír dagur til hádegis.
Kl. 13:00. Ekið um 150 km leið til Wolfgansee. Við væntum þess að það gangi greiðlega enda vegurinn að miklum hluta eftir hraðbrautinni.  Við komum að vatninu Wolgangsee um kl. 16.00 og gistum 5 nætur í bænum Strobl á Hótel Wolfgangseehof. www.wolfgangseehof.at/hotel.htm

Mánudagur 9. júní.
Kl. 10:00. Við ætlum í skemmtilega ferð þennan dag. Vonandi viðrar vel á okkur því við þurfum þess með. Við göngum niður að vatninu og um borð í bát sem flytur okkur til bæjarins St. Wolfgang. Þaðan tökum við sporvagn upp fjallið fyrir ofan bæinn. Þar er frábært útsýni í góðu veðri og veitingastaður þar upp.

Þriðjudagur 10.  júní.
KL. 10:00  Við förum til bæjarins Hallsted sem er einstakur fyrir það litla land sem hann stendur á. Bærinn stendur niður við vatnið og í snarbröttum hlíðum fjallsins. Bærinn ber ýmis einkenni þess hversu landlítill hann er. Ef vel viðrar gerum við gott stopp í bænum og ökum svo heim á hótel.

Miðvikudagur 11. júní.
Kl. 10:00. Skoðunarferð

Fimmtudagur 12. júní.
Kanski finnum við okkur eitthvað að gera eða höfum daginn frían og njótum þess að ganga um nágrennið eða bara vera löt og gera ekki neitt

Föstudagur 13. júní
Kl. 12:00. Ekið til Zell am see. Komið þangað í eftirmiðdaginn og gist á því frábæra hóteli, Garnd hotel.  www.grandhotel-zellamsee.at
Þetta hótel stendur í miðjum bænum alveg niður við vatnsbakkann. Þar uppaf gengur göngugata bæjarins með fjölda veitingastaða og verslana og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Laugardagur 14. júní
Frír dagur við Zell am see

Sunnudagur 15. júní.
Skoðunarferð

Mánudagur 16. júní.
Skoðunarferð

Þriðjudagur 17. júní.
Kl. 11:00.  Við leggjum af stað til Munchen sem er um 220 km akstur. Flogið heim kl. 17:10 og lent í Keflavík um kl. 19:05.


Sætaframboð
Í boði eru 90 sæti. Þegar það er uppselt er bókað á biðlista. Endanleg staðfesting með innborgun kr. 30.000.- pr mann er um áramótin.

Reikningur: 115-05-570722 
Eigandi: Kiwanis Austurríki
Kennitala: 130239-7819

Grand Hótel Zell am see


Fyrstu geislar morgunsólarinnar lýsa upp haustlitina við Wolfgangsee


Kvöldbirtan við Walchsee


Friðsæld við vötnin.

 


 

 

Evrópuþing Kiwanis 2007
Ferð Kiwanismanna til Póllands 28. maí til 11. júní 2007
1. dagur.  Mánudagur 28. maí.

Flogið snemma morguns í beinu flugi til Gdansk og komið þangað um hádegisbilið. Haldið verður til héraðsins Warminsko - Mazurske til staðar sem heitir Mikolajaki. Þar býður okkar glæsilegt hótel Hótel Golebiewski við vatnið Talty. Þar verður dvalið í 3 nætur.

Svæðið er í Norð -austur hluta Póllands og sagt vera eitt það hreinasta í Póllandi, heillandi umhverfi, falleg vötn og allmargir þjóðgarðar. Þarna er hægt að gera sér margt til gamans t.d. kajakaferðir, sigling um vötnin, náttúruskoðun og ganga sér til ánægju og heilsubótar í þessu frábæra umhverfi

2. dagur.  Þriðjudagur 29. maí.

Kl. 10:00 - Fundur með þátttakendum á hótelinu. Sigling um vatnið.        

3. dagur.  Miðvikudagur 30. maí.

Frjáls dagur. Upplagt að ganga um og skoða umhverfið, taka stuttar ferðir eftir því sem býðst á staðnum eða njóta þæginda hótelsins, fara í nudd, sund, eða snyrtingu.

4. dagur.  Fimmtudagur 31. maí.

Ekið til Sopot - Við leggjum af stað um hádegið og höfum viðkomu í Malbork 200.000 manna borg. Borgin hefur staðið af sér tvær heimsstyrjaldir óskemmd. Hún er nú á heimslista Unesco.

Við gistum í Sopot. Við höfum pantað hótel sem er í byggingu en verður tekið í notkun í febrúar n.k. Það heitir Hótel Villa Aqua, þriggja stjörnu hótel og er um 100 m frá sjónum og 500 m frá miðborginni.

5. dagur.  Föstudagur 1. júní.

Þinggögn sótt.

Þingsetning og vináttukvöldverður.

6. dagur.  Laugardagur 2. júní.

Evrópuþingið haldið í borginni Sopot.

Lokahóf.

Kl 10:00 - Bæjarferð fyrir maka og gesti.

7. dagur.  Sunnudagur 3. júní.

Ekið suður veg E-75 til Lods 383 km. Á leiðinni skoðum við borgina Tourn.  Við stoppum í gamla miðbænum þar sem falleg áin liðast um bæinn. 

Yfirnáttað í Lodz. Þetta er frekar ung borg og hefur ekki þennan gamla miðbæ sem víða er að finna í Pólskum borgum. Hún er önnur stærsta borg Póllands með um 900.000 íbúa. Við munum gista á Hótel Centrum.

8. dagur.  Mánudagur 4. júní. 

Ekið til Krakow 270 km. Krakow er 740.000 manna borg og er þriðja stærsta borg Póllands. Þar gistum við í þrjár nætur.  Í Krakow er þess virði að stoppa, því hún er með áhugaverðari borgum Póllands. Áhugaverðir staðir standa þétt og sagan nær aftur til steinaldar. Við gistum á Hótel Andels Cracow í miðborginni. Þetta er glænýtt hótel sem verið er að taka í notkun.

9. dagur.  Þriðjudagur 5. júní. 

Wielliczka er fræg fyrir saltnámur sem hafa verið starfræktar í 900 ár. Það er stórkostlegt að fara niður í námurnar.

10. dagur.  Miðvikudagur 6. júní.

Það er varla hægt að fara til Pólands án þess að skoða eitthvað af útrýmingarbúðum Nasista. Nasistar byggðu flestar afkastamestu útrýmingarbúðir sínar í Póllandi. Ein af þeim þekktari Auschwitz er einmitt ekki langt frá Krakow

11. dagur.  Fimmtudagur 7. júní. 

Ekið til Zakopone 110 km. Tatrafjöllin eru 51 km. löng og um 18 km. breið. Í Pólandi er aðeins 1/5 hluti fjallana en hinn hlutinn er í Slovakíu eins og þeir þekkja sem voru með okkur á þinginu í Tékklandi.

Í Tatrafjöllunum eru um 70 skíðabæir. Zakopone er einn þeirra, 30.000 manna bær sem stendur undir fjöllunum með fallegt útsýni.

Við gistum í 4 nætur á Hótel Litwor, fjögurra stjörnu hóteli, sem er ca. mínútu gangur frá göngugötu bæjarins.

12. dagur.  Föstudagur 8. júní.  Zakopone.

Fjallið Gubatowka er ekki mjög hátt, kannski 300 m. Upp fjallið gengur kláfur en þaðan er gott útsýni yfir borgina og til fjalla.

13. dagur.  Laugardagur 9. júní.  Zakopone.

Vatnið Morskie Oke er í 33 km. fjarlægð frá Zakopane. Við förum í rútunni eins langt og hún kemst en þá tekur við ferð í hestvögnum og síðan ganga að vatninu.

14. dagur.  Sunnudagur 10. júní.  Zakopone.

Eigum við ekki bara að slappa af???

15. dagur.  Mánudagur 11. júní. 

Ekið til Krakow og haldið heim í beinu flugi síðdegis.

Fyrirframgreiðslu 25.000.- þarf að vera búið að greiða fyrir áramót og lokagreiðslu fyrir 10. apríl 2007.

Bankaupplýsingar eru:

0115- 15 - 570528

kt: 130239 7819

Björn Baldvinsson v/ Póllandsferðar.
  
   
  39.Evrópuþing
9 Júní til  10 Júní, 2006  
  Endir á frábærri ferð til Ítalíu og Slóveníu

 


Síðasta kvöldmáltíðin

Sunnudagur 18 júní

Boðið var upp á hellaferð kl 11.00 og fór ein rúta af stað í hellanna en aðrir úr hópnum ákváðu að vera heima og slappa af eða fara í gönguferðir, hjóla eða annað, jú þetta er okkar síðasti dagur í Slóveníu. Á hótelinu var boðið upp á nudd og svo var líka sundlaug og heitur pottur og nýttu margir sér þessa þjónustu. Hluti hópsins sem fór í hellaferðina var komið á hótelið kl 18.00 og lét vel af þessum stórkostlegu hellum. Sameiginlegur kvöldverður var kl 20.00 og síðan var bara rólegheit fram eftir kvöldi, það þurfti að pakka niður og gera sig klára fyrir heimferð í fyrramálið.

Mánudagur 19 júní.

Lagt var af stað kl 07.00 frá hótel Komas, en fljótlega fór rúta 3 að hiksta og endaði með því að hún var stopp, en það náðist að koma henni af stað þangað til hún stoppaði öðru sinni en þá var farið inn á bensínstöð og reyndist þetta vera olíusían sem var að klikka og var því gott að hafa bifvélavirkja í hópnum, en eftir að skipt var um síu gekk allt að óskum. Við lögðum svona tímalega af stað ef við skyldum lenda í umferðateppum, en ferðin gekk að óskum svo það var ákveðið að taka seinna stoppið við Gardavatn og var gefinn þar einn og hálfur tími til að fá sér snæðing og skoða sig aðeins um við vatnið. Þarna var mikil hitasvækja um 33 gráður og mikill raki. Að loknu þessu stoppi var ekið í einum rykk til Milanó og vorum við kominn á flugvöllinn um fjöguleytið þannig að við höfðum nægan tíma til að ráfa þar um og fá sér að borða og kíkja í búðir því áætluð brottför var kl 19.55. Flugðið var á áætlun og tók flugið 3.klst og 45 mínútur þannig að við lentum í Keflavík um tíuleytið á íslensku tíma, og þar lauk þessari frábæru ferð okkar til Ítalíu og Slóveníu,

Þessi ferð var hreint út sagt stórkostleg í alla staði, frábær hópur og þarna eignaðist maður marga vini sem maður býr að til æviloka. Félagarnir í ferðanefnd hafa þarna unnið stórvirki og eiga þeir heiður skilið Diðrik, Böddi og Ævar, ásamt öllum þeim sem komu að þessari ferð, umdæmisstjóra  bílstjórum og farastjórum

Á næsta ári verður farinn ferð til Pólands og vil ég hvetja alla til að skella sér þangað, allavega er ég farinn að huga að þeirri ferð og mun gera allt til að komast í hana.

Ég persónulega vil fyrir hönd okkar Ástu þakka öllum þessum frábæra hópi fyrir ánægjuleg kynni og góðar stundir, og vonandi sjáumst við sem fyrst aftur.

Með Kiwaniskveðju

Tómas Sveinsson formaður internetnefndar
Skipt um olíusíu

Við Gardavatn

Á góðri stund við Gardavatn


Fréttir frá Slóveníu

Hópurinn í Lubijana

Jæja þá var komið að því sem konurnar hafa beðið eftir, að komast í eina stærstu verslunarmiðstöð í Evrópu . Þega allir voru búnir að fá sér morgunmat var lagt af stað með rútunum kl 10.00 og áfangastaðurinn var Lubjiana höfðuborg Slóveníu Við vorum kominn þangað rétt fyrir hádegi enda ekki nema 80 km keyrsla. Ákveðið var að rúturnar myndur sækja fólkið aftur kl 15.30 þannig að nú var ekkert annað að gera en að snúa sér að verslun. Þetta er feikna mikil verslunarmiðstöð sem telur nokkur hús þannig að við þurftum kort til að fara yfir þetta, en ekki náðum við að skoða nema lítinn hluta af verslunarmiðstöðinni, en margir gerðu þarna góð kaup. Þegar farið var í rúturnar aftur var haldið niður í miðborgina þar sem gefinn var frjáls tími til kl 17.30 og nýtti hópurinn þann tíma vel til að skoða sig um og bæði fá sér eithvað í gogginn eða versla aðeins meira, og að því loknu var haldið aftur upp í Kranjska Gora og vorum við kominn þangað rúmlega sjö. Klukkann átta var síðan sameiginlegur kvöldverður, og að honum var kíkt aðeins á lífið og haft það notalegt fram eftir kvöldi og jafnvel nóttu.

Þjóðhátíðardagrinn rann í garð bjartur of fagur eins og allir dagarnir hafa verið á þessu ferðalagi okkar. Kl 13.00 var boðið upp á ferð í Þjóðgarð hér rétt hjá og þar var skoðaður foss sem þykir svipa til Seljalandsfoss því það er hægt að ganga á bak við hann. Síðan var haldið í fjallaskála þar svolítið ofar í dalnum og þar er mikil og fögur fjallasýn. Aðeins stöldruðum við þar og fengum okkur hressingu, og síðan var haldið heima á leið. Guðmundur umdæmisstjóri var búinn að bjóða til mótöku kl 17.30 og voru allir mættir í gestamótökuna á réttum tíma og síðan var haldið í skrúðgöngu að hætti dagsins og gengið að stað hér rétt fyrir ofan hótelið, þar sem Guðmundur bauð upp á léttar veitingar. Þarna var farastjórum, bílstjórum og ferðanefnd þökkuð vel unnin störf og fengu allir smá viðurkenningu, og einnig þeir sem hafa átt í ferðinni afmæli, brúðkaupsafmæli eða aðra merka viðburði. Þarna var staldrað við í smá tíma og m.a tekið lagið að sjálfsögðu en síðan var haldið heim á hótel aftur þar sem boðið var upp á galadinner. Þjóðlagahljómsveit lék þarna í salnum hjá okkur þannig að þeir sem vildu gátu tekið smá snúning. Þegar fram í gestamóttöku var komið var tekinn upp gítar og sungið nokkur lög , að því loknu var haldið niður í kjallara hótelsins þar sem næturklúbburinn er til húsa og var höfð með í farteskinu íslensk tónlist sem plötusnúðurinn setti á fyrir okkur, þannig að fólk dansaði og skemmti sér langt fram á nótt.

Í dag var boðið upp á hellaferð en ekki notfærði sér allur hópurinn það, því margir kusu að vera heima og slappa af, fara í sund og heitapottinn eða liggja í sólbaði, en aðrir gengu um bæinn og nágreni. Þetta er síðasti dagurinn okkar og þurfa allir að fara snemma á fætur á morgun því þá er komið að heimferð, og verður þetta strembinn dagur já okkur því það er löng keyrsla til Mílanó þaðan sem flogið verður heim.

Með Kiwaniskveðju frá Slóveníu

Tómas Sveinsson formaður internetnefndar


Frá Lubijana

Fossinn í þjóðgarðinum

Fjallaskálinn í þjóðgarðinum

Bílstjórar og farastjórar

 

Heiðurshjónin Guðmundur og Kim


Fréttir frá Slóveníu

Hópurinn sem tók þátt í kvennahlaupinu

Góðann daginn frábær dagur í Slóveníu 33 stiga hiti og heiðskýrt. Nú voru mættar fyrir utan hótlelið 27 konur úr hópnum og fyrirhugað er að hlaupa Íslensa kvennahlaupið. Þessar elskur voru ræstar af stað kl 8.30 allar klæddar bolum kvennahlaupsins, og á meðan gengum við nokkurir karlar upp í kaupfélag til að kaupa vatn og plastglös til að gefa þeim að drekka þegar þær kæmu í mark. Allar stóðu þær sig eins og hetjur og þegar í mark var komið fengu þær að sjálfsögðu gullpenging allar með tölu og vatnsglas enda sigurvegarar allar með tölu. Að hlaupi loknu var farið inn í sal og fenginn sér morgunmat, og að honum loknum eða kl 10 var búið að boða fund úti í sundlaugargarði þar sem ferðanefnd og farastjórar fóru yfir prógramið sem á að vera hér í Slóveníu. Að loknum fundi var slappað af, sumir fóru í sund og notuðu aðstöðuna í garðinum en aðrir fóru í göngu og skoðuðu sig um. Kl 14.00 var haldið með rútunum niður í Bled sem er ægifagur staður með sínu frábæra vatni, kastala og fleiru, og þar notaði hópurinn tímann til að skoða sig um, kíkja í búðir og sitja á veitingarstöðum, jú það er nóg  af þeim á þessum frábæra stað. Sumir notuðu bátsferðið út í eyjuna sem er á miðju vatninu og skoðu kastala staðarinns. Kl 18.30 var okkur boðið í mat á einu hóteli Kompas keðjunar, og þar var boðið upp á hlaðborð sem öllum líkaði vel, og að kvöldverði loknum var haldið heim á hótel í Kranjska Gora og horft á HM eða dundað sér við eithvað annað, en á morgun á að halda til Lubijana höfðuborg Slóveníu og kíkja á eitt stærsta Moll í Evrópu, gott fyrir konurnar en ekki allir karlar jafn hrifnir.

Frá fundir við sundlaugina

Það er fallegt í Bled

Með Kiwaniskveðju

Tómas Sveinsson formaður internetnefndar.Fréttir frá Ítalíu

Lagt af stað í bátsferð til Capri

Jæja ágætu lesendur þá koma loksins fyrstu fréttir frá Ítalíuferð Kiwanis. Nú erum við kominn upp í Alpana í Slóveníu og þá fyrst erum við kominn í gott  netsamband. Ferðin hefur gengið að óskum og vorum við kominn til Napolí að kvöldi fyrsta dags en þeir sem þurftu að fljúga á Róm og keyra þaðan niðureftir voru ekki komnir á hótelið fyrr en kl 03.30 um nóttina. Fyrsta degi var eytt í Caprí og var það frábær og skemmtilegur dagur enda mikið að sjá og var meðal annars farið í siglingu í kingum eyjuna. Næsti áfangastaður okkar var Pompei og var það mikilfengleg sjón að skoða þessa fornu borg og með ólíkindum hvað hún hefur varðveitst.  Síðan var haldið til Rómar en þar var Evrópuþingið og verður sagt nánar frá því síðar, en þess ber að geta að félagi okkar Ævar Breiðfjörð var þar í kjöri sem Evrópufulltrúi í heimsstjórn, og voru tveir aðrir í framboði, einn Ítali og síðan Svisslendingur. Ekki fór þessi kostning eins og við vonuðumst eftir þar sem Svisslendingurinn sigraði. Á föstudeginum fyrir þing var setningarathöfn og síðan Vinarkvöldverður, og á laugardeginum þingdegi var boðið til galadinners. Í Róm var síðan skoðað Vatíkanið, Péturskirkjan , Vatikansafnið og Péturstorgið. Einnig skoðuðum við hina fornu Róm með allri sinni dýrð og var þetta allveg sérstök upplifun fyrir hópnn að koma á þessa staði. Að sjálfsögðu var líka frjáls tími inn á milli þar sem fólk gat skoðað sig um að vild farið í búðir á hina mörgu veitingastaði o.fl en verðlagið á Ítalíu er hátt að okkar mati. Að morgni þriðjudagsins 13 var síðan haldið til Feneyja og þar gistum við í Mestre sem er einskonar Landeyjar (miðað við Vestmannaeyjar nema vegsamband á milli) Veðrið hjá okkur er búið að vera frábært 25 til 30 gráður og var engin breyting þar á þegar við komum til Feneyja, heitara ef eithvað er. Í Feneyjum skoðuðum við Hertogahöllina, Markúsartorgið og hina fögru Markúsarkirkju, þetta var gert í fylgd bæði íslenskra og innlendr farastjóra og síðan var frjáls tími fyrir hópinn. Fólk notaði tíman vel og gekk um þessa fögru borg einnig var farið í Condólasiglingar og borðað á veitingastöðum staðarinns. Flestir slepptu síðan rútuferðinni heim á hótel og dvöldu frekar fram á kvöld í bænum og skiluðu sér upp á hótel á eigin vegum.

Í Pompei
Péturstorgið
Frá þingsetningu
Með Kiwaniskveðju

Tómas Sveinsson formaðu internetnefndar. 
 


  
  Sæl ágætu ferðafélagar.

 

Nú er þetta allt að skýrast með ferðina okkar. Ekki seinna vænna segir einhver. Ég verð að segja það að ég er sammála þó ég segi ekki margt.

Þetta verður þannig að við fljúgum öll saman til Milanó á annan í hvítasunnu 5. júní kl. 12:35

Þar skilja leiðir.

 

Nú tala ég eingöngu til þeirra sem fljúga til Rómar.

Ítalska flugfélagið gefur út einn farseðil fyrir allan hópinn. Þessi farseðill er komin til landsins og verður sendur ykkur í tölvupósti. Þið prentið hann út og hafið meðferðis í ferðalagið. Þið tékkið farangur ykkar inn alla leið til Rómarborgar og þurfið því að sýna báða farseðlana við innritunarborðið þegar við tékkum inn í Keflavík. Ég ætlaði að senda ykkur farseðilinn í kvöld en þori það ekki vegna þess að hann lítur ekki eins út og ég átti von á og að auki er í honum villa. Bíðið Þolinmóð.

 

Nú tala ég eingöngu til þeirra sem fljúga til Napolí.

Ítalska flugfélagið gefur út einn farseðil fyrir allan hópinn. Þessi farseðill er EKKI komin til landsins.  Þið tékkið farangur ykkar inn alla leið til Napolí og þurfið því að sýna báða farseðlana við innritunarborðið þegar við tékkum inn í Keflavík. Bíðið Þolinmóð.

 

Ég á von á að þessi mál verði afgreidd á morgun og farseðlarnir komi til ykkar á morgun aða aðra nótt.

 

Þið eigið von á síðustu leiðbeiningum um ferðina á föstudag og laugardag. Ég hvet ykkur til að opna tölvupóstinn og fylgjast með hvernig okkur gengur að koma öllu heim og saman.

 

Bestu kveðjur frá ferðanefndinni

Diðrik


Sæl væntanlegir ferðafélagar.

Ferðanefnd vinnur að skipulagningu ferðarinnar Hún er nú að taka á sig endanlega mynd.  Við höfum fundað með okkar fólki og valið og hafnað eftir því hvað við teljum framkvæmanlegt og best. Við erum að reyna að þræða hinn gullna meðalveg að gera ferðina létta og skemmtilega og þess að þið fáið að sjá sem mest og hafa sem mest út úr ferðinni.

Opnið viðhengið og kynnið ykkur skipulag ferðarinnar.

 

Það hefur komið beiðni um að senda út skiptinguna í rúturnar.

Bíll - A

Eldborg

Eldey

Hraunborg

Setberg

Drangey

Katla

Mosfell

Nes

Skjöldur

Andrés Hjaltason og Jóhanna

Kristján Björnsson og Guðrún Helga

Samtals 47 þátttakendur

 

Bíll - B

Elliði

Jörfi

Samtals 37 þátttakendur

 

Bíll - C

Búrfell

Helgafell  6 þátttakendur

Ölver

Gullfoss

Skjálfandi

Embla

Kaldbakur

Súlur

Keilir  3 þátttakendur

Höfði

Samtals 49 þátttakendur

 

Ferðanefndin telur nú útséð með að við komumst ekki öll með fluginu til Napolí enda berast nú þær fréttir að farseðlarnir okkar séu á leiðinni til landsins.  Við bíðum frekari fyrirmæla.

Það hefur þegar verið ákveðið hvejir veljast til að fljúga til Rómarborgar og keyra þaðan til Napolí. Haft hefur verið samband við þetta fólk eða því send skilaboð svo ekkert ætti að koma á óvart.

Þessir munu fara í þessa ferð.

  Diðrik Haraldsson Búrfell
Hilmar Þ. Björnsson Búrfell
Jón Ó. Vilhjálmsson Búrfell
Ester Jónsdóttir Búrfell
Jón Helgason Búrfell
Oddur Guðni Bjarnason Gullfoss
Hrafnhildur Ágústsdóttir Gullfoss
Tómas Sveinsson Helgafell
Ásta Kristín Reynisdóttir Helgafell
Ólafur Hreinn Sigurjónsson Helgafell
Svava Hafsteinsdóttir Helgafell
Birgir Sveinsson Helgafell
Ólöf Jóhannsdóttir Helgafell
Kristján Björnsson Helgafell
Guðrún Helga Bjarnadóttir Helgafell
Reynir Áslaugsson Höfða
Anna Kristín Sigurbjarnardóttir Höfði
Jóhann Baldursson Höfði
Svanhvít Ólafsdóttir Höfði
Sigurður Jóhannsson Höfði
Áslaug Jóna Sigurbjörnsdóttir Höfði
Jónas Teitsson Höfði
Inga Marta Jónasdóttir Höfði
Kristinn Örn Jónsson Kaldbakur
Gísley Þorláksdóttir Kaldbakur
Höskuldur Stefánssson Kaldbakur
Anna Edvardsdóttir Kaldbakur
Sigurgeir Aðalgeirsson Skjálfandi
Erla Kristín Bjarnadóttir Skjálfandi
Einar Friðrik Sigurðsson Ölver
Helga Jónsdóttir Ölver
Elías Hafsteinsson Ölver
Ásta Kristjana Jensdóttir Ölver
Guðlaugur Þ. Sveinsson Ölver
Kristín Kristjánsdóttir Ölver
Leiðsögumaður Jóhanna Gunnarsdóttir 


Ferðatilhögun á Evrópuþingið í Rómarborg 5. - 19. júní 2006

1. dagur mánudagur 5.6.

Flogið til Milanó með flugi Flugleiða FI 592 frá Keflavík kl. 12:35 og lent í Milanó kl 18:35 þaðan verður ferðinni haldið áfram til Napolí með flugi AZ 1295 kl. 20:50 og komið til Napolí kl. 22:25  Þeir sem fara til Rómarborgar fara með flugi AZ 1043 kl. 21:30 komið til Rómarborgar kl. 22:50. Þaðan er væntalega 170 km. keyrsla til Napolí.

Gist verður í Napolí í 2 nætur.

2. dagur þriðjud..6.6.

Skoðunarferð. Siglt verður út í eyjuna Caprí og dvalið þar fram eftir degi. Brottför frá hóteli kl. 09:00.  Sigling tekur um 45 mínútur.

Við skiptum hópnum upp í tvennt. Hópur A Bíll 1 og Jörfi samtals 69 og Hópur B bíll 3 og Elliði samtals 64. Hópur A fer til bæjanna Anacapri og Capri og skoða þá en hópur B fer í siglingu umhverfis eyjuna. Að siglingunni lokinni víxlast hóparnir og hópur A fer í siglinuna og hópur B fer til bæjanna. Að því loknu sameinast hóparnir í bænum Capri þar sem pantaður hefur verið hádegisverður.  Kl. 17:00 verður lagt af stað en komið verður í land í bænum Sorrento þar sem gefinn verður frjáls tími þar til við höldum heim á hótel.

Allir verða að gera sér grein fyrir smæð þessa samfélags sem við förum til. Þarna er bara einn veitingastaður sem tekur allan þennan hóp. Þarna eru rúturnar varla stærri en 24 manna svo við þurfum sennilega 6 rútur til að ferja okkur milli staða. Þarna eru auðvitað margir smærri staðir en urmull af ferðamönnum svo ógjörningur er að fara þarna með svo stóran hóp nema panta allt fyrirfram. Varðandi Bláa hellinn, þá er ógjörningur að fara þangað með svo stóran hóp svo við gefum það frá okkur.

3. dagur Miðvikud. 7.6.

Skoðunarferð kl. 09:00. Borgin Pompei

Borgin Pompei byggðist á 8 - 9 öld fyrir krist. Árið 62 eftir krist varð fyrsta vísbending þess sem verða vildi þegar öflugur jarðskjálfti skók borgina. Flest húsin voru enn í endurbyggingu 24. ágúst árið 79 þegar eldfjallið Vesúvió spjó margra metra öskulagi yfir borgina. Rústir borgarinnar Pompei eru alveg einstakar fyrir þá sök hversu vel þær varðveittust undir öskulaginu.

Að skoðunarferð lokinni verður gengið til hádegisverðar þar sem fiskréttir verða á boðstólum.

Síðdegis verður ekið til Rómar.

Í Rómarborg, borginni eilífu, gistum við 5 nætur. Þar skoðum við litríkt mannlífið á götum og torgum borgarinnar, upplifum árþúsunda menningu, skoðum meistaraverk endurreisnartímans, barrokkkirkjur og fleirri stórkostlegar byggingar. Það er engu líkt að ganga um þessa einstöku borg og uppgötva hvers vegna allar leiðir liggja til Rómar. Við ættum að vera í Rómarborg fyrir kvöldmatinn.

4. dagur fimmtud. 8.6.

Skoðunarferð um Rómarborg (Forna Róm). Brottför frá hóteli kl. 10:00. Hálfsdagsferð.

5. dagur föstud. 9.6.

Þinggögnin sótt á hotel Torre Rossa kl. 09:00 Eftir það er dagurinn frír þangað til kemur að þingstörfum.

Kl. 14:00   Hittið frambjóðendur. Best að fá sem flesta Kiwanismenn og sýna styrk.

Á þinginu verður Ævar Breiðfjörð í framboði til fastasætis Evrópu í heimsstjórn.

Kl. 17:00   Þingsetning fer fram í Fondazione Santa Lucia. Brottför frá hóteli kl. 16:30

Kl. 20:00   Vináttukvöldverður á veitingahúsinu Archeologia. Komið heim kl. 23:00

6. dagur laugard.. 10.6.

Evrópuþingið hefst kl 8:30 á hotel Torre Rosssa. Brottför frá hóteli kl. 8:00

Lokahóf þingsins verður á St. Peter Crowne Plaza hótelinu og hefst kl 20:00. Brottför frá hóteli kl. 19:00.  Brottför heim á hótel kl. 23:00

Þeir sem ekki verða bundnir við þingstörf eiga þess kost að fara í skoðunarferð um borgina í fylgd leiðsögumanna okkar. Brottför Kl. 10:00.

7. dagur sunnud. 11.6.

Skoðunarferð í Vatikanið. Brottför frá hóteli Kl. 10.00.  Vatikan- safnið: Veggmyndir Rafaels, Sixtínsku kapelluna með veggmyndum Michelangelos, Péturstorgið, Péturskirkjan

8. dagur mánud. 12.6.

Ekið til Feneyja. Brottför kl. 09:00.  Þetta er nokkuð löng keyrsla.

9. dagur þriðjud. 13.6.

Skoðunarferð um Feneyjar. Kl. 10:00 til 17:00.  Okkur gefst ágætur tími í Feneyjum. Við göngum um þessa einstöku borg með öllum sínum síkjum og ótrúlegu mannvirkjum. Við skoðum Hertogahöllina, Markúsarkirkjuna og - torgið og Rialto brúna. Það verður frjáls tími til að skoða sig um, sigla á gondólum og finna sér góðan matsölustað.

10. dagur miðvikud 14.6.

Ekið til Slóveníu.  Brottför kl. 09:00

Frá Feneyjum tökum við stefnuna fyrir botn Adríahafsins til Sloveníu. Við förum yfir landamærin og allir verða að hafa passana tilbúna. Það gæti tekið nokkuð langan tíma að komast inn í landið en við tökum því með ró. Við höfum nægan tíma.

Slóvenía er minnsta land fyrrum Júgóslavíu um það bil 20.000 ferkílómetrar.Landamæralínan er um 1380 km og leggur að Ítalíu , Austurríki, Ungverjalandi og Króatíu. Íbúafjöldi er um 1965 þúsund manns. Fjölmennastir eru að sjálfsögðu Slóvanir um 83% þjóðarinnar svo koma Ungverjar og Ítalir. Um 60 % þjóðarinnar er Rómversk - katólskir

Ferðinni er heitið til Bled sem er lítill bær í Júliönsku ölpunum.

Við höfum flett upp í ferða - og upplýsingabæklingum og finnum þar slagorð eins og Fjallaparadísin Bled eða Fjallaperlan Bled, ein stórkostlegasti staður Alpanna.

11. dagur fimmtud. 15.6.

Frír dagur Upplagt að ganga kringum vatnið að njóta þessa stórkostlega staðar.

12. dagur föstud. 16.6.

13 dagur laugard. 17.6.

14. dagur sunnud. 18.6.

15. dagur mánud. 19.6.

Heimferð.  Brottför kl 07:00.  Við ökum syðri leiðina um Trieste og Verona til Milanó

Flugið tekið heim KL. 19:55 í beinu flugi Flugleiða FI 593 og lent í Keflavík kl. 22:10 um kvöldið.

Hugmyndir um skoðunarferðir sem verið er að vinna með og settir verða upp sem valkostir frá Bled.

Skoðunarferð. Ekið til Postojna til að skoða hina stórbrotnu neðanjarðahella sem sagðir eru stórfenglegt náttúruundur með ótrúlegum náttúrulistaverkum úr dropasteini. Þá verður einnig komið við í Predjama - kastala skammt frá hellunum.

Skoðunarferð til Lublijana höfuðborgar Sloveníu. Þar gefst gott tækifæri til að versla í einu stæsta magasíni Evrópu.

Skoðunarferð upp í Júlíönsku Alpana

Gönguferð, nokkuð löng.

Margt fl. er til skoðunar og verður það tilkynnt seinna

Ferðanefnd vinnur að skipulagningu ferðarinnar Hún er nú að taka á sig endanlega mynd.  Við höfum fundað með okkar fólki og valið og hafnað eftir því hvað við teljum framkvæmanlegt og best. Við erum að reyna að þræða hinn gullna meðalveg að gera ferðina létta og skemmtilega og þess að þið fáið að sjá sem mest og hafa sem mest út úr ferðinni.

Heilsulindir í Slóveníu.

Mikið er af heilsulindum í Slóveníu og allt frá tímum rómverja hafa þær verið nýttar til afsöppunar og heilsubótar. Alls eru 15 viðurkenndar heilsulindir víðsvegar um landið einmitt þar sem mikið er af jarðhitauppsprettum. Í Bled stofnaði svissneski læknirinn Arnold Rikli 1855 fyrstu heilslundina og fljótlega flykktust efnaðir Evrópubúar til staðarins til að láta dekra við sig í skjóli Alpafjallanna. Í Bled er  því tilvalið  tækifæri að láta nudda úr sér ferðaþreytuna, slappa af í heitum pottum, gufu eða leirböðum og koma fallegri og endurnærðari heim. Áhugasamir geta kynnt sér valkosti heilsulindanna í andyri hótelanna.

Við vonum að þessi viðleitni hugnis ykkur vel.

Kveðja Ferðanefndin.


  Heilsulindir

Sæl kæru ferðafélagar

Ég vona að við séum öll sigurvegarar, hvert á sínu sviði, líkt og fólkið sem nú kemur fram í sjónvarpinu.

Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir sem verður einn af leiðsögumönnum okkar sendi mér nokkrar skemmtilegar línur sem mig langar til að sýna ykkur.

Heilsulindir í Slóveníu.

Mikið er af heilsulindum í Slóveníu og allt frá tímum Rómverja hafa þær verið nýttar til afsöppunar og heilsubótar. Alls eru 15 viðurkenndar heilsulindir víðsvegar um landið einmitt þar sem mikið er af jarðhitauppsprettum. Í Bled stofnaði svissneski læknirinn Arnold Rikli 1855 fyrstu heilslundina og fljótlega flykktust efnaðir Evrópubúar til staðarins til að láta dekra við sig í skjóli Alpafjallanna. Í Bled er  því tilvalið  tækifæri að láta nudda úr sér ferðaþreytuna, slappa af í heitum pottum, gufu eða leirböðum og koma fallegri og endurnærðari heim. Áhugasamir geta kynnt sér valkosti heilsulindanna í andyri hótelanna.

Kveðja, ferðanefndin
   Hér koma svör við nokkrum spurningum sem við höfum fengið að undanförnu.  
Hótelin okkar í Napolí

Hotel Cavour    http://www.hotelcavournapili.it/

Hotel Nuovo Rebecchino    http://www.nuovorebecchino.it/

Hótelið okkar í Rómarborg

Summit Roma Hotel    http://www.srh.it/

Hótelin okkar í Feneyjum

Antony Hotel   www.antonyhotel.it

Hotel Albartos.... www.hotelclub.com/DirectHotel.asp?id=5811    finna síðan hótelið í 4* hótel.

Hótelin okkar í Bled

Best western Hotel, Kompas Hotel Bled    http://www.kh-bled.si/

Hotel Lovec    http://www.lovechotel.com/

Rafmagnið er 220 volt. Tveggja pinna rafmagnsklærnar okkar passa við Ítölsku innstungurnar.

Þegar við skoðum Vatikanið og kirkjur þurfum við að vera í fötum sem hilja axlir. T-bolir eru lágmark og enn betra að hafa ermar síðari. Herrar þurfa að vera í síðbuxum og konur í fötum vel niður fyrir hné.

Leiðsögumenn okkar minna okkur á Sólhatta - sólgleraugu og sólarvörn. Einnig að hafa góða skó í skoðunarferðunum.

Við skulum gera ráð fyrir 30° hita á daginn.  Í dag var sólskin og 27° og 16° í kvöld.

Þetta var boðskapur dagsins.

Lítið við hjá okkur á morgun.

Kveðja, ferðanefndin     
  Sæl öll

Bréf frá Evrópustjórn þar sem staðfest er að þið hafið pantað og greitt fyrir vináttukvöldverðinn og lokahófið ætti að vera komið til ykkar allra. Ef ekki vinsamlega hafið samband við Ævar strax. stilvopn@tv.is eða síma 897 2580.

Það er mikilvægt að hafa þetta bréf meðferðis á þingið, svo passið vel upp á það.

Farseðlarnir eru á leiðinni til ykkar í pósti. Sumir eru búnir að fá þá en aðrir berast næstu daga. Athugið að farseðlarnir innan Ítalíu eru ekki með. Það er orðið ljóst að flugið verður tvískipt. Farseðlarnir koma beint til ferðanefndar. Það er mikilvægt að þið tékkið ykkur ekki inn í flugið án þess að hafa samband við okkur. Þið fáið nánari fyrirmæli innan fárra daga.

Það verður margt að frétta og margskonar leiðbeiningar og svör við spurningum sem bíða ykkar á tölvupóstinum næstu daga. Kíkið á tölvupóstinn daglega fram að ferð.

Kveðja Ferðanefndin   


  
  Sælt veri fólkið.

Það hefur komið upp sú spurning hvort áhugi sé fyrir því hjá hressum konum í komandi Kiwanisferð úti í Róm að hlaupa - ganga 10. júní n.k.  í tilefni Kvennahlaupsins á Íslandi. Við getum ábyggilega fengið einhverja karla í lið með okkur til mæla vegalengd og hengja á okkur verðlaunapeningana þegar komið er í mark. - og að sjálfsögðu að vera í klappliðinu með djús eða eitthvað góðmeti í lokin.

Ég hef kannað hvernig best sé að haga málum, ef einhver áhugi er fyrir þessu, og  kemur það best út að hver kona, hvar á landinu sem er,  kaupi sér bol og síðan fær hver kona verðlaunapening  í lok hlaups, en þá verð ég að vita ca. hversu margar ætla að vera með.

Þetta gæti orðið nokkuð gaman, því ég er viss um að margar í þessari ferð hafa tekið þátt í Kvennahlaupinu áður og haft gaman af.

Ef einhver skoðunarferð er í gangi þennan dag, vöknum við bara snemma og klárum dæmið fyrir brottför.

Endilega látið mig vita í tölvupósti: sara@lbhi.is sem allra,  allra fyrst svo ég geti nálgast verðlaunapeningana.

Þar sem ég held að það séu aðallega kiwanismenn og konur sem eru á póstfangalistanum  hjá ferðanefndinni vil ég endilega biðja ykkur kæru karlar að koma þessum skilaboðum til eiginkvenna ykkar.

Ég sendi hér með líka fylgiskal um hvar sé hægt að kaupa boli í RVK og nágrenni og einnig hvar verði hlaupið úti á landi svo þið konur, verðið að kanna hvar  sé hægt að nálgast bolina. En endilega sendið mér svar sem fyrst.

Sara Elíasdóttir. sara@lbhi.is

Forsölustaðir á höfuðborgarsvæðinu


101 sport - Laugavegi 6
Útilíf Glæsibæ, Kringlunni og Smáralind
World Class Laugum og Spönginni
Verslunin Stórar stelpur - Hverfisgötu
Sundlaug Seltjarnarness
Sundlaug Kópavogs
Bókabúðin Gríma - Garðatorgi
Íþróttahús Bessastaða
Fjölsport, Hafnarfirði
Suðurbæjarlaug, Hafnarfirði
Íþróttahúsið Ásgarður - Garðabær
Aktíf - Kringlunni
Íþróttamiðtsöðin Versalir - Kópavogur
Toppform, Íþróttamiðstöðinni Varmá 

  
 


  Sæl ágætu ferðafélagar

Ég hef fengið nokkrar óskir um að fá að sjá þátttökulistan í ferðina okkar. Við verðum samtals 133 og með okkur verða 3 leiðsögumenn.

Kveðja, ferðanefndin

Kiwanisferð á Evrópuþing í Rómarborg 2006
     
Nafn Klúbbur Heimili
     
Diðrik Haraldsson Búrfell Blásk. byggð
Hilmar Þ. Björnsson Búrfell Selfoss
Jón Ó. Vilhjálmsson Búrfell Selfossi
Ester Jónsdóttir Búrfell Selfossi
Hrafn Sveinbjörnsson Búrfell Hafnarf.
Elín Alice Eltonsdóttir Búrfell Hafnarf.
Jón Helgason Búrfell Blásk. byggð
Hjörtur Þórarinsson Búrfell Selfossi
Bryndís Steimþórsdóttir Búrfell Reykjavík
Ragnar Guðmundsson Drangey Sauðárkríkur
Margrét Sigríður Helgadóttir Drangey Sauðárkríkur
Ingólfur Örn Guðmundsson Drangey Sauðárkrók
Björg Kristjana Sverrisdóttir Drangey Sauðárkrók
Gunnar S. Pétursson Drangey Sauðárkrók
Sólveig Þorvaldsdóttir Drangey Sauðárkrók
Þorvaldur Steingrímsson Drangey Sauðárkrók
Guðjón Guðnason Eldborg Hafnarfirði
Hafdís Ólafsdóttir Eldborg Hafnarfirði
Bjarni Jónsson Eldey Kópavogi
Elín Sigurðardóttir Eldey Kópavogi
Arnaldur Mar Bjarnason Eldey Kópavogi
Jónína Björgvinsdóttir Eldey Kópavogi
Þorsteinn Arnthúrsson Eldey Kópavogur
Guðrún Guðnadóttir Eldey Kópavogur
Páll V. Sigurðsson Elliði Garðabæ
Ída B. Einarsdóttir Elliði Garðabæ
Rangar Engilbertsson Elliði Kópavogi
Gunndís Gunnarsdóttir Elliði Kópavogi
Sigmundur Tómasson Elliði Rvk
Anna Sigríður Jensen Elliði Rvk
Ólöf Erla Waage Elliði Rvk
Guðmundur H Guðmundsson Elliði Kópavogur
Kristín L. Magnúsdóttir Elliði Kópavogur
Örn Ingvarsson Elliði Kópavogur
Ester Eiríksdóttir Elliði Kópavogur
Árni Jón Arnþórsson Elliði Rvk
Ragnhildur Ásmundsdóttir Elliði Rvk
Ragnar Harðarson Elliði Rvk
Sigríður Emilsdóttir Elliði Rvk
Lára Einarsdóttir Embla Akreyri
Sigtryggur Jónsson Embla Akureyri
Þórhildur Svanbergsdóttir Embla Hafnarfirði
Oddur Guðni Bjarnason Gullfoss Gnúpverjahr.
Hrafnhildur Ágústsdóttir Gullfoss Gnúpverjahr.
Kristján Björnsson Helgafell Vestmannaeyjum
Guðrún Helga Bjarnadóttir Helgafell Vestmannaeyjum
Tómas Sveinsson Helgafell Vestmannaeyjum
Ásta Kristín Reynisdóttir Helgafell Vestmannaeyjum
Ólafur Hreinn Sigurjónsson Helgafell Vestmannaeyjum
Svava Hafsteinsdóttir Helgafell Vestmannaeyjum
Birgir Sveinsson Helgafell Vestmannaeyjum
Ólöf Jóhannsdóttir Helgafell Vestmannaeyjum
Gísli Gunnarsson Hraunborg Hafnarfirði
Birna Magnúsdóttir Hraunborg Hafnarfirði
Ævar Þórhallsson Hraunborg Hafnarfirði
Rebekka Oddný Ragnarsdóttir Hraunborg Hafnarfirði
Reynir Áslaugsson Höfða Rvk
Anna Kristín Sigurbjarnardóttir Höfði Rvk
Jóhann Baldursson Höfði Rvk
Svanhvít Ólafsdóttir Höfði Rvk
Sigurður Jóhannsson Höfði Rvk
Áslaug Jóna Sigurbjörnsdóttir Höfði Rvk
Jónas Teitsson Höfði Rvk
Inga Marta Jónasdóttir Höfði Rvk
Kristján Finnsson Jörfi Ölfusi
Júlíana Pálsdóttir Jörfi Ölfusi
Haraldur Borgar Finnsson Jörfi Rvk
Auður Pétursdóttir Jörfi Rvk
Ævar Breiðfjörð Jörfi Rvk
Ásta Guðjónsdóttir Jörfi Rvk
Guðmundur Helgi Guðjónsson Jörfi Reykjavík
Inga Dóra Þorsteinsdóttir Jörfi Reykjavík
Gyðmundur Karl Guðfinnsson Jörfi Flúðum
Ellen Margrét Ólafsdóttir Jörfi Flúðum
Hafsteinn Sigmundsson Jörfi Garðabæ
Kristjana Friðbertsdóttir Jörfi Garðabæ
Bragi Stefánsson Jörfi Rvk
Guðmunda Þórarinsdóttir Jörfi Rvk
Friðrik E. Hafberg Jörfi Rvk
Halldóra Helgadóttir Jörfi Rvk
Pétur Sveinsson Jörfi Rvk
Bjarney K. Friðriksdóttir Jörfi Rvk
Jón J. Jóhannsson Jörfi Rvk
Björk Emilsdóttir Jörfi Rvk
Guðmundur Jónsson Jörfi Rvk
Brynja Baldursdóttir Jörfi Rvk
Kristinn Örn Jónsson Kaldbakur Akureyri
Gísley Þorláksdóttir Kaldbakur Akureyri
Höskuldur Stefánssson Kaldbakur Akureyri
Anna Edvardsdóttir Kaldbakur Akureyri
Pálmi Stefánsson Kaldbakur Akureyri
Soffía Kristín Jónsdóttir Kaldbakur Akureyri
Þröstur Jónsson Katla Reykjavík
Elly Kratsch Katla Reykjavík
Jóhannes Gunnarsson Katla Rvk
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir Katla Rvk
Helgi Straumfjörð Kristjánsson Katla Rvk
Sæunn Guðmundsdóttir Katla Rvk
Þórður Flosason Katla Kópavogi
Borghildur Stefánsdóttir Katla Kópavogi
Hafsteinn Ársæll  Ársælsson Katla Rvk
Sigrún J. Jónsdóttir Katla Rvk
Steinn G. Lundholm Katla Rvk
Erla Elva Möller Katla Rvk
Andrés K. Hjaltason Keilir Reykjanesbæ
Jóhanna María Einarsdóttir Keilir Reykjanesbæ
Ævar Guðmundsson Keilir Reykjanesbæ
Guðrún Eyjólfsdóttir Keilir Reykjanesbæ
Jakob Kristjánsson Keilir Reykjanesbæ
Jón Magnús Gunnarsson Mosfell Mosfellsbæ
Jóna Pálsdóttir Mosfell Mosfellsbæ
Björn Baldvinsson Mosfell Mosfellsbæ
Sara Elíasdóttir Mosfell Mosfellsbæ
Guðni Sigurjónsson Nes Rvk
Steinunn Steinarsdóttir Nes Rvk
Bjarni B. Ásgeirsson Nes Rvk
Elín Guðmundsdóttir Nes Rvk
Guðmundur R. Þorvaldsson Setberg Hafnarfirði
Jónína Ólafsdóttir Setberg Hafnarfirði
Sigurgeir Aðalgeirsson Skjálfandi Húsavík
Erla Kristín Bjarnadóttir Skjálfandi Húsavík
Birgir Björnsson Skjöldur Siglufirði
Hrafnhildur Stefánsdóttir Skjöldur Siglufirði
Þorgeir Gunnarsson Súlur Ólafsfjörður
Margrét Ásgeirsdóttir Súlur Ólafsfjörður
Guðmundur Baldursson Ölver Þorlákshöfn
Kim Birgit Sorning Ölver Þorlákshöfn
Einar Friðrik Sigurðsson Ölver Þorlákshöfn
Helga Jónsdóttir Ölver Þorlákshöfn
Elías Hafsteinsson Ölver Þorlákshöfn
Ásta Kristjana Jensdóttir Ölver Þorlákshöfn
Guðlaugur Þ. Sveinsson Ölver Þorlákshöfn
Kristín Kristjánsdóttir Ölver Þorlákshöfn


Sæl aftur, ferðafélagar.

Í dag er leiðinlegur dagur en vonandi sá eini.

Leiðsögumenn okkar vara okkur við vasaþjófum. Sérstaklega á það við svæðið kringum Napolí. Þetta er aðeins áminning um að við förum varlega og pössum vel upp á eigur okkar. Góð innanklæðaveski eru kanski nauðsynleg.

Eftirfarandi er tekið af Rómarvefnum

Þjófnaðir Ofbeldisrán eru sem betur fer fátíð í borginni, en vasa- og töskuþjófnaðir algengir. Smáþjófnaðir þessir fara aðallega fram þar sem troðningur er mikill, s.s. í strætis- og sporvögnum og jarðlestum, og við helstu ferðamannastaðina. Tekið skal fram að öllu lauslegu er stolið innan og utanklæða ferðamannsins. Gleraugu og pennar í brjóstvasa eru auðveld bráð fingralöngum, en vinsælust eru að sjálfsögðu seðlaveskin og þjófarnir telja það ekki eftir sér að sækja þau þangað sem eigandi þeirra telur þau trygg; í innanívasa, ofan í tösku, o.s.frv. Hafið varann á ykkur, en þó ekki svo yfirdrifinn að spilli fyrir ánægjunni af borginni.

Núna er uppi sú staða að nánast engar líkur eru á að við komum öllum hópnum í sama flugi til Napolí. Þess vegna vinnum við núna eftir þeirri áætlun að við fljúgum öll saman til Milanó. Þaðan komast 98 manns áfram til Napolí en 35 úr hópnum verða að fljúga til Rómarborgar og taka rútu þaðan til Napolí

Ferðanefndin hefur þegar valið þá 35 sem verða með í Rómarfluginu og búið er að hafa samband við þá eða senda þeim skilaboð.

Við þessu er lítið að gera annað en vona að úr rætist. Áfram verður unnið í því að útvega þessi 35 flugsæti svo allir komist í einu flugi til Napolí.

Við erum að útvega staðfestingar á öllum flugtímum og sendum þá út um leið.

Kveðja Ferðanefndin.

 


 

Frá Capri

Sæl ágætu ferðafélagar.

Við höfum lagt nokkra vinnu í að kynna okkur svæðið kringum Napolí og leggjum til að ferðinni verði þannig háttað.

Dagur 2. Silgt verði út í eyjuna Kaprí og dvalið þar fram eftir degi. Ljóst er að fyrir svona stóran hóp þarf að panta alla fyrirgreiðslu fyrirfram. Þetta er lítið samfélag og við verðum trúlega að skifta hópnum upp til þess að við séum ekki öll að bíða eftri hvort öðru allan daginn. Þetta munum við ræða við leiðsögumenn okkar á fundi sem við eigum með þeim í næstu viku. Þess má geta að Guðný Margrét er núna suður á Ítalíu og einmitt á þessum slóðum og er að afla upplýsinga skoða hótel og fl. Þess má einnig geta að Óskar er búin að vera á Ítalíu og hann skoðaði m.a. nokkur hótel fyrir okkur.

Dagur 3. Skoðunarferð við eldfjallið Vesovius og skoðaðar rústir borgarinnar Pompei sem grófst undir öskulagi í eldgosi árið 79. Síðdegis verður síðan ekið til Rómarborgar.

 

Hérna koma tveir pislar sem ég tók af Rómarvefnum á netinu.

 


Eftir Magnfríði Sigurðardóttur.

Eyjan Kaprí í Napólíflóa á Suður-Ítalíu er landfræðilega séð framlenging á Sorrentó-
skaganum og lokar flóann af í suðri eins og Ischiaeyja gerir í norðri. Kaprí er með fallegri stöðum sem gefur að líta á þessum hluta Ítalíu. Eyjan er lítil, aðeins tæplega 10 fkm að stærð og er nokkurn veginn ferhyrnd að lögun. Það fyrsta sem hrífur mann eru brattir hamraveggirnir sem rísa þverhníptir úr sjónum, mikill gróður sem þekur eyjuna og hvít húsin þar inn á milli.

Náttúruperla
Bærinn Kaprí er miðpunktur eyjarinnar. Vestur af honum er Anakaprí sem stendur á hárri sléttu við rætur Solaro fjalls. Megnið af íbúum eyjarinnar búa í þessum tveimur bæjum. Sjómennirnir og fjölskyldur þeirra búa þó í Marina Grande, Stóru höfn, enda stærsta höfnin á Kaprí. Marina Piccola, Litla höfn, sem er á suðurströnd Kaprí er einnig vinsæll lítill bær sem er mjög fallega staðsettur.

Eins og gefur að skilja er ferðamannaiðnaðurinn aðalatvinnugrein eyjaskeggja, en þó nokkur hluti eyjaskeggja fæst við fiskveiðar ásamt ræktun ólíva og vínberja. Gróðurfar og dýralíf, þó sérstaklega sjávardýra, á Kaprí er sérlega áhugavert, flóran er líka einstaklega fjölskrúðug og skapar marga náttúruperluna. Hér verða nefndir stuttlega örfáir af þeim stöðum sem gert hafa eyjuna fræga, en það verður frekar fátækleg upptalning þar sem sjón er sögu ríkari.

Blái hellirinn

Kaprí er skartgripaskrín fullt af skarti og þetta eru fyrst og fremst náttúruperlur. Blái hellirinn, Grotta azurra, er eins og lítil sjávarkapella, enda tileinkuð sjávarguðunum á tímum Rómaveldis. Hellismuninn er þröngur, aðeins 2 m á breidd og 1 m á hæð, en náttúruleg neðansjávarlýsing skaffar birtuna bláu sem skýrir nafn hellisins. Faraglioni heita fallega mótaðir klettar sem rísa úr sjónum úti fyrir eynni og eru eitt helsta kennileiti Kaprí.

Fjöldi annarra hella eru dreifðir eftir strandlengjunni. Þverhnípt björgin í sjó fram eru einnig hluti fegurðar eyjarinnar og ekki má gleyma frábæru útsýninu yfir kristaltæran sjóinn. Mikið er af fallegum görðum á Kaprí sem oftar en ekki umlykja fallegar byggingar allt frá tímum hins forna Rómaveldis. Dæmi um merki Rómaveldis eru Villa Jovis og Villa Damecuta.

San Michele

Áhugavert er að skoða hina fallegu villu San Michele sem byggð var frammi á klettanös í byrjun síðustu aldar. Húsið var byggt á rústum rómverskrar byggingar sem enn er hægt að sjá merki um inni í húsinu. Sá sem lét byggja Villa San Michel

e var Axel Munthe, sænskur rithöfundur og læknir. Hann bjó í Villa San Michele í um 40 ár. Hann skrifaði Bókina um San Michele sem þýdd hefur verið á yfir hundrað tungumál. Við andlát sitt gaf hann sænska ríkinu húsið með öllu inbúi. Í dag er Villa San Michele safn og bústaður fyrir listamenn. Á móti þessu merka húsi stendur kirkja heilags Mikjáls, San Michele.

Kaprí hefur með réttu stundum verið kölluð sjávarperlan og dylst það engum sem ferðast þangað enda er það fyllilega þess virði.
 


Rómversku borgirnar Pompei og Herculaneum stóðu í miklum blóma árið 79 eftir Krist, þegar eldfjallið Vesúvíus tók skyndilega upp á því að vakna af aldalöngum dvala á hádegi 24. ágúst. Fjallstindurinn sprakk án fyrirvara og upp úr iðrum jarðar þeyttust ósköpin ölll af ösku og eimyrju. Vegna þess að vindurinn var vestlægur slapp Herculaneum í bili en spýjan úr fjallinu helltist yfir Pompei.

Eftir hálfan sólarhring hafði safnast upp þykkt lag af þessum ófögnuði og flestir íbúarnir höfðu notað tækifærið og flúið eins og fætur toguðu. En, um það bil tvö þúsund manns biðu þó þess sem verða vildi í Pompei og héldu sig einkum í kjöllurum húsa sinna og annars staðar þar sem skjól var að finna.

Þar kom að risastór mökkur af heitri ösku og gasi þeyttist úr fjallinu og streymdi niður vesturhlíðar þess, beint í áttina að Herculaneum . Allir íbúar þar brunnnu eða köfnuðu og borgin grófst fljótlega undir ösku og vikri. Þeir sem eftir voru í Pompei fórust morguninn eftir þegar eigurgas streymdi yfir borgina. Strax á eftir fylgdi aska og vikur sem gróf hina dauðu nánast í einu vetfangi.

Á síðustu öldum hafa fundist leifar þeirra tvö þúsund karla, kvenna og barna sem fórust í Pompei. Askan harðnaði utan um lík þeirra sem gerði það að verkum að býsna nákvæm mót mynduðust utan um líkamsleifarnar, sem smám saman rotnuðu. Fornleifafræðingar fylltu þessi mót með gifsi og þá byrtust ótrúlega nákvæmar myndir af fólkinu eins og þar var á dánarstundu.

Kveðja frá ferðanefndinni.


  
Ágætu ferðafélagar

Nú er búið að ráða alla 3 leiðsögumennina sem fylgja okkur í ferðinni. Þetta er allt fólk sem vant er að starfa við leiðsögn. Við komum til með að hitta leiðsögumennina á næstu dögum og stilla saman strengi. Við vonumst til að þessi ráðstöfun að hafa leiðsögumann í hverjum bíl geri ferðina bæði fróðlegri og ánægjulegri fyrir ykkur. Auk þess felst í því nokkuð öryggi að hafa Ítölskumælandi fólk með okkur.

Leiðsögumenn okkar verða sem hér segir.

Bíll 1           Guðný Margrét Emilsdóttir

Bíll 2           Jóhanna Gunnarsdóttir

Bíll 3           Óskar Bjarnason


www.romarvefurinn.is

Upplýsingar frá ferðanefnd

Sæl ágætu ferðafélagar

Nú er komið að því. Nú er rétti tíminn til að hafa samband við Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar og borga ferðina. Við höfum fregnir af því að allmargir eru nú þegar búnir að gera upp.

Ferðanefnd vill beina því til samferðafólksins að upplagt er að hafa klúbbfána með í ferðina til að merkja Íslensku borðin svo og til að skiftast á fánum við Kiwanisfélaga víðsvegar um Evrópu.

Einnig gæti verið gaman að hafa með sér litla gjöf frá Íslandi eða frá sinni heimabyggð ef þið kynnist einhverju fólki í ferðinni. ( Gæti verið gaman en alls ekki nauðsynlegt )

Gjaldmiðill á Ítalíu eru Evrur. Eftirfarandi eru upplýsingar af Rómarvefnum.

Gjaldeyrisbúðir (cambio, exchange) eru víða um miðbæinn, en sjaldnast arðvænlegar í viðskiptum. Fyrrum voru slegnir gullpeningar sem giltu hvar sem gull var til einhvers metið; nú gilda gullkortin alstaðar. Hann var fyrrum kallaður rómarkostur kostnaðurinn við að ganga suður.
Hraðbankar (bancomat) sem taka debet- og krítarkort eru víða, en ávallt skal þess gætt að vélin sé í lagi.
Greiðslukort Flestar stærri verslanir og margar smærri taka krítar- og debetkort og margir (dýrari) veitingastaðir. Best er þó að hafa skotsilfur alltaf handbært.

Við höfum hitt einn af leiðsögumönnum okkar í ferðinni. Hún vill benda fólki á að hafa með sér sólhatta, sólarvörn og góð sólgleraugu. Á Ítalíu getur orðið nokkuð heitt og nauðsynlegt að verja sig fyrir sólinni.

Á næstu dögum og vikum munum við senda á ykkur ýmsar upplýsingar varðandi ferðina.

Kveðja, Ferðanefndin 
     
Frá kynningarfundi

Sæl, kæru ferðafélagar

Hérna eru smá fréttir eftir kynningarfundinn.

Fundurinn var haldinn í Kiwanishúsinu, Engjateig, 8. apríl sl. Á fundinn mættu milli 70 og 80 manns. Þar var einnig ferðanefndin ásamt Emil Örn Kristjansson frá ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar.

Ferðanefndin hefur nú verið stækkuð, því Ævar Breiðfjörð hefur komið til liðs við nefndina.

Farið var yfir ferðaáætlunina en um hana er svo sem ekkert að segja umfram það sem við sendum ykkur um daginn.

Það er ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar við Borgartún í Reykjavík sem er sér um ferðina fyrir okkur.

Þið getið farið að borga ferðina eftir næstu helgi en hún verður að greiðast að fullu mánuði fyrir brottför. Þið snúið ykkur beint til ferðaskrifstofunnar með greiðslurnar.

Vildarpunktar fást ekki fyrir þessa ferð. Emil hvetur samt þá sem eru að safna punktum til að láta skrá þá. Athugið þetta hjá ferðaskrifstofunni.

Þið getið að sjálfsögðu borgað með greiðslukortum ykkar.

Þeir sem ætla að nota ferðatryggingar sem fylgja greiðslukortunum ættu að kanna tryggingaskilmála korta sinna. Það er mismunandi hvað er boðið eftir tegundum korta.

Einnig er hægt að kaupa ferðatryggingar hjá tryggingafélögunum og í sumum tilfellum gætu ferðatryggingar verið innifaldar í einhverskonar tryggingapökkum sem þið eruð með.

Það er hægt að framlengja ferðina. Einnig gæti verið hægt að fljúga heim frá einhverjum öðrum áfangastað Flugleiða. Ef þið viljið notfæra ykkur þennan möguleika hafið þá samband við ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar sem allra fyrst.

Verðið á ferðinni: Við höfum verið að vinna með verðið 1660 - 1700 Evrur sem voru í haust og fram að áramótum um kr. 124.800.-  Eins og allir gera sér væntanlega grein fyrir fara allir samningar í Evrópu fram í Evrum.

Því miður verður það að segjast eins og er að gengi Evrunar er okkur ekki hagstætt eins og er.

Þetta veldur okkur í ferðanefndinni nokkrum áhyggjum en við þessu getum við ekkert gert. Við höfum farið yfir marga þætti í ferðinni með tilliti til sparnaðar og treystum okkur ekki til að slá af kröfum okkar sem neinu nemur.

Kynnt var á fundinum hvernig skipt verður í bíla í ferðinni.

Bíll 1.  Eldborg, Eldey, Hraunborg, Setberg, Drangey, Katla, Mosfell, Nes, Skjökdur, Umdæmisstjóri og þeir sem fara úr ferðinni í Rómarborg.

Bíll 2.  Elliði, Jörfi

Bíll 3.  Búrfell, Helgafell, Ölver, Gullfoss, Skjálfandi, Embla, Kaldbakur, Keilir, Höfði, Súlur

Allir halda sínum bílum allan tíman og óheimilt er að flakka milli bíla.

Að lokum til gamans. Ferðin hefur komið fram á miðilsfundi. Þar komu fram þær upplýsingar að ferðin yrði mjög skemmtileg og mikið hlegið.

Í von um að þetta rætist kveður ferðanefndin að þessu sinni.


Laus sæti

Vegna forfalla hafa losnað fjögur sæti í Ítalíuferðina í vor, þannig að nú er um að gera að bregðast skjótt við og hafa samband við ferðanefnd, þeir sem hafa áhuga að drífa sig með

Kveðja Ferðanefnd
  


   
Kæru ferðafélagar, komið þið sæl.

Diðrik er nú kominn aftur heim frá Afríku. Að undanförnu hefur ýmislegt verið að gerast í undirbúningi ferðarinnar okkar. Evrópustjórn er t.d. búin að gera bækling sem hægt er að nálgast á netinu hjá http://www.kiwanis_europe.org/. Þar eru upplýsingar um þingið og skráningarblöð. Ferðanefnd hefur einnig stækkað því Ævar Breiðfjörð úr Kiwanisklúbbnum Jörfa er kominn til starfa með okkur.

Nú er komið að því að skrá fulltrúa á þingið og panta þá þjónustu sem við ætlum að nýta. Ævar Breiðfjörð heldur utan um skráninguna fyrir okkur. Hann veit allt um málið og hvernig best er að ganga frá málum. Hafið samband við hann í síma 562 5635 eða á netinu stilvopn@tv.is . Við ætlum að reyna að ljúka þessum skráningum á næstu 2 vikum.

Ferðanefndin mælir með því að Íslendingarnir mæti allir á setningarathöfn þingsins, vináttukvöldverð þar á eftir sem kostar €42 á mann og á lokahófið á laugardagskvöldið sem kostar €65 á mann. Mikilvægt er að greiðslan ,€107 á mann, fylgi með skráningunni og best er að gefa upp kortanúmer. Það er mjög mikilvægt að klúbbarnir séu skuldlausir með Evrópugjöld fyrir 10. apríl. Vinsamlega talið við gjaldkera ykkar til að ganga úr skugga um þetta. Einnig þarf að fylla út kjörbréf fyrir 3 fulltrúa og 3 til vara fyrir hvern klúbb, samt ekki fleiri en fara í ferðina. Munið eftir að láta forseta og ritara skrifa undir kjörbréfið. Ferðin er ferð á Evrópuþing. Þess vegna leggur Ferðanefnd mikla áherslu á að þingfulltrúar og embættismenn ræki skyldur sínar, sæki þingið og fundi tengda því.

Margir hafa verið að spyrja um næstu greiðslu. Verið róleg, stundin nálgast. Ef einhverjir vilja greiða, geta þeir greitt inn á innborgunarreikninginn. Þeir sem vilja greiða með korti og nýta þannig tryggingarákvæði kortanna geta gert það beint til ferðaskrifstofunnar þegar þar að kemur. Við látum ykkur vita.

Ákveðið er að halda fund með væntanlegum ferðafélögum í Kiwanishúsinu Engjateig laugardaginn 8. apríl n.k. kl. 13:00

Kveðja Ferðanefnd 2006  
  Ferðatilhögun á Evrópuþingið í Rómarborg 5. - 19. júní 2006

1. dagur mánudagur 5.6.

Flogið til Milanó með flugi Flugleiða frá Keflavík kl. 13:25 og þaðan verður ferðinni haldið áfram til Napolí þar sem gist verður í 2 nætur.

2. dagur þriðjudagur..6.6.

Skoðunarferð. Borgin Pompei og eldfjallið Vesúvíus.

Borgin Pompei byggðist á 8.-9. öld f.Kr.. Árið 62 skók öflugur jarðskjálfti borgina. Flest húsin voru enn í endurbyggingu 24. ágúst árið 79 þegar eldfjallið Vesúvíus spjó þykku öskulagi yfir borgina. Flestir íbúanna flúðu í átt til sjávar, þar sem þeir létust af gaseirtun eða grófust undir öskunni, en aðrir mættu dauða sínum á heimilum sínum.

Rústir borgarinnar Pompei eru alveg einstakar fyrir þá sök hversu vel þær varðveittust undir öskulaginu, en borgin hefur verið grafin upp að hluta til.

3. dagur miðvikudagur. 7.6.

Byrjum daginn með skoðunarferð. Síðdegis verður ekið til Rómar.

Í Róm, borginni eilífu, gistum við í 5 nætur. Þar skoðum við litríkt mannlífið á götum og torgum borgarinnar, upplifum árþúsunda menningu, skoðum meistaraverk endurreisnartímans, barrokkkirkjur og fleiri stórkostlegar byggingar. Það er engu líkt að ganga um þessa einstöku borg og uppgötva hvers vegna allar leiðir liggja til Rómar.

4. dagur fimmtudagur. 8.6.

Skoðunarferð um Róm.  Í eftirmiðdaginn er ekið til Tivoli, bæjar í fjöllunum skammt fyrir austan Róm.  Þar skoðum við undurfagran gosbrunnagarð í Villa d'Este sem er á heimsminjaskrá UNESCO og snæðum kvöldverð áður en haldið verður heim á hótel.

5. dagur föstudagur. 9.6.

Skoðunarferð um Róm. Hringleikhúsið Colosseum o. fl.

Þinggögnin sótt á Hotel Torre Rossa.

Þingsetning fer fram í Campidoglio kl. 17:00 og vináttukvöldverður á veitingahúsinu Archeologia Kl. 20:00.

6. dagur laugardagur.. 10.6.

Evrópuþingið hefst kl 08:30 á Hotel Torre Rosssa. Lokahóf verður á St. Peter Crowne Plaza hótelinu og hefst kl 19:00.

Þeir sem ekki verða bundnir við þingstörf eiga þess kost að fara í skoðunarferð um borgina í fylgd leiðsögumanna okkar. Fornir sögustaðir Róma,  Forum Romanum, Pantheonhofið, Minervu kirkjan, Trevi brunnurinn og hin skemmtilegu torg borgarinnar verða heimsóttir.

7. dagur sunnudagur. 11.6.

Skoðunarferð í Vatíkanið, Vatíkansafnið og veggmyndir Rafaels, Sixtínsku kapelluna með veggmyndum Michelangelos, Péturstorgið, Péturskirkjan og Spænsku tröppurnar.

8. dagur mánudagur. 12.6.

Ekið til Feneyja. Þetta er nokkuð löng keyrsla og eini dagur ferðarinnar sem er erfiður að því leyti. Ef okkur sækist ferðin vel er ætlunin að koma við í San Marino, minnsta smáríki heims sem er aðeins 61 ferkílómetri að stærð með um 21.000 íbúa. Í Feneyjum gistum við í 2 nætur.

9. dagur þriðjudagur. 13.6.

Skoðunarferð um Feneyjar. Okku gefst ágætur tími í Feneyjum. Við göngum um þessa einstöku borg með öllum sínum sikjum og ótrúlegu mannvirkjum. Við skoðum Hertogahöllina, Markúsarkirkjuna og - torgið og Rialto brúna. Það verður frjáls tími til að skoða sig um, sigla á gondólum og finna sér góðan matsölustað.

10. dagur miðvikudagur 14.6.

Ekið til Slóveníu

Frá Feneyjum tökum við stefnuna fyrir botn Adríahafsins til Slóveníu. Við förum yfir landamærin og allir verða að hafa passana tilbúna. Það gæti tekið nokkuð langan tíma að komast inn í landið, en við tökum því með ró. Við höfum nægan tíma.

Við ökum í gegn um höfuðborgina Lubiano og stoppum þar. Slóvenía er minnsta land fyrum Júgóslavíu u.þ.b. 20.000 ferkílómetrar.  Landamæralínan er um 1380 km og liggur að Ítalíu, Austurríki, Ungverjalandi og Króatíu. Íbúafjöldi er um 1965 þúsund manns. Fjölmennastir eru að sjálfsögðu Slóvenar, um 83% þjóðarinnar, svo koma Ungverjar og Ítalir. Um 60 % þjóðarinnar er rómversk-kaþólskrar trúar.  Ferðinni er heitið til Bled sem er lítill bær í Júliönsku ölpunum.  Við höfum flett upp í ferða - og upplýsingabæklingum og finnum þar slagorð eins og fjallaparadísin Bled eða fjallaperlan Bled, einn stórkostlegasti staður Alpanna.

11. dagur fimmtudagur. 15.6.

Frír dagur.Upplagt að ganga kringum vatnið að njóta þessa stórkostlega staðar.

12. dagur föstudagur. 16.6.

Skoðunarferð. Ekið til Postojna til að skoða hina stórbrotnu neðanjarðahella sem sagðir eru stórfenglegt náttúruundur með ótrúlegum náttúrulistaverkum úr dropasteini.

13. dagur laugardagur. 17.6.

Frír dagur.

14. dagur sunnudagur 18.6.

Skoðunarferð - síðasta kvöldmáltíðin.

15. dagur mánudagur 19.6.

Ekið til Milanó. Væntanlega verður ekið gegnum Alpana.

Flogið heim í beinu flugi Flugleiða og lent í Keflavík kl. 22:10 um kvöldið.

Skráningar á þingið og pantanir á viðburði þingsins þurfa að berast fyrir 19. maí.

Kjörbréf þurfa að berast eigi síðar en 24. maí.

Klúbbar þurfa að vera skuldlausir við Evrópustjórn 10 apríl nk.

Á þinginu verður Ævar Breiðfjörð í framboði til fastasætis Evrópu í heimsstjórn.

Ákveðið er að halda fund með væntanlegum ferðafélögum í Kiwanishúsinu Engjateig laugardaginn 8. apríl n.k. kl. 13:00

Ferðanefnd vinnur að skipulagningu ferðarinnar. Enn eru þetta drög að ferðaáætlun sem er hér sett fram til kynningar á því sem við höfum verið að vinna að. Hvort áhugaverðum stöðum fjölgar eða fækkar eða raðast öðruvísi á dagana verður að koma í ljós. Hitt er ljóst að dagsetningarnar standa.

Kveðja Ferðanefnd 
   
91. heimsþing Kiwanis International
28 Júní - 2July, 2006
Montréal, Québec, Canada

 

 

 

Nýjustu færslur

Blog Message

Dagskrá umdæmisþings í Færeyjum 13 til 15 sept 2024

Hér kemur dagskrá umdæmisþings í Færeyjum 13 til 15 september 2024 KLIKKIÐ Á MYNDINA HÉR AÐ NEÐAN
Blog Message

57. Evrópuþing haldið dagana 18. til 20. maí 2024 í Lúxemborg

Nýliðið Evrópuþing er minnisstætt fyrir þá Íslendinga sem voru viðstaddir þar sem ný stjórn Kiwanis International Europe var samþykkt. G..
Blog Message

FRÆÐSLA EMBÆTTISMANNA.

Kæru Kiwanisfélagar. Eins og áður hefur verið greint frá verður ekki fræðsla á þinginu Í Færeyjum svo ákveðið hefur verið að hafa f..
Blog Message

Hrossaveisla Búrfells !

Síðasta vetrardag hélt Kiwanisklúbburinn Búrfell í samstarfi við Hvítahúsið á Selfossi veglega Hrossaveislu þar sem boðið var uppá alv..
Blog Message

Fræðsla Embættismanna í Færeyjum !

Fræðsla verðandi embættismanna í Færeyjum fór fram þann 6. apríl síðastliðinn í Kiwanishúsinu í Tórshavn. Tókst vel til en fræðslan..
Meira...