Ísgolf

Ísgolf

 

Isgolf Kiwanis var skemmtilegt verkefni sem haldið var 2012 fyrir Kiwanisfélaga

Gegnum árin hafa einstaklingar og hópar á vegum ýmissa íþrótta-­‐ og líknarfélaga verið að ganga, hlaupa, hjóla og haltur hefur leitt blindan í góðgerðarskyni um þjóðveg 1.  Þetta fólst í því að Kiwanisfélagar léku golfbolta hringinn í kringum landið. Þetta er í fyrsta skiptið sem þetta var gert. Þetta er um 1350 km. leið. Áheitum var safnað á slegin högg, að hámarki 9.500 högg. Þetta er sambærilegt við að leika 300 golfhringi. Þessum golfhring og  ævintýri var lokið á 14-­‐15 dögum. Slegið var meðfram þjóðvegi 1 alla daga og suma daga var leikið allan sólarhringinn. Brautin er par 9999!, lengsta braut sem leikin hefur verið hér á landi og þó víðar væri leitað!!! Um va að ræða fjáröflun til góðgerðarmála sem nokkurir Kiwanisklúbbar landsins komu  að. Á þessum tíma voru Kiwanisfélagar á landinu  um 1000 í og á heimsvísu um 700,000.

Ýmsar skemmtilegar þrautir þurfti að leysa á leiðinni. Af tryggingaástæðum var ekki leyfilegt að slá í gegnum þéttbýliskjarna. Því voru  samsvarandi vegalengdir slegnar utan/eða í nágrenni þeirra byggðalaga sem voru á vegi okkar. Við þurftum að glíma við lúpinubreiður, hraun, stórfljót, Skeiðarársand (stærsta sandgryfja sem hefur verið leikin) og margt annað. Í för voru um 8 bifreiðar og 10 til 15 Kiwanisfélgar voru að jafnaði í hópnum. 

Leikurinn hófst  v/Norðlingabraut 18. júni 2012 kl. 00:01. Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra sló fyrsta höggið. Leiknum lauk 1.júli 2012. Stefán Eiríksson lögreglustjóri í Reykjavík sló síðasta höggið.

Landsbanki Íslands var fjárvörsluaðili verkefnisins.

Mbl.is og fleiri fjölmiðlar voru með reglulega umfjöllun um verkefnið. Einnig höfðu fréttastöðvar sjónvarpsrása sýnt áhuga á að fá að fylgjast með.

Skjárinn var með í ferð með 2 tökumenn og 1 hljóðmann. Þeir sýndu frá þessu ævintýri í opinni vel kynntri dagskrá í tveimur 40 mín. þáttum á Skjágolf.

Með Kiwaniskveðju

Guðlaugur Kristjánsson verkefnisstjóri 


 

Nýjustu færslur

Blog Message

Fræðsla Embættismanna í Færeyjum !

Fræðsla verðandi embættismanna í Færeyjum fór fram þann 6. apríl síðastliðinn í Kiwanishúsinu í Tórshavn. Tókst vel til en fræðslan..
Blog Message

30 ára afmæli Sólborgar !

Kæru Kiwanisfélagar Í tilefni 30 ára afmælis boðar Kiwanisklúbburinn Sólborg til afmælisfundar 4. maí nk. kl. 16.00-18.00 og er fundurinn h..
Blog Message

Apríl, frá Umdæmisstjóra

Apríl er mikilvægur mánuður í Kiwanisstarfinu, vorið er á næsta leyti og það glittir í sumarfrí en fyrst þurfum við að halda einbeiting..
Blog Message

Saga Skjálfanda í 50 ár !

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi 50 ára Á haustdögum 1973 komu nokkrir menn saman að tilstuðlan Stefáns Benediktssonar Húsavík og Hilmars Dan..
Blog Message

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi 50 ára !

Skjálfandafélagar verða með opið hús í Kiwanishúsinu að Garðarsbraut 27 sunnudaginn 24 mars n.k. Kl.15:00 Þar verður boðið uppá kaffi o..
Meira...