Umdæmisstjóri

Umdæmisstjóri

 

Umdæmisstjóri - Governor 2023 -2024
Björn Bergmann Kristinsson

 

Ég heiti Björn Bergmann Kristinsson, og er fæddur á Akranesi 15 apríl 1968,  fjölskyldan mín flutti frá Akranesi til Keflavíkur árið 1970 og ég hef búið þar síðan.
Ég er giftur Berglindi Stefánsdóttur frá Sauðárkróki og við eigum tvö börn saman, Ólínu Ýr Björnsdóttur og Brynjar Bergmann Björnsson og nú eigum við Berglind eitt barnabarn Rúnu Lind Gunnbjörnsdóttur sem fæddist 14 júní 2021.  
Ég hef unnið við bankastörf ansi lengi fyrst hjá Sparisjóðnum í Keflavík frá 1988 og svo hjá Landsbankanum frá árinu 2011 og í dag vinn ég sem þjónustustjóri einstaklinga í Landsbankanum í Reykjanesbæ.
Ég var í stjórn Barna og unglingaráðs knattspyrnudeildar Keflavíkur í mörg ár og er núna í sóknarnefnd Keflavíkurkirkju.
Áhugamál mitt fyrir utan fjölskylduna er stangveiði og hef ég þá aðallega veitt á vorin og haustin með góðum félögum.
Það var fyrrverandi umdæmisstjóri Andrés K. Hjaltason heitinn sem kynnti mig fyrir Kiwanis en við Andrés og núverandi umdæmisstjóri Jóhanna, kona Andrésar kynntumst í gegn um yngri flokka starf fótboltans í Keflavík, hann byrjaði á að bjóða mér á fundi til að kynna mig fyrir starfinu sem endaði með því að ég gekk í Kiwanisklúbbinn Keili árið 2008.  Ég hef gengt öllum helstu embættum innan klúbbsins og mér leið nokkuð vel í góðu skjóli félaga minna þegar Andrés hvatti mig til gefa kost á mér í starf svæðisstjóra og ég starfaði sem slíkur í Ægissvæði starfsárið 2017 til 2018 sem má segja að hafi opnað augu mín á starfinu utan klúbbsins og núna eftir að hafa farið á Evrópu og heimsþing geri ég mér grein fyrir því hversu sterkt Kiwanis er á heimsvísu og þeirri staðreind að hver og einn félagi og hver og einn klúbbur er mikilvægur hlekkur í starfinu.  
Fyrir klúbbinn og Kiwanis.
Björn B Kristinsson

 

 

 

 

 


 

 

 

 


 

Nýjustu færslur

Blog Message

Dagskrá umdæmisþings í Færeyjum 13 til 15 sept 2024

Hér kemur dagskrá umdæmisþings í Færeyjum 13 til 15 september 2024 KLIKKIÐ Á MYNDINA HÉR AÐ NEÐAN
Blog Message

57. Evrópuþing haldið dagana 18. til 20. maí 2024 í Lúxemborg

Nýliðið Evrópuþing er minnisstætt fyrir þá Íslendinga sem voru viðstaddir þar sem ný stjórn Kiwanis International Europe var samþykkt. G..
Blog Message

FRÆÐSLA EMBÆTTISMANNA.

Kæru Kiwanisfélagar. Eins og áður hefur verið greint frá verður ekki fræðsla á þinginu Í Færeyjum svo ákveðið hefur verið að hafa f..
Blog Message

Hrossaveisla Búrfells !

Síðasta vetrardag hélt Kiwanisklúbburinn Búrfell í samstarfi við Hvítahúsið á Selfossi veglega Hrossaveislu þar sem boðið var uppá alv..
Blog Message

Fræðsla Embættismanna í Færeyjum !

Fræðsla verðandi embættismanna í Færeyjum fór fram þann 6. apríl síðastliðinn í Kiwanishúsinu í Tórshavn. Tókst vel til en fræðslan..
Meira...