Ferð Jörfa og Kötlu

Ferð Jörfa og Kötlu

  • 07.07.2009

Helgina 3-5.júlí s.l. söfnuðust saman í Þakgili undir Kötlurótum félagar úr Jörfa og Kötlu með fjöskyldur sínar svo úr varð 130 manna hópur. Skemmti fólk sér saman,elduðu sameigilegar mátíðir bæði kvöldin.Farið var í leiki sungið saman í stórum helli í gilinu.

Veður var gott á föstudegi en rigndi og súldaði á laugardeginum. Fólk lét þetta ekkert á sig fá heldur efldu kynni sín með gönguferðum um svæðið og spjalli í húsbílum og bara út  á grasflötinni.
Er fólk hélt heim á sunnudeginum var það ákveðið í að hittast helgina 15- 16. ágúst á Þingvöllum. Og skorum við á Höfðafélaga og Þyrilsfélaga að mæta. Við Kötlufélagar þökkum Jörfafélögum fyrir samverinu.

Hilmar Svavarsson Kötlu