Þingvallaferð Kötlufélaga

Þingvallaferð Kötlufélaga

  • 17.08.2009

Kötlufélagar sameinuðust um síðustu helgi 14.-16. á Þingvöllum með tjaldhýsi, húsbýla og húsvagna og áttu þar góða samverustund. Spjallað var, hlegið og haft gaman, sungið og kneifað öl í hófi.

Voru þarna um 40 sálir saman komnar. Veður var hlýtt og stafalogn en úrfelli, "sjáðu ekki rigning heldur úrfelli".Við keyptum 60 manna tjald og vorum að vígja það. Sannaði það ágæti sitt, hélt nánast öllu vatni utan-skararog reyndist hið mesta kostaþing.
(Einn í svartsýnis kasti) Þyrils, Jörfa og Höfðamönnum var boðið að vera með en ENGIN MÆTTI.Skiljanlegt með Höfðafélaga en yll skiljanlegt með hina alla.

E.t.v. erum við gömlu Kötlufélagar svona leiðinlegir heim að sækja eða eitthvað er að.

Fleiri mynir sjá : http://www.kiwanis.is/katla/images/2008-2009/Þingvellir%202009/index.htm