Gáfu barnadeild SAK hitadýnu og vöggu að gjöf !

Gáfu barnadeild SAK hitadýnu og vöggu að gjöf !


Kiwanisklúbbarnir í Óðinssvæði  gáfu Barnadeild SAK hitadýnu og vöggu að gjöf í gær. Hitadýnan kemur sér vel fyrir sjúkrahúsið og barnadeildina en hún er notuð til að fyrirburar og léttburar, sem þurfa aðstoð við að halda líkamshita, geti verið inni á stofu með foreldrum sínum en þurfi ekki að vera í hitakassa. Starfsfólk deildarinnar tóku vel á móti gjöfinni og segja þetta kærkomna gjöf. ,,Gamla hitadýnan var löngu ónýt svo þetta er kærkomin gjöf.“
Barnadeild Sjúkrahússins á 

Akureyri er eina barnadeild landsins utan höfuðborgarsvæðisins en deildin sinnir börnum og unglingum frá fæðingu og til 18 ára aldur. Skjólstæðingar deildarinnar koma frá öllu Norðurlandi og að hluta frá Austurlandi. Stundaðar eru allar almennar barnalækningar en að auki liggja sjúklingar á deildinni sem heyra undir önnur sérsvið.


Kaffið.is greindi frá.