Fréttir frá skemmtilegu Heimsþingi í Minneapolis.

Fréttir frá skemmtilegu Heimsþingi í Minneapolis.


Það voru 3 Kiwanisfélagar sem sóttu heimsþing í Minneapolis að þessu sinni,  Gunnsteinn Björnsson verðandi kjör Evrópuforseti, Jóhanna M Einarsdóttir umdæmisstjóri og Björn Bergmann Kristinsson kjörumdæmisstjóri ásamt eiginkonu sinni Berglindi Stefánsdóttur. 
Það voru viðbrigði fyrir íslendingana að koma í 30 stiga hitann úr 10 gráðunum á Íslandi en við létum það ekki á okkur fá og gengum um nágrennið til að kanna aðstæður. Tókum kannski nokkrar vitlausar beygjur hér og þar þegar við vorum að kanna leiðina á þingstað og komumst á leiðarenda eftir margar km gögu😊
Ýmsar vinnustofur voru í boði á þessu þingi m.a. um fjármál, auðkennisverkefni og nokkrar um fjölgun, allar mjög

athyglisverðar. 
Björn átti fund með sínum ráðgjafa sem er Bert West heimsforseti og mun hann koma á þingið okkar í september.
Hefð er fyrir því að umdæmi borði saman kvöldverði og að þessu sinni borðuðu saman Evrópa og Asía- Phasific, mjög ánægjulegt kvöld þar sem ákveðið var að blanda hópunum saman þannig að við kynntumst fólki sem við höfðum ekki hitt áður.  Hópur umdæmisstjóra og verðandi umdæmisstjóra ásamt heimsforsetunum borðuðu líka saman eitt kvöldið,  fjörugt og skemmtilegt kvöld.
Þingfundurinn sjálfur var óvenjulangur en þar var Katarina Baranko kjörin heimsforseti, Lee Kuan Yong frá  Malaysiu,  kosinn verðandi heimsforseti og Michael Mulhaul frá New Jersey var kjörinn verðandi kjör heimsforseti. Jon Fadri frá Swiss fulltrúi Evrópu náði því miður ekki kjöri í at-large trustee en það var Mohan Lamsal, frá Katmandu, Nepal sem var kjörinn með örfárra atkvæða mun. Tillaga heimsstjórnar um hækkun gjalda  fékk mikla umfjöllun og voru bornar fram tvær breytingatillögur frá Evrópu, breytingatillögurnar voru felldar. Upphaflega tillagan var borin fram til afgreiðslu sem endaði þannig að hún var samþykkt með yfir 60% samþykktra atkvæða sem reyndar dugaði ekki til þar sem samþykkt atkvæði hefðu þurft 2/3 hluta atkvæða og þar með var tillagan um hækkun gjalda felld. Það var líka samþykkt tillaga frá heimsstjórn að nútímavæða lög Kiwanis International.
Í gærkvöldi var síðan ball þar sem Kántrý hljómsveit spilaði og  allir skemmtu sér vel.

Með kærri kveðju, Jóhanna M Einarsdóttir

FLEIRI MYNDIR HÉR