Umdæmisþingfréttir !

Umdæmisþingfréttir !


Formleg þingsetning 53.umdæmisþings fór fram með hátíðarblæ í Keflavíkurkirkju föstudagskvöldið 15 september kl 20:30 þetta var hefðbundinn setning þar sem Jón Ragnar formaður þingnefndar var við stjórnvölin og skilaði hlutverki sínu af miklum sóma. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar var í stóru hlutverki við setningu og léku til að byrja með Almar Örn, trompet og Mariia Ichenko (kennari við TR), píanó. Trumpeter´s Lullaby eftir Leroy Anderso. Jóhanna María Einarsdóttir umdæmisstjóri setti þingið formlega með bjölluslætti og bauð alla velkomna til þings og síðan tók bæjarstjórinn Kjartan Már Kjartansson til máls og síðan var komið aftur að tónlist frá ungmennum í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og þar léku Sofía Valle Lebumfacil, píanó. Lag úr kvikmyndinni Amélie Poulain eftir Yann Tiersen. Lag 2. Jón Ingi Garðarsson, blokkflauta og Sigrún Gróa Magnúsdóttir (kennari við 

TR og móðir Jóns Inga), píanó. Flytja verk eftir Johann Sebastian Bach. Næst var komið að ávarpi erlendra gesta og fluttu Bert West heimsforseti, Gunnsteinn Björnsson verðandi Evrópuforseti og Svein Gunnar Anerud umdæmisstjóri Norden stutt ávörp. 
Séra Erla Guðmundsdóttir flutti okkur síðan hugvekju áður en Umdæmisstjóri frestaði þingfundi og bauð til móttöku í safnaðarheimilinu. Í safnaðarheimilinu áttu þingfulltrúar og makar ánægjulega kvödstund til kl 23:00 þegar haldið var til náða og hvíla sig fyrir þinghald laugardagsins.
Þingfundur hófst síðan aftur á laugardeginum stundvíslega kl: 9:00 á hefðbundinni dagskrá eins og skýrslum stjórnar og nefnda og umræðum um þær, síðan voru reikningar 2021-2022 lagðir fram og fjárhagsáætlun næsta starfsárs. Kjör skoðunarmanna reikninga og kjör fulltrúa í fjárhagsnefnd fór fram. Laganefnd hefur unnið í því að uppfæra og endurskoða umdæmislögin og voru breytingarnar lagðar fram og samþykktar. Kl: 11:00 var gert hlé á þingfundi og fór fram Aðalfundur Styrktarsjóðs og síðan var tekið matarhlé til kl: 13:00
Eftir hádegi hófst dagskrá á ávörpum erlendra gesta og eru það sömu aðilar og á þingsetningu, og síðan var komið að K-dagsnefnd en Eyþór Kr. Einarsson formaður K-dagsnefndar kom ásamt fulltrúm Einstakra barna og lagði fram að næsti K-dagur verði að hausti 2024 og mun allur ágóði fara til styrktar Einstökum börnum og er það í anda okkar kjörorðs, Eyjólfur Sigurðsson f.v heimsforseti og framkvæmdastjóri Kiwanis International sem er hugmyndasmiðurinn að K-degi kom í pontu og sagði frá sögu K-dags og studdi heilshugar að fara þessa leið og styrkja Einstök börn og samþykkti þingheimur þetta með öllum greiddum aðkvæðum. Björn Bermann Kristinnsson umdæmisstjóri 2023-2024 kom næstur á mælendaskrá og fór yfir stefnumótun sem búið er að vera að vinna að og er hún einföld og sterk. Þá var komið að afhendingu viðurkenninga og voru þær eftirfarandi:
Fyrirmyndarklúbbar umdæmisins
Kiwanisklúbburinn Varða
Kiwanisklúbburinn Sólborg
Kiwanisklúbburinn Mosfell
 
Fjölmiðlabikar 2022-2023 Kiwanisklúbburinn Elliði
 
Fjölgunarbikar 2022-2023 Kiwanisklúbburinn Hof
 
Fjáröflunarbikar 2022-2023 Kiwanisklúbburinn Thorshavn
 
Andrésarbikarinn 2022-2023 Diðrik Haraldsson, Kiwanisfélagi í Búrfelli
 
Áhugaverðasta styrktarverkefnið 2022-2023 fékk Kiwanisklúbburinn Freyja
 
Platta til eignar með áletrun um áhugaverðasta styrktarverkefni 2021-2022 fékk Kiwanisklúbburinn Ós
 
Staðfesing á kjöri umdæmisstjóra 2023-2021 kynnti Eiður Ævarsson Björn Bergmann Kristinnsson úr Keili og í kynningu og kjöri á kjörumdæmisstjóra 2023-2024 kynnti Óskar Guðjónsson félaga sinn Guðlaug Kristjánsson í Eldey í Kópavogi, og í kynningu til framboðs um verðandi kjörumdæmisstjóra 2023-2023 kynnti Tómas Sveinsson Sigurð Einar Sigurðsson frá Ós á Höfn. Allir fengu þessir embættismenn samhljóða kosningu í embætti og óskum við þeim góðs gengis á komandi starfsári. Þá var komið að Staðfestingu stjórnar 2023-2024 og hana skipa:
Umdæmisstjóri
Björn Bergmann Kristinsson Keilir
Umdæmisritari
Líney Bergsteinsdóttir Varða
Umdæmisféhirðir
Benedikt Kristjánsson Skjálfandi
Kjörumdæmisstjóri
Guðlaugur Kristjánsson Eldey
Verðandi kjörumdæmisstjóri
Sigurður Einar Sigurðsson Ós
Fráfarandi umdæmisstjóri
Jóhanna María Einarsdóttir Varða
Svæðisstjóri Freyju
Bernhard Jóhannesson Jörfi
Svæðisstjóri Færeyja
Marna Gásadal Rósan
Svæðisstjóri Sögu
Gústaf Ingvi Tryggvason Ölver
Svæðisstjóri Óðins
Ingólfur B. Svafarsson Grímur
Svæðisstjóri Ægis
Kristján Gísli Stefánsson Setberg
 
 
 Næstur kom í pontu Petur Olivar i Hoyvik og kynnti umdæmisþing 2024 í Færeyjum og yrði á Hótel Foreyjar, Umdæmisþing 2025 verður síðan haldið í Kópavogi og hefur Óskar Guðjónsson í Eldey verið skipaður formaður þingnefndar.
Næst var komið að staðarvali Umdæmisþings 2026 og bauð Ós á Höfn fram þingstaðinn og kom einnig með tillögu að breytingu á reglum um ferðajöfnun en Konráð forseti Bása kynnti. Gunnlaugur Gunnlaugsson frá Básum bauð einni fram þingstað en það er Ísafjörður og nefndi hann að klðubburinn yrði 50 ára á þessum tímamótum, ekki var kosið um þennann lið heldur vísað til umdæmisstjórnar. Undir liðnum önnur mál tók kjörforseti Ós Kristjón Elvar Elvarsson til máls og fór með gamanmál og flutti síðan frumsamdar limrur og var honum klappað lof í lófa. Nokkurir tóku til máls undir þessum lið sem var síðan slitið en limrur Kristjóns fylgja hér með.
 
                        Kiwanis klikkar ekki.

                       Nú Kiwanis við heiðrum hátt,
                      Á hátíð okkar hér í dag.
                      Hin sameiginlega mikla mátt,
                      Mörgu höfum kipp í lag.
 
                       Endalausa ferð við förum,
                      En ferðbúin þó æ við erum.
                      Okkar krafta sjaldan spörum,
                      Til samfélagsins gott við gerum.
 
                      Við efumst aldrei eina stund,
                      Að okkar hjálp er meina bót.
                      Brotnum búum , veikri lund,
                      Bætum, komum undir fót.
 
                     Höfum skulum eitt í huga,
                     Hvert félag misjafnt er í sniðum.
                     Fjölmenn, fámenn, allir duga
                     Frábær vinna í öllum liðum.
 
                    Götur greitt við höfum oft,
                    gerum gagn er okkar mál.
                    Nú hefjum glösin hátt á loft,
                    Og heiðrum Kiwanis með, skál
.
 
                      Höfundur: Kristjón Elvarsson.      
 
Stjórnarskipti fóru síðan fram kl 18:00 í Hljómahöllinni, og hið hefðbundna lokahóf á sama stað og var húsið opnað kl 19:00 Þingfulltrúar og makar skemmtu sér síðan konunglega fram eftir kvöldi og fram á nótt.
 
TS.          

UMDÆMISÞINGMYNDIR HÉR