Stjórnarskipti og inntaka nýrra félaga í Helgafelli

Stjórnarskipti og inntaka nýrra félaga í Helgafelli


Fimmtudaginn 12 október var stórnarskiptafundur í Helgafelli og var mæting mjög góð og gaman fyrir nýja stjórn að taka við Embætti fyrir framan fjölda félaga. Fundurinn hófst á hefðbundin hátt undir stjórn Tómasar Sveinssonar forseta. Eftir matarhlé var hin ánægjulegi liður að taka inn nýja félaga og voru þeir þrír að þessu sinni, þeir Kristján Tómasson, Snæbjörn Ásgeirsson og Guðmundur Jóhann Árnason en um inntökuna sá Tómas Sveinsson. Næst var komið að stjórnarskiptum en Gústaf Ingvi Tryggvason svæðisstjóri Sögusvæðis átti ekki

heimagegnt og því hljóp Birgir Sveinsson f.v svæðisstjóri í skarðið og sá um stjórnarskiptin, en nýja stjórn skipa: Forseti Kristleifur Guðmunsson, kjörforseti Birkir Hlynsson, fráfarandi forseti Tómas Sveinsson, ritari Stefán Birgisson, Fjármálastjóri Hafsteinn Gunnarsson, gjaldkeri Sigurjón Örn Lárusson og erlendur ritari Hannes Kristinn Eiríksson.
Nýkjörinn forseti Kristleifur Guðmundsson ávarpaði síðan fundinn og að því loknu far farið yfir fjárhagsáætlun starfsársins og hún síðan borin upp og samþykkt.
Þetta var góður fundur og áttu félagar saman góða kvölstund fram eftir kvöldi á þessum fyrsta fundi starfsársins og höfum við trú á því að starfið verði öflugt á komandi starfsári

TS

MYNDIR HÉR