Apríl, frá Umdæmisstjóra

Apríl, frá Umdæmisstjóra


Apríl er mikilvægur mánuður í Kiwanisstarfinu, vorið er á næsta leyti og það glittir í sumarfrí en fyrst þurfum við að halda einbeitingu og fara inn í fríið vitandi að við höfum klárað verkefnin sem hvíla á okkur. Verkefni eins og hjálmaafhendingar, aðalfundir og jafnvel undirbúningur fyrir K dag í haust með því að hafa samband við mögulega söluaðila og hafa þá klára fyrir haustið, ég vil hvetja klúbba til að huga að þessu tímanlega. Það má segja að Hjálmadagurinn sé vorboði Kiwanisfélaga en um 4.400 hjálmar verða afhentir börnum í fyrsta bekk þetta starfsár og óska ég félögum góðs gengis og góðrar skemmtunar við dreifingu hjálmana. Það sem af er ári hafa 9 klúbbar náð að bæta við sig félögum og vil ég óska þeim innilega til hamingju með nýju félagana og

jafnframt minna á að skrá þá inn í gagnagrunninn því inntökudagurinn skiptir nýju félagana máli til lengri tíma litið. Markmið starfsársins er raunfjölgun, að fjöldi félaga verði fleiri í lok starfsárs en í upphafi, aðeins tvisvar sinnum á síðustu 10 árum hefur það tekist og þá með 2 í plús í bæði skiptin. Staðan þegar þetta er skrifað er 9 í plús í gagnagrunni, betur má ef duga skal, vonum að okkur takist kæru félagar að ná markmiðinu. Ég vil líka hvetja klúbba til að máta sig við fyrirmyndarviðmiðin, sérstaklega þá sem hafa tekið inn nýja félaga, það er hægt að finna fyrirmyndarviðmiðin form-fyrir-fyrirmyndarvidmid-loka.xlsx) á heimasíðunni undir skýrslur og skjöl það eru góðar líkur á að það verði nokkrir fyrirmyndarklúbbar þetta starfsár. Kæru félagar ég sendi ykkur baráttukveðjur, vinnum fyrir klúbbinn okkar og Kiwanis fyrir börnin fyrst og fremst.

Björn Bergmann Kristinsson Umdæmisstjóri