Fréttir

Árshátíð Óðinssvæðis og seinni svæðisrástefnan starfsárið 2015 – 2016

  • 08.02.2016

Árshátíð Óðinssvæðis og seinni svæðisrástefnan starfsárið 2015 – 2016

Félagar góðir nú er búið að blása til árshátíðar Óðinssvæðis þetta starfsárið og verður hún laugardaginn 12 mars að lokinni svæðisráðstefnu.
Svæðisráðstefnan verður haldin á Sauðárkróki og fer hún fram að Borgarmýri 1 í fundarsal Kiwanisklúbbsins Drangeyjar. Nánari fundardagskrá verður gefin út síðar

Árshátiðin mun fara fram um kvöldið og verður hún í félagsheimili hestamanna í Tjarnarbæ sem er skammt neðan við bæjinn.

Á boðstólum verður veislumatur að hætti Óla kokks og skemmtiatriði verða í höndum klúbba svæðisins.

Slegið verður upp

Óvissufundur Helgafells

  • 07.02.2016

Óvissufundur Helgafells

Okkar árlegi óvissufundur var haldinn föstudaginn 5 febrúar. Mæting var í Kiwanishúsið og fundur settur kl 19.30 og farið yfir venjuleg fundarstörf og síðan tekið matarhlé, en á þessum fundi er borðhald óformlegt enda umsjón fundarinns í höndum stjórnar svo þetta er tekið á léttunótunum, einn réttur og borðað á pappadiskum til að ekkert verði uppvaskið því það er verið að flýta sér út í óvissuna. Eftir borðhald var haldið út í rútu sem var af minnigerðinni og því fór hún tvær ferðir þó svo mæting væri nú ekkert til að hrópa húrra fyrir eða um 40 manns. Haldið var upp í Sagnheima eftir nokkurar krókaleiðir í rútunni og þar tók Helga Hallbergsdóttir á móti okkur og fór yfir safnið með okkur á fróðlegann og skemmtilegann hátt en þetta safn er okkur Eyjamönnum til mikils sóma. Síðan var haldið aftur út í rútu og næsti áfangastaður var ný lifraverskmiðja sem er verið að setja á stofn í gamla Eyjabergshúsinu. Kári forseti starfar við þetta og fór hann yfir framtíðaráætlanir og uppbyggingu fyrirtækisinns. Að lokinni þessari heimsókn var haldið niður í hús þar sem menn áttu ánægluega kvöldstund saman.   Hér má nálgast myndir   Hér má nálgast myndband

DOT fræðsla í Prag Tékklandi 2016

  • 07.02.2016

 DOT fræðsla í Prag Tékklandi 2016

Kiwanisfræðsla tilvonandi umdæmisstjóra, umdæmisritara og umdæmisgjaldkera fór fram í Tékklandi í lok janúar. DOT stendur fyrir District Officer Training og er síþjálfun fyrir embættismenn kiwanishreyfingingarinnar í Evrópu.

Fræðslan fór fram  dagana 29. og 30. janúar í Prag og var bæði skemmtileg og fræðandi. Þétt dagskrá var báða dagana en við félagar gátum aðeins skoðað borgina á föstudagsmorgninum. Dagskránni lauk með sameiginlegum kvöldverði á veitingastað í miðbæ Prag. Þar skemmtu menn sér með

Andlát !

  • 06.02.2016

Andlát !

Kristján Finnbogason félagi í Básum á Ísafirði lést 4 febrúar s.l. Kristján var búinn að vera lengi í Básum og gegnt mörgum embættum fyrir Kiwanis Hann hefur m.a verið forseti,ritari og lengi vel sá hann um Kiwanishúsið sem Básar eiga þá má ekki gleyma að Kristján var svæðisstjóri í Þórssvæðinu 1990-2000. Kristján lét

Fundur nr. 738 í Kiwanisklúbbnum Jörfa haldinn 1.febrúar

  • 03.02.2016

Fundur nr. 738 í Kiwanisklúbbnum Jörfa haldinn 1.febrúar

Gestir fundarins, Hrafn Jökulssson blaðamaður, rithöfundur og skákfrömuður og Stefán Herbertsson formaður Kalak, vinafélags Grænlands og Íslands, fluttu fyrirlestur um Grænland og sýndu myndir.  Hafði Hrafn orð fyrir þeim en Stefán fyllti upp í og svaraði einnig spurningum.  Erindi þeirra félaga var fróðlegt og gaf glögga innsýn í líf nágranna okkar á austurströnd Grænlands.

Þorrablót Helgafells 2016 !!

  • 02.02.2016

Þorrablót Helgafells 2016 !!

Þorrablótið okkar var haldið með pompi og prakt s.l laugardagskvöld 30 janúar. Að venju má bjóða með sér gestum á blótið og var margt um manninn eða rúmelga hundrað manns. Elías Jörundur formaður Þorrablótsnefndar setti blótið stundvíslega og bauð síðan veislustjórna Geir Reynissyni að taka við stjórninni en Geir er einnig formaður skemmtinefndar og með mikla reynslu í að skemmta fólki. Að loknu hefðbundnu atriði hófst borðhaldið og það var ekki af verri endanum enda sjá nefndarmenn sjálfir um að græja þorramatinn og annað sem   því fylgir af miklum myndarskap. Að loknu borðhaldi var tekið til við skemmtidagskránna sem öll var heimasmíðuð í myndbandsformi auk bráðskemmtilegrar spurningakeppni, Sæþór Vídó sá um fjöldasöng að hætti Þorranns og síðan tók hljómsveitin Brimnes öll völd og lék fyirr dansi fram á nótt. Þótti blótið í alla staði vel heppnað og þökkum við Helgafellsfélagar öllum þeim sem komu að þessu bæði nefndarmönnum, hljómsveit og gestum.   TS. Myndir má nálgast HÉR Myndband má nálgast HÉR    

Frá Drangey !!

  • 27.01.2016

Frá Drangey !!

Kiwanisklúbburinn Drangey stendur fyrir kynningar og upplýsingafundi þann 13 febrúar nk.

Er það ætlun klúbbsfélaga að kynna starf klúbbsins ásamt því að upplýsa í hvað safnað fé ( styrktarfé ) fer.

Til þess að gera þennan kynningarfund öflugri er ætlunin að fá til sín tæki og búnað er klúbburinn hefur gefið eða staðið í að styrkja kaup á á liðnum árum.

Einnig munu fulltrúar styrkþega koma og segja frá hversu mikilvægt það er þeim að hafa félagasamtök eins og Kiwanisklúbbinn Drangey í samfélaginu.
Sveitarstjóra hefur verið boðið að koma

Góður jólafundur í Skjálfanda, inntaka nýrra félaga

  • 23.01.2016

Góður jólafundur í Skjálfanda, inntaka nýrra félaga

Um helgina, föstudaginn 11. desember var flautað til fundar í Skjálfanda sem var  6. fundur starfsársins og afnframt hefðbundinn “jólafundur” haldinn í Þórðarstofu.

Af fyrsti félagsmálafundi ársins í Skjálfanda

  • 21.01.2016

Af fyrsti félagsmálafundi ársins í Skjálfanda

Í gærkvöldi var fyrsti félagsmálafundur ársins í Kiwanisklúbbnum Skjálfanda, mörg mál voru á dagskrá.

Frá Hjálmanefnd !

  • 20.01.2016

Frá Hjálmanefnd !

Gleðilegt ár kæru félagar fjær og nær.

 

Nú hefur verið gerð endanleg pöntun á hjálmum til Eimskip.

Fjöldi einstaklinga í 1 bekk þetta árið eru 4.861.- og tókst nú skömmu eftir áramót að fá inn síðustu tölur.

Mikið er kvartað yfir því að tölvupóstum er ekki svarað og þó svo þeir séu ítrekaðir, á það við jafnt um fulltrúa kiwanisklúbba og þó einkum stjórnendur skólanna.

Þetta er eitt að okkar mikilvægustu verkefnum sem hreifing á Íslandi og því mikill akkur fyrir okkur að standa vel að því.

Nú mun fljótlega fara í hönd kynning á verkefninu og er það vilji hjá Eimskip að slíkt verði gert í samvinnu við fjölmiðla og

Almennur fundur 14 janúar s.l

  • 18.01.2016

Almennur fundur 14 janúar s.l Á almennum fundi 14 janúar s.l afhenti Kári Hrafnkelsson forseti Helgafell Ómari Steinssyni fánastöngina góðu að þvi tilefni að Ómar varð fimmtugur á dögunum, en þetta er gömul og skemmtileg hefð sem klúbburinn hefur haldið uppi að heiðra félaga á þessum tímamótum, og óskum við félagar Ómari og fjölskyldu til hamingju með þennann merka áfanga. Á þessum sama fundi var fyrirlesari, en það var vélstjórinn, bátalíkanasmiðurinn, vélhjólamaðurinn og áhugamaður um íslensk skip  Tryggvi Sigurðsson. Var erindi hans mjög fróðlegt og skemmtilegt.  Best af öllu var þó að komast að því hversu víða Raggi rakari hafði komið við, það er að segja varðandi skipspláss,  og myndi hann vel eftir bátum sem komu til eyja fljótlega eftir aldamótin 1900. Var erindi hans mjög fróðlegt og skemmtilegt.  Best af öllu var þó að komast að því hversu víða Raggi rakari hafði komið við, það er að segja varðandi skipspláss,  og myndi hann vel eftir bátum sem komu til eyja fljótlega eftir aldamótin 1900.

Jóla- og áramótakveðja Jörfa 2016

  • 18.01.2016

Jóla- og áramótakveðja Jörfa  2016 Við sendum félögum,vinum og velunnurum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári um leið og við þökkum fyrir stuðning ykkar við styrktarverkefni klúbbsins á árinu.

Jólakveðja Jörfa 2016

  • 18.01.2016

Jólakveðja Jörfa  2016 Við sendum félögum,vinum og velunnurum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári um leið og við þökkum fyrir stuðning ykkar við styrktarverkefni klúbbsins á árinu.

Hvítabókin 2015 - 2016

  • 12.01.2016

Hvítabókin 2015 - 2016

Nú er hvíta bókin komin inn á vefinn og er hún í heild sinni á forsíðu eins og hún hefur verið,  síðan eru nokkurar útgáfur af henni á innranetinu en þar er hún í heild sinni og líka sundurliðuð til útprentunar eins og t.d félagatalið, lögin, svæðin o.s.frv.
Vona að þetta sé til hagræðingar fyrir félaga svo ekki þurfi að prenta allt efnið út ef menn ætla á annað borð 

 

Kiwanisklúbburinn Helgafell afhentir fíkniefnahund !

  • 08.01.2016

Kiwanisklúbburinn Helgafell afhentir fíkniefnahund !

Kiwanisklúbburinn Helgafell afhenti lögreglunni í Vestmannaeyjum nýjan leitarhund  í dag, en þetta er leitarhundurinn Rökkvi, sem er tæplega eins árs svartur labrator retriever sem kemur frá viðurkendum hundaræktanda í Noregi.  Þetta er þriðji hundurinn sem Helgafell gefur, en fyrstur kom Tanya, síðan kom Luna sem er enn að störfum og svo er það Rökkvi sem nú mætir til starfa fyrir lögregluna og samfélagið hér í Eyjum en Rökkvi er þjálfaður til fíkniefnaleitar og einnig verður hann þjálfaður til

Flugeldasala Kiwanisklúbbsins Skjálfanda

  • 28.12.2015

Flugeldasala Kiwanisklúbbsins Skjálfanda

Þá er allt orðið klárt fyrir árlega flugeldasölu Kiwanisklúbbsins Skjálfanda sem hefst í dag, mánudaginn  28. desember  kl. 13:00.

Jólafundur Þyrils

  • 25.12.2015

Jólafundur  Þyrils

 Jólafundur Kiwanisklúbbsins Þyrils var haldinn á hótel Glymþann 5. desember og tókst vel í alla staði . Góð mæting og góð stemming var á fundinum !. Afhentar viðurkenningar og afmælisgjafir. Myndir má sjá á næstu síðu.  

Jólakveðja frá umdæmisstjóra

  • 23.12.2015

Jólakveðja frá umdæmisstjóra

Kæru Kiwanisfélagar 

Undanfarna daga og vikur höfum við  séð á samfélagsmiðlum svo og annarstaðar að klúbbar eru að halda sína jólafundi,  fundirnir eru jafnan fjölsóttir og eru ýmsar mismunandi hefðir í  hafðar í heiðri, Það er ánægjulegt  að fylgjast með hvernig klúbbar fagna komu jóla og leiðir hugann að því samfélagi sem er meðal okkar Kiwanisfélaga  og er okkur svo mikils virði . Mjög margir klúbbar eru einnig með fjáröflun fyrir og í kring um jólahátíðina  sem er svo grunnur af starfi klúbba allt árið. Jólin eru jú oft nefnd hátíð barnanna og börn eru okkar viðfangsefni  og

Jólakveðja frá Skjálfanda

  • 20.12.2015

Jólakveðja frá Skjálfanda

Klikka á nafn fréttar og síðan á myndina til að stækka.

Jólafundur Heklu.

  • 20.12.2015

Jólafundur Heklu.

Jólafundur Heklu var haldinn 15. desember á Grandhóteli.  

Hefðbundin dagskrá var að venju, jólahlaðborð, sungnir sálmar  og var mætingin óvenju góð, 52 alls, félagar og gestir. Prestur var Séra Valgeir Ástráðsson og flutti hann borðbæn og síðan hugvekju. Bent Jörgensen var heiðraður með 45 ára merkinu og tók konan hans Guðrún Jörgensen  við því, þar sem Bent var frá vegna veikinda. Að vanda var ekkjum látinna félaga boðið og píanóleikarinn